Umhverfis- og skipulagsráð
Fundargerð samgöngunefndar
Ár 2002, mánudaginn 1. júlí kl. 11:00 var haldinn 37. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5 hæð.
Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Gísli M. Baldursson, Haukur Logi Karlsson og Kjartan Magnússon. Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Nikulás Úlfar Másson, Ólafur Stefánsson, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán Haraldsson, Stefán Hermannsson og Þorgrímur Guðmundsson.
Fundarritari var Þórhildur L. Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2002020072 1. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra dags. 25.05.2002. um kosningu fulltrúa í samgöngunefnd Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar 20.06.2002.
Þessir voru kjörnir í samgöngunefnd af R-lista: Árni Þór Sigurðsson, formaður, Steinunn V. Óskarsdóttir, Haukur Logi Karlsson. Af D-lista: Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon. Til vara af R-lista: Hlín Sigurðardóttir Kristín Blöndal, Óskar D. Ólafsson. Til vara af D-lista: Ívar Andersen, Kristján Guðmundsson.
2. Varaformaður samgöngunefndar var kjörinn að tillögu formanns, Haukur Logi Karlsson. Fulltrúar D-listans í samgöngunefnd sátu hjá. Fundartímar ákveðnir kl 09.00. 1. og 3. mánudag hvers mánaðar. Mál nr. 2001110076 3. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22.05.2002 um samþykkt borgarráðs 21 .s.m. varðandi stöðvunarskyldu á mótum Fornhaga og Hjarðarhaga.
Mál nr. 2002040089 4. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28.05.2002. um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi uppsetningu vegvísa á ljósastaura.
Mál nr. 2002050023 5. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21.05.2002. um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi staðbundnar aðgerðir í umferðamálum.
Mál nr. 2002050023 6. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21.05.2002. um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi umferðaljós við Víkurveg / Borgarveg.
Mál nr. 2002040025 7. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28.05.2002. um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi hugsanlega fækkun atvinnuleyfa til leigu bifreiðaaksturs.
Mál nr. 2002050109 8. Lögð fram ályktun aðalfundar samtaka ferðaþjónustunnar 10-11. apríl sl. dags. 10.05.2002. Kynnt.
Mál nr. 2001080024 9. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra til dóms og kirkjumálaráðuneytis dags. 04.06.2002. ásamt fskj. varðandi stæðakort fyrir hreyfihamlaða. Kynnt.
Mál nr. 2001080005 10. Lagt fram afrit af bréfi formanns Fjáreigendafélagsins til Vegagerðar dags. 27.05.2002. um gatnamót Suðurlandsvegar og vegar að Fjárborgum. Samþykkt tillaga gatnamálastjóra um breytta aðkomu að gatnamótum Fjárborgar.
Mál nr. 2001070082 11. Lögð fram skýrsla um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Baldvin Baldvinsson verkfræðingur á gatnadeild Umhverfis og tæknisviði kynnti innihald skýrslunnar.
Mál nr. 12. Lögð fram breyting á framkvæmdaáætlun gatnamálastjóra dags. í júní 2002. Einnig lögð fram starfsáætlun gatnamálastofu fyrir árið 2002. dagsett í október 2001. Samþykkt.
Mál nr. 2002050034 13. Lagt fram að nýju bréf Rúdólfs Ásgeirssonar dags. 10.05.2002. varðandi bílastæðavandamál við Kleppsveg 2-6 og Laugarnesveg 116-118. Einnig lögð fram umsögn gatnamálastjóra dags. 04.06.2002. Umsögn gatnamálastjóra samþykkt.
Mál nr. 2001050123 14. Lagt fram að nýju bréf Gunnars H. Ingimundarsonar dags. 16.05.2002. varðandi umferð um Safamýri. Einnig lögð fram umsögn gatnamálastjóra dags. 04.06.2002. Samþykkt.
Mál nr. 2002010013 15. Lagt fram að nýju erindi íbúa við Ofanleiti dags. 27.12.2001. sem og útskrift úr gerðabók samgöngunefndar dags. 14.01.2002. Einnig lagt fram bréf Ragnhildar Ingólfsdóttur, arkitekts, f.h. Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 6.11.2000. og 24.10.2000. Jafnframt lögð fram umsögn gatnamálastjóra dags. 06.06.2002. Frestað.
Mál nr. 2001050051 16. Lagt fram að nýju erindi Rafns Jóhannessonar dags. 31.07.2001. varðandi bílastæði við Gnoðarvog. Einnig lögð fram umsögn Stefáns A. Finnssonar yfirverkfræðings dags. 05.06.02. Umsögn Stefáns A. Finnssonar samþykkt.
Mál nr. 2002040018 17. Lagt fram að nýju bréf Egils Ásgrímssonar dags. 05.04.02. varðandi umferð og bifreiðastöður við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg. Einnig lögð fram umsögn Stefáns A. Finnssonar yfirverkfræðings, á verkfræðistofu RUT, dags. 04.06.02. Mál nr. 2002030035 Einnig lögð fram og kynnt tillaga um breytingu á mörkum gjaldsvæða I og II við Skólavörðustíg og Bergstaðastræti dags. 01.07.02. Formaður samgöngunefndar leggur til að íbúum á svæðinu verði kynnt framkvæmdartillaga bréflega og sú niðurstaða kynnt nefndinni. Nefndin samþykkir tillögu um akstursbreytingu.
Mál nr. 2002020030 18. Lagt fram að nýju erindi Sigurjóns Jónasson f.h. kirkjugarða Reykjavíkur dags. 10.02.2002. sem og Páls Bragasonar dags. 03.01.2002. varðandi bifreiðastöðu við vesturhlíð. Einnig lögð fram umsögn Stefáns A. Finnssonar, yfirverkfræðings, dags. 03.06.2002. Samþykkt.
Mál nr. 2002060005 19. Lögð fram umsögn Stefáns A. Finnssonar dags. 31.05.2002. við erindi Bergs Bergssonar dags 31.07.2001. um umferð við Hvassaleiti. Samþykkt.
Mál nr. 2002060004 20. Lagt fram erindi Sveins H. Sigvaldasonar dags. 02.06.2002. varðandi umferð um Mosaveg. Vísað til umsagnar verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2002060007 21. Lagður fram undirskriftarlisti íbúa Glæsibæjar í Árbæjarhverfi dags. 04.06.2002. þar sem mótmælt er upphækkun hraðahindrunar í Glæsibæ við Rofabæ. Vísað til umsagnar gatnamálastjóra.
Mál nr. 2002040031 22. Lagt fram erindi Einar Ásgeirssonar (ítrekun) dags. 05.06.2002. varðandi umferðarljós á mótum Óslands og Bústaðarvegar. Vísað til umsagnar verkfræðistofu RUT til umsagnar.
Mál nr. 2002060035 23. Lagt fram bréf Sigurðar Kr. Friðrikssonar framkvæmdastjóra Félagsbústaða hf, dags. 07.06.2002. varðandi bílastæði merkt hreyfifötluðum við Skúlagötu 69-80. Vísað til umsagnar gatnamálastjóra.
Mál nr. 2001100071 24. Lagður fram tölvupóstur Arngríms Fr. Pálmasonar dags. 22.06.2002. um umferðarhraða á Háaleitisbraut. Vísað til umsagnar verfræðistofu RUT.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 12:55
Árni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson Haukur Logi Anna Kristinsdóttir