Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2002, mánudaginn 27. maí kl. 16:00 var haldinn 36. fundur samgöngunefndar í stöðvarhúsi Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal. Þessir sátu fundinn: Helgi Pétursson, Helgi Hjörvar, Kristín Blöndal, Kjartan Magnússon. Einnig komu á fundinn: Ásgeir Pétursson, Stefán Haraldsson, Ólafur Stefánsson, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán Hermannsson, Ólafur Bjarnason, Elísabet J. Þórisdóttir og Stefán A. Finnson. Fundarritari var Þórhildur L. Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2002020077 1. Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 07.05.2002, vegna samþykktar borgarráðs varðandi reglur um bílastæðakorta íbúa.
Mál nr. 2002050102 2. Lagt fram svarbréf Stefáns A. Finnsson, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, dags. 21.05.2002, til íbúa við Bergstaðastræti 36 og 38, vegna erindis þeirra dags. 11.11.1999. Samþykkt. Mál nr. 2002020072 3. Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 14.05.02 varðandi samþykkt borgarráðs á umferðaröryggisáætlun 2002-2007.
Mál nr. 2001080070 4. Lagt fram svarbréf Stefáns A. Finnssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, vegna erindis íbúa við Jaðarsel 2-18, dags. 28.04.01, vegna umferðarhávaða við Jaðarsel 2-18. Samþykkt.
Mál nr. 2002050054 5. Lagt fram bréf Gauta Kristmannssonar, dags. 15.05.2002 vegna gönguljósa við Álfheima. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2002010013 6. Lagt fram bréf Ágústs Jónatanssonar og Gísla Elíassonar, Ofanleiti 19-21, dags. 10.05.2002, varðandi uppsetningu bannmerkis á ljósastaura við Ofanleiti. Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá gatnamálastjóra um málið.
Mál nr. 2002050116 7. Lagt fram erindi formanns húsfélagsins í Hvassaleiti 157, dags. 11.05.2002, varðandi umferð við Listabraut. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2002050034 8. Lagt fram erindi Rúdólfs Ásgeirssonar, dags. 10.05.02, varðandi bílastæðavandamál við Kleppsveg 2- 6 og Laugarnesveg 116 - 118. Vísað til umsagnar gatnamálastjóra.
- Kjartan Magnússon kom á fundinn kl. 17:00.
Mál nr. 2001050123 9. Lagt fram erindi Gunnars H. Ingimundarsonar, dags. 14.05.2002 varðandi umferð um Safamýri. Samþykkt að senda skipulags- og byggingarnefnd málið til kynningar og gatnamálastjóra til umsagnar.
Mál nr. 2002050027 10. Lagt fram nýtt erindi frá Gissuri og Pálma ehf., dags. 23.05.2002, þar sem þeir fara fram á að loka nyrðri akrein Sólvallagötu vestan Framnesvegar. Samþykkt.
11. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd flutti eftirfarandi tillögu: Samgöngunefnd samþykkir að leitast verði eins og kostur er að forðast skammstafanir við áletranir á vegvísa í Reykjavík, ekki síst þegar um sjálft nafn borgarinnar er að ræða. Verði ekki hjá því komist að skammstafa nafn borgarinnar á áletrunum, skal notast við skammstöfunina Rvík í stað Rvk eins og nú er. Samþykkt að vísa erindinu til borgarráðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55
Helgi Pétursson Kristín Blöndal Helgi Hjörvar Kjartan Magnússon