Umhverfis- og skipulagsráð - 33. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2002, mánudaginn 22. apríl kl. 10:00 var haldinn 33. fundur samgöngunefndar að Skúlatúni 2, 5. hæð. Þessir sátu fundinn: Helgi Pétursson, Helgi Hjörvar, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson og Einar Skúlason. Einnig komu á fundinn: Ólafur Stefánsson, Ólafur Bjarnason, Þorgrímur Guðmundsson, Stefán A. Finnsson, Stefán Haraldsson og Ásgeir Eiríksson.

Fundarritari: Þórhildur L. Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagður fram tölvupóstur dags. 21.03.2002, varðandi merkingar á stígakerfi borgarinnar frá Arnari Logasyni. Vísað til Verkfræðistofu RUT og Gatnamálastofu.

- Einar Skúlason kom á fundinn kl. 10:10.

Mál nr. 2001020020 2. Lagt fram bréf Ívars Pálssonar, lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs, dags. 10.04.2002, varðandi aðgengi vegfarenda um Gufunes, sem og bréf Ingibjargar Sigþórsdóttur, f.h. hverfisnefnd Grafarvogs, dags. 19.03.2002. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

3. Lagður fram tölvupóstur, dags. 09.04.2002, frá íbúum að Hrísateigi 16, varðandi leigubílastaur við húsið. Vísað til Verkfræðistofu RUT og Gatnamálastofu. 4. Lagður fram tölvupóstur dags. 26.03.2002, frá Magnúsi Bergssyni, varðandi stíga við Miklubraut. Vísað til Gatnamálastofu.

Mál nr. 2001040035 5. Lagt fram bréf Þorsteins Sæberg, skólastjóra Árbæjarskóla, dags. 08.04.2002, varðandi bílastæðamál við Árbæjarskóla. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

6. Framhaldsumræða um umferðaröryggisáætlun. Lagt fram bréf frá umferðarráði, ódags, varðandi bráðabirgðaskráningu umferðarslysa árið 2000. Lögð fram drög að mati á árangri umferðaröryggisáætlunar Reykjavíkur 1996 - 2000, ódags. Einnig lagðar fram tillögur að breytingu við drög að umferðaröryggisáætlun, ódags. Lagt til að haldin verði aukafundur í samgöngunefnd föstudaginn 26. apríl 2002, kl. 10:00 á sama stað. Lagt til að Arnari Guðmundssyni, verði falið að fullvinna tillöguna og senda formanni samgöngunefndar og Kjartani Magnússyni, fulltrúa D-listans í samgöngunefnd eintök.

7. Lagðar fram að nýju tillögur Vegagerðarinnar um leyfðan hraða og merkingar á hraða, dags. 22.04.2002, sem og erindi Stefáns A. Finnssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, um höfuðborgarsvæðið, leyfðan hraða og merkingar á hraða, dags. 24.01.2002.

Miklabraut - Ártúnsbrekka - Vesturlandsvegur að gatnamótum Suðurlandsvegar Leyfður hraði 70 km. Tillaga 80 km. Samgöngunefnd leggur til hækkun á hraðatakmörkum í 80 km, enda verði komið fyrir hraðamyndavél sem sinni viðvarandi eftirliti við gildistöku þessara breytinga.

Vesturlandsvegur frá Suðurlandsvegi að Víkurvegi Leyfður hraði 70 km. Tillaga 80 km. Samþykkt að leggja til að hækka hraðatakmörk í 80km.

Vesturlandsvegur um gatnamót Víkurvegar Leyfður hraði 70 km. Tillaga óbreytt. Lagt er til að eftir að mislæg gatnamót verða tilbúin verði sami hraði þar og á kafla frá Suðurlandsvegi að Víkurvegi. Samþykkt.

Vesturlandsvegur að bæjarmörkum við Mosfellsbæ Leyfður hraði 90 km. Lagt er til að eftir að mislæg gatnamót verða tilbúin verði sami hraði þar og á kafla frá Suðurlandsvegi að Víkurvegi. Lagt til að leyfður hraði verði lækkaður í 80 km. Samþykkt.

Kringlumýrarbraut frá Listabraut til suðurs að bæjarmörkum við Kópavog Leyfður hraði 70 km. Tillaga 80 km. Tillaga að 80 km hraða samþykkt.

Reykjanesbraut frá Álfabakka að Fífuhvammsvegi Leyfður hraði 60 km. Tillaga 80 km. Óbreytt staða, taka til skoðunar ef Stekkjarbakkaframkvæmd verður að veruleika.

Suðurlandsvegur frá Vesturlandsvegi að Breiðholtsbraut Leyfður hraði 70 km. Tillaga 80 km. Samþykkt að leggja til hækkun í 80 km.

Suðurlandsvegur um Breiðholtsbraut - gatnamót við Breiðholtsbraut Leyfður hraði 70 km. Tillaga óbreytt. Samþykkt viðeigandi hraðatakmörk að höfðu samráði við Vegagerðina.

Suðurlandsvegur austur fyrir Hafravatnsveg Leyfður hraði 90 km. Tillaga 80 km. Samþykkt að leggja til lækkun í 80 km hraða.

Gullinbrú frá Stórhöfða að Hallsvegi Leyfður hraði 60 km. Tillaga 70km. Ákveðið að óska eftir frekari upplýsingum um málið. Raunverulegan hraða á svæðinu. Vísað til verkfræðistofu.

Hallsvegur Leyfður hraði 50 km. Tillaga 60 km. Samþykkt að leggja til óbreyttan hraða, þ.e. 50 km.

Úlfarsfellsvegur meðfram Úlfarsfelli Leyfður hraði 80 km. Tillaga 70 km. Samþykkt.

Heiðmerkurvegur Leyfður hraði 80 km. Tillaga 60 km. Samþykkt.

8. Formaður samgöngunefndar leggur til að Svanhildur Konráðsdóttir taki sæti í stjórn Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Samþykkt einróma.

9. Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson fulltrúar Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

1. Er fyrirhugað að bjóða út akstur á leiðum Strætó bs. innan Reykjavíkur umfram það sem nú tíðkast?

2. Ef svo er, er óskað eftir upplýsingum frá stjórn Strætó bs. hvenær ráðist verði í slík útboð og hvaða leiðir sé helst rætt um að bjóða út.

10. Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson fulltrúar Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Viðhaldi og endurbótum gatna og gangstétta er víða ábótavant, einkum í eldri hverfum borgarinnar. Sjálfstæðismenn leggja til að heilstæð úttekt verði gerð á ástandi og endurbótaþörf gatna og gangstétta í borginni. Þar komi fram upplýsingar um ásigkomulag einstakra hverfa og gatna þar sem þurfa þykir. Miðað sé við að úttektin geti nýst við forgangsröðun framkvæmda og sem grundvöllur áætlunar vegna nauðsynlegra úrbóta á gatna- og gangstéttakerfi borgarinnar. Frestað.

11. Formaður samgöngunefndar óskar eftir að listi yfir ókláruð mál fyrir samgöngunefnd verði lagður fyrir nefndina að nýju yfirfarinn.

12. Tillögur borgarstjóra um Höfuðborgarstofu. Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti málið fyrir nefndarmönnum. Frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:45

Helgi Pétursson Einar Skúlason Helgi Hjörvar Kjartan Magnússon Kristján Guðmundsson.