Umhverfis- og skipulagsráð - 4. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2003, þriðjudaginn 1. apríl, var haldinn 4. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 09.30. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður, Helgi Hjörvar og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Hreinn Ólafsson, Þorkell Jónsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Nýbyggingar, verklagsreglur, skilgreining verkefna. Lögð fram til kynningar myndræn framsetning á ferli mála hjá Fasteignastofu þ.e. hvenær mál eru kynnt fyrir stjórn Fasteignastofu og hvenær þau fara fyrir borgarráð. Ákveðið að gera framsetninguna skýrari með því að færa ferlið yfir í texta. Skilgreiningar á verkefnum lagðar fram til kynningar.

2. Leikskólar á Kjalarnesi og í Stakkahlíð. Samþykkt að senda í borgarráð og til bygginganefndar.

3. Bókasafn í Árbæjarhverfi. Málið er áfram í skoðun og mun starfshópur á vegum Fasteignastofu koma með tillögu til stjórnar í samvinnu við ÍTR, Fræðslumiðstöð og menningarmál varðandi lausn.

4. Markarholt, forsögn og úthlutunarbréf. Lagt fram til kynningar.

5. Bréf vegna húsnæðis og aðbúnaðar Vogaskóla. Vísað til Fræðslumiðstöðvar og bent á að verið er að vinna að framtíðarlausn fyrir Vogaskóla á öðrum vettvangi.

Fundi slitið kl. 10.50

Björk Vilhelmsdóttir
Helgi Hjörvar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson