Umhverfis- og skipulagsráð - 3. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Framkvæmda- og eignaráð

Ár 2008, mánudaginn 10. mars, var haldinn 3. fundur framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2 og hófst kl. 08:35. Þessir sátu fundinn: Jórunn Frímannsdóttir, Kristján Guðmundsson, Óttarr Guðlaugsson, Kjartan Eggertsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Heimir Janusarson, og áheyrnarfulltrúinn Guðmundur Gíslason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Jón Halldór Jónasson, Kristín Einarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2008030049

1. Hafnarstjóri kynnti mörk hafnarsvæðis og borgarsvæðis og lagði fram minnisblað varðandi landsvæði borgar og hafnar dags. 7. mars 2008.

Sigrún Elsa Smáradóttir tók sæti á fundinum kl. 08:40.

Mál nr. 2007100095

2. Lagt fram bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 20. febrúar 2008, varðandi samþykkt Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á tillögu Framkvæmdaráðs frá 28. janúar s.l. um breytingu á umferð í Mjölnisholti.

Mál nr. 2008030021

3. Lagt fram yfirlit yfir innkaup Framkvæmdasviðs í janúar 2008 ódagsett.

Mál nr. 2008010120

4. Lagt fram að nýju bréf deildarstjóra eignaumsýsludeildar Framkvæmda- og eignasviðs dags. 4. febrúar 2008, varðandi kaup á félagsheimili Fram – Safamýri 28.

Samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki borgarráðs, aðalfundar Fram og breytingar á lóðarmörkum.

Mál nr. 2007110147

5. Lagt fram bréf deildarstjóra eignaumsýsludeildar Framkvæmda- og eignasviðs dags. 5. mars 2008, varðandi kaup á Kleifarseli 18, einnig lagt fram bréf framkvæmdarstjóra ÍTR dags 23. nóvember 2007 og 20. nóvember 2007, bréf skipulagsstjóra dags 14. janúar 2008, varðandi breytta notkun á Kleifarseli 18, fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá fundi ráðsins 4. febrúar 2008, rafpóstur Ívars Ó. Atlasonar dags. 13. desember 2007, ástandsskoðun hússins að Kleifarseli 18 dagsett í júní 2007, verðmat fasteignasölunnar Húsavík dags. 21. febrúar 2008 og verðmat fasteignasölunnar Eignamiðlunar dags 18. febrúar 2008 á eigninni.

Samþykkt samhljóða og vísað til borgarráðs.

Mál nr. 2006110103

6. Lagt fram bréf Kristínar Einarsdóttur dags. 6. mars 2008, varðandi sölu á stækkaðri lóð að Sturlugötu 8.

Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 2008010114

7 Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dags 11. febrúar 2008, varðandi landfyllingu við Ánanaust, ásamt bréfi Einars Arnarssonar frá 24. september 2007, bréf skipulagsstjóra varðandi framkvæmdaleyfi vegna fyllingar við Ánanaust dags. 4. febrúar 2008, bréf sviðsstjóra eignasjóðs og yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs varðandi landfyllingu við Ánanaust dags. 15. febrúar 2008.

Mál nr. 2008030045

8. Sviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs kynnti mörk skipulags á Hlíðarenda og niðurstöðu nýafstaðinnar samkeppni um Vatnsmýrarskipulag.

Samþykkt að vísa málinu til meðferðar sviðsstjóra Framkvæmda- og eignasviðs og honum falið að kynna málið í skipulagsráði.

Mál nr. 2006060125

9. Sviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs kynnti stöðu mála vegna landakaupa af ríkinu.

10. Upplýsingafulltrúi Framkvæmda- og eignasviðs kynnti ábendingarvefinn 1, 2 og Reykjavík.

Mál nr. 2007090072

11. Að tillögu formanns var samþykkt samhljóða að Kristján Guðmundsson taki sæti Þorleifs Gunnlaugssonar í ferlinefnd fatlaðra.

Mál nr. 2008030047

12. Framkvæmda- og eignaráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks leggja til að gerð verði úttekt á kostnaðaráætlunum við ýmsar tegundir framkvæmda á vegum borgarinnar. Tillögunni fylgir greinargerð.

Frestað.

Fundi slitið kl. 10:25.

Jórunn Frímannsdóttir

Kjartan Eggertsson Kristján Guðmundsson

Óttarr Guðlaugsson Sigrún Elsa Smáradóttir

Stefán J. Stefánsson. Heimir Janusarson

Guðmundur Gíslason