Umhverfis- og skipulagsráð - 41. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2002, mánudaginn 16. september kl. 10:00 var haldinn 41. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5 hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli M. Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Einnig komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason Ólafur Stefánsson, Stefán A. Finnsson, Stefán Hermannsson og Þorgrímur Guðmundsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2002040102 1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27.08.2002, um staðfestingu borgarráðs á samþykkt samgöngunefndar um biðskyldu á Lindargötu gagnvart Frakkastíg.

Mál nr. 2002020078 2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27.08.2002, um staðfestingu borgarráðs á samþykkt samgöngunefndar um 30. km. svæði í Folda - Árbæjar og Seláshverfi.

Mál nr. 2001080043 3. Drög af samstarfssamningi við Þróunarfélag miðborgarinnar um markaðsmál dags. 12.09.2002, kynntur.

Kjartan Magnússon fulltrúi D- listans í samgöngunefnd lagði fram eftirfarandi bókun; Ljóst er að stórhækkuð bílastæðagjöld, hafa fælt viðskiptavini úr miðbænum og kippt rekstrargrundvelli undan mörgum fyrirtækjum þar. Tekjur Bílastæðasjóðs á yfirstandandi ári eru áætlaðar 476 milljónir króna og og um er að ræða álögur á þá sem sækja þjónustu og atvinnu í miðborgina á dagvinnutíma. Þetta hefur leitt til þess að verslanir og önnur þjónustufyrirtæki flýja af svæðinu en á móti blómstrar þar sá rekstur, sem starfræktur er utan gjaldskyldutíma Bílastæðasjóðs. Besta leiðin til að styrkja stöðu miðborgarinnar væri að efla verslun og þjónustu á nýjan leik með því að lækka aukastöðugjöld og fjölga þannig viðskiptavinum á svæðinu. Hægt er að fallast á á hluti þeirra gjalda, sem innheimt er af viðskiptavinum miðborgarinnar, sé nýttur til markaðsstarfs á svæðinu á vegur Þróunarfélagsins. Við gerum þó athugasemd við orðalag 1 greinar þess samningsuppkasts sem hér liggur fyrir en þar segir að félagið skuli gæta hags Bílastæðasjóðs í starfi sínu eins og annarra hagsmunaaðila á starfssvæðinu. Slíkt ákvæði er til óþurftar þar sem mikilvægt er að Þróunarfélagið hafi óbundnar hendur í umfjöllun sinni um bílastæðamál í miðborginni. Þá er starfsemi Bílastæðasjóðs afar sértæk og ekki hægt að leggja hana að jöfnu við aðra starfsemi í miðborginni.

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs að ganga til samninga við Þróunarfélag miðborgarinnar.

4. Lagt fram 6. mánaða uppgjör Bílastæðasjóðs dags. 03.09.2002.

Mál nr. 2001110018 5. Frumdrög af umsögn um tilboð í bílakjallara undir tjörn dags. 22.08.2002, kynnt.

6. Akstursstefna á Vitastíg Formaður kynnti hugmyndir um hugsanlega breytingu á akstursstefnu við Vitastíg. Vísað til verkfræðistofu RUT.

Kjartan Magnússon kom á fundinn kl. 09.30.

Mál nr. 2002080072 7. Lagt fram bréf Jóhönnu Björnsdóttur dags. 28.08.2002, varðandi umferðarþunga, hraða og bílastæðavanda við Bergþórugötu. Vísað til verkfræðistofu RUT og framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs.

Mál nr. 2002090025 8. Lagður fram tölvupóstur dags. 04.09.2002, frá Holgeir Torp starfsmanni Umferðarráðs varðandi umferð um Stakkahlíð. Vísað til verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002070070 9. Lagður fram til kynningar tölvupóstur Steinunnar Jóhannesdóttur ódags. varðandi flug Boeing 747 yfir miðborg Reykjavíkur og bréf flugmálastjóra dags. 27.08.2002.

Mál nr. 2001100141 10. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri kynnti stöðu mála á framkvæmdum við ofanverðan Skólavörðustíg.

Mál nr. 2002010102 11. Sundabraut, kynning. Ólafur Bjarnason forstöðumaður verkfræðistofu RUT kynnti stöðu verkefnisins.

Mál nr. 200230010 12. Lagt fram bréf ritara borgarstjóra dags. 11.03.2000, um umferðarþunga og hraðakstur á skólaleiðum við Borgarskóla, einnig lagt fram erindi foreldraráðs Borgarskóla og foreldrafélags Borgarskóla dags. 25.02.2002, ásamt erindi skólastjóra Borgarskóla dags. 19.11.2001, einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT. Umsögnin samþykkt.

Mál nr. 2002060044 13. Kynntar hugmyndir um kynningu á umferðaröryggisáætlun 2000-2004.

14. Starfsreglur samgöngunefndar. Formaður kynnti hugmyndir sínar um hugsanlegar starfsreglur fyrir samgöngunefnd. Frestað.

15. Lögð fram fundargerð dags. 03.09.2002, frá fundi í samgönguráðuneytinu varðandi hugsanlega fækkun atvinnuleyfa fyrir leigubifreiðarakstur. Nefndin ítrekar áðurframkomna afstöðu sína í málinu.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10.55.

Árni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson Steinunn V. Óskarsdóttir Haukur Logi Karlsson