Umhverfis- og skipulagsráð - 30. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2002, mánudaginn 11. mars kl. 10:00 var haldinn 30. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu: Helgi Pétursson, Helgi Hjörvar, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson og Kristín Blöndal.

Auk þeirra komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Stefán Finnsson, Ólafur Stefánsson, Sigurður I. Skarphéðinsson, Þorgrímur Guðmundsson, Skúli Bjarnason, Haraldur Sigurðsson og Leifur Eiríksson.

Fundarritari var Þórhildur L. Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2001060029 1. Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 26.02.2002 um samþykkt borgarráðs vegna forgangsröðunar framkvæmda vegna vegakerfis höfuðborgarsvæðisins.

Mál nr. 2002030035 2. Lagt fram bréf Ólafs Stefánssonar f.h. húsfélagsins Skólavörðustíg 10, dags. 18.10.2001. Einnig lögð fram umsögn Stefáns Haraldssonar, framkv.stj. Bílastæðasjóðs, dags. 08.03.2002. Samþykkt.

- Kristín Blöndal kom á fundinn kl. 10:10.

Mál nr. 2002030036 3. Lagt fram bréf ritara borgarstjóra, dags. 11.03.2000 um umferðarþunga og hraðakstur á skólaleiðum við Borgarskóla, einnig lagt fram erindi foreldraráðs Borgaskóla og foreldrafélags Borgaskóla, dags. 27. 03.2002 ásamt erindi skólastjóra Borgaskóla dags. 19.11.2001. Samþykkt að vísa málinu til umferðardeildar RUT.

Mál nr. 2002030037 4. Lagt fram erindi (tölvupóstur) Arnars Garðarssonar, dags. 05.03.2002, varðandi umferðarmál í Bryggjuhverfi. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, kynnti sérstöðu Bryggjuhverfisins og upplýsti að viðræður milli Sigurðar í Björgun og borgarlögmanns stæðu fyrir dyrum. Vísað til gatnamálastjóra.

5. Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó bs. kom á fundinn og kynnti helstu áhersluatriði og framtíðarskipan hjá Strætó bs.

Formaður samgöngunefndar Helgi Pétursson kom með eftirfarandi tillögu: Formanni samgöngunefndar og forstjóra Strætó bs. verði falið það verkefni að kanna frekari útfærslur á hraðahindrunum /og eða aðrar aðgerðir sem gætu komið í staðinn. Samþykkt.

6. Ólafur Stefánsson, verkfræðingur á Gatnamálastofu RUT, kynnti göngubrú yfir Miklubraut.

Mál nr. 2001040174 7. Lagt fram bréf Stefáns Finnssonar, dags. 07.03.2002 um 30 km. svæði.

8. Lögð fram skýrsla um Kringlumýrarbraut - Miklubraut, mislæg gatnamót. Kynning.

9. Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd. Samgöngunefnd samþykkir að skipa starfshóp til þess að vera nefndinni til ráðgjafar um átak í bílastæðamálum fatlaðra og hreyfihamlaðra, sbr. tillögu er samþykkt var á fundi nefndarinnar, 28. janúar sl. Starfshópurinn skal leitast við að samræma aðgerðir Bílastæðasjóðs og lögreglunnar vegna umrædds átaks og koma ábendingum frá samtökum fatlaðra og hreyfihamlaðra á framfæri við þessa aðila. Starfshópurinn verði skipaður 1-2 fulltrúum frá samgöngunefnd en auk þess fulltrúa frá Bílastæðasjóði, lögreglunni í Reykjavík, Sjálfsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og Öryrkjabandalaginu.

Meðal umfjöllunarefna hópsins má nefna eftirfarandi: 1. Framkvæmd átaks í því skyni að upplýsa almenning betur um gildandi reglur vegna bílastæða fatlaðra. 2. Söfnun upplýsinga og skrásetning bílastæða fatlaðra og hreyfihamlaðra í borginni í því skyni að auðvelda eftirlit og gera það markvissara. 3. Kanna hvar helst er kvartað undan því af fötluðum og hreyfihömluðum að brotið sé á rétti þeirra til bifreiðastæða. 4. Hvernig leitað verður eftir samstarfi við eigendur einkalóða um álagningu stöðvunarbrotagjalda þar sem slík stæði er að finna. 5. Upphæð sekta og fyrirkomulag álagningar vegna stöðvunarbrota í stæði fatlaðra. 6. Meta hvort ástæða er til að setja ítarlegri reglur um stæði fatlaðra og hreyfihamlaðra en nú gilda og skoða í því sambandi gildandi reglur í nágrannalöndunum. T.d. kemur til álita að auðkenna slík stæði með blárri yfirborðsmálningu eins og tíðkast í Kanada og setja staðal um lágmarkslengd og -breidd slíkra stæða eins og tíðkast í Svíþjóð. 7. Taka út ákveðin svæði með tilliti til umferðar fatlaðra og hreyfihamlaðra og meta hvort þörf sé á fleiri sérmerktum stæðum þar fyrir þessa hópa en nú eru fyrir hendi, t.d. í Miðbænum, við Laugaveg eða fyrir utan tilteknar þjónustustofnanir.

Formaður samgöngunefndar lagði til að fulltrúar frá samgöngunefnd verði Helgi Hjörvar og Kjartan Magnússon og lagði framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, Stefán Haraldsson, til að fulltrúi sjóðsins yrði Sigurður Þóroddsson, lögmaður. Formaður nefndarinnar gerir tillögu að öðrum nefndarmönnum.

Mál nr. 2002020108 10. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 07.03.2002 til Allsherjarnefndar Alþingis, varðandi frumvarp til umferðarlaga 140. mál, hægri beygja á móti rauðu ljósi, einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT, dags. 04.02.2002. Nefndin óskar eftir frekari umfjöllun um málið á næsta fundi.

11. Kynning á flutningi Hringbrautar. Stefán Finnsson, verkfræðingur, kynnti nýjustu útfærslumyndir.

12. Lagður fram málalisti samgöngunefndar.

Mál nr. 2002030038 13. Lagt fram bréf Ingibjargar Pálmadóttur, dags. 08.03.2002, varðandi bílastæði við Hverfisgötu 8 – 10. Vísað til umferðardeildar RUT og Bílastæðasjóðs.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:30.

Helgi Pétursson
Kristín Blöndal
Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson
Helgi Hjörvar