Umhverfis- og skipulagsráð - 38. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2002, mánudaginn 19. júlí kl. 10:00 var haldinn 38. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5 hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli M. Baldursson, Haukur Logi Karlsson og Kjartan Magnússon. Einnig komu á fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Stefánsson, Stefán A. Finnsson og Stefán Hermannsson.

Fundarritari var Ágúst Jónsson.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2001040027 1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2.07.2002, um staðfestingu borgarráðs á samþykkt samgöngunefndar um bann við bifreiðastöðum á Skúlagötu austan Barónsstígs.

Mál nr. 2001110018 2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12.07.2002, varðandi bílastæðakjallara undir Tjörninni. Ennfremur bréf framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs og borgarverkfræðings til borgarráðs, dags. 2.07.2002, fréttatilkynning um alútboð á bílakjallara undir Tjörninni og niðurstaða dómnefndar, dags. í júlí 2002. Borgarverkfræðingur kynnti málið ásamt Sigurði R. Ragnarssyni frá Línuhönnun. Lagt fram minnisblað Línuhönnunar um nýtingu bílahúsa í Kvos, dags. 18.07.2002, ásamt starfsáætlun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur 2002.

Nefndin samþykkti svohljóðandi tillögu formanns: Samgöngunefnd mun í umsögn sinni um erindið einkum fjalla um eftirtalda þætti málsins: a. Nýtingu bílastæða og bílastæðahúsa í miðborginni og þörf fyrir aukið framboð af bílastæðum. b. Staðsetningu bílastæðahússins skv. tillögunni samanborið við aðrar staðsetningar. c. Umferðartengingar að og frá bílastæðahúsinu. d. Áhrif á aðra umferð, einkum gangandi og hjólandi umferð. e. Kostnað við gerð bílastæðahússins samanborið við aðra kosti.

Nefndin felur formanni, borgarverkfræðingi og framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs að undirbúa umsögn nefndarinnar í samvinnu við ráðgjafa. Stefnt skal að því að tillaga að umsögninni liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Mál nr. 2002050060 3. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 15.07.2002, varðandi ný bílastæði við Vogaskóla. Rúnar Gunnarsson, arkitekt á Fasteignastofu, kynnti málið. Nefndin samþykkir fyrirkomulag bílastæða fyrir sitt leyti.

Mál nr. 2002060065 4. Lagt fram bréf Brynju Ingunnar Hafsteinsdóttur, dags. 25.06.2002, varðandi gjaldskyldu bílastæða við Bárugötu, austan Ægisgötu. Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs. Framkvæmdastjóranum jafnframt falið að kanna áhuga hagsmunaaðila við Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu á gjaldskyldu.

Mál nr. 2002070029 5. Lagt fram erindi Sturlu Þengilssonar, dags. 5.07.2002, varðandi umferð um Sjafnargötu. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002040025 6. Lagt fram erindi Einars Freys Einarssonar, dags. 2.07.2002, varðandi biðstöð leigubíla við Hrísateig. Frestað.

Mál nr. 2002040035 7. Lagt fram á ný bréf skólastjóra Árbæjarskóla, dags. 8.04.2002, varðandi bílastæði við Árbæjarskóla. Ennfremur lögð fram umsögn Stefáns A. Finnssonar, yfirverkfræðings, dags. 5.07.2002. Vísað til borgarverkfræðings

Mál nr. 2002070025 8. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2.07.2002, ásamt bréfi Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi (SAMFOK), dags. 21.06.2002, varðandi áheyrnarfulltrúa í samgöngunefnd. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun: Samgöngunefnd telur mikilvægt að eiga gott samstarf við foreldrafélög sem og aðra hagsmunaaðila um hvaðeina sem lýtur að umferðaröryggismálum og öðrum málum sem heyra undir nefndina. Í því efni verður lögð áheyrsla á að kalla til þá sem gerst þekkja til einstakra mála. Ekki verður séð að slíku samráði sé best fyrir komið með einum áheyrnarfulltrúa og því þykir ekki efni til að ein hagsmunasamtök umfram önnur eigi fastan áheyrnarfulltrúa í nefndinni og er ekki mælt með því. Bókunin samþykkt með 2 samhljóða atkvæðum (fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá).

Mál nr. 2001110034 9. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2.07.2002, ásamt bréfi Foreldraráðs og Foreldrafélags Ölduselsskóla frá 20.06.2002, varðandi gerð göngubrúar yfir Skógarsel. Nefndin samþykkti svofellda bókun: Samgöngunefnd telur nauðsynlegt , áður en afstaða verður tekin til erindisins, að láta kanna aðstæður á öllum þeim stöðum þar sem göngubrýr/undurgöng eru merkt í nýsamþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur og undirbúa forgangsröðun þeirra framkvæmda.

Mál nr. 2001050123 10. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs, dags. 5.07.2002, og bréf skipulagsfulltrúa dags. 3.07.2002, varðandi umferð um Safamýri.

Mál nr. 2002070046 11. Lagt fram á ný bréf Foreldra- og kennarafélags Breiðholtsskóla, dags. 30.10.2001, varðandi umferð um Arnarbakka. Ennfremur umsögn Stefáns A. Finnssonar, yfirverkfræðings, um erindið, dags. 8.07.02. Umsögnin samþykkt.

Mál nr. 2002070065 12. Lagt fram bréf Lenu Helgadóttur, arkitekts, dags. 25.06.2002, varðandi aðkomu rútubíla að Laugavegi 59. Ennfremur umsögn Stefáns A. Finnssonar, yfirverkfræðings, um erindið, dags. 12.07.2002. Frestað.

Mál nr. 13. Kynntar tillögur um framkvæmdir í miðborginni á árinu 2003, þ.e. á Vegamótastíg, Bergstaðastræti og Bankastræti.

Mál nr. 2002070084 14. Kjartan Magnússon vakti athygli á hraðaakstri um Gnoðarvog á milli Álfheima og Skeiðarvogs. Stefán A. Finnsson, yfirverkfræðingur, falið að koma með tillögur til úrbóta.

Mál nr. 2002060044 15. Kjartan Magnússon greindi frá fyrirhugaðri kynningu á umferðaröryggisáætlun 2000-2004. Nefndin felur Kjartani að koma með tillögu um hvernig að kynningu áætlunarinnar verði staðið.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 12:00

Árni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson Haukur Logi