Umhverfis- og skipulagsráð - 29. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2002, mánudaginn 25. febrúar kl. 10:00 var haldinn 29. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu: Helgi Pétursson, Helgi Hjörvar, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson og Kristín Blöndal.

Auk þeirra komu á fundinn: Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Stefán Hermannsson og Stefán Haraldsson.

Fundarritari var Þórhildur L. Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2001110076 1. Lagt fram að nýju erindi Margrétar Leifsdóttur dags. 24.09.2001, varðandi beiðni um biðskyldu á gatnamótum Fornhaga og Hjarðarhaga, ásamt umsögn Stefáns A. Finnssonar, frá verkfræðistofu UTR dags. 08.11.2001. ásamt bréfi lögreglustjórans í Reykjavík dags. 22.11.2001. Samþykkt.

Mál nr. 2001040027 2. Lagt fram að nýju erindi íbúa við Skúlagötu 40, 40A og 40B, dags., 20.11.2001 sem og umsögn Baldvins Baldvinssonar, frá verkfræðistofu UTR dags. 19.02.2002 Samþykkt.

Mál nr. 2002020064 3. Lagt fram að nýju erindi íbúa við Frostafold dags 05.11.2001 með beiðni um hraðahindrun við Frostafold 22-28, dags., 04.02.2002, sem og umsögn Stefáns A. Finnssonar, frá verkfræðistofu UTR dags., 06.02.2002. Samþykkt.

Mál nr. 2002020109 4. Lagt fram erindi dags. 04.02.2002 um aðgerðir til að stuðla að uppbyggingu í miðborginni. Kynnt.

Mál nr. 2002020022 5. Lagt fram erindi Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla, dags., 16.01.2002. Erindinu vísað til umsagnar borgarverkfræðings.

Helgi Pétursson kom á fundinn kl. 10:25

Mál nr. 2001060029 6. Lagt fram bréf borgarstjóra dags., 19.02.2002., f.h. borgarráðs um tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um forgangsröðun framkvæmda vegna vegakerfis höfuðborgarsvæðisins, dags. í febrúar 2002. Ólafur Bjarnason, verkfræðingur á Verkfræðistofu UTR, kynnti tillöguna.

Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd óskuðu bókað: Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að sjónarmið umferðaröryggis verði í auknum mæli látin ráða þegar framkvæmdum í vegagerð er forgangsraðað. Nauðsynlegt er að breyta skipulagi þar sem þess gerist þörf og hraða gerð mislægra gatnamóta eins og kostur er á gatnamótum í borginni þar sem flest slys verða, t.d. á Miklubraut, gatnamót Kringlumýrarbrautar, Háaleitisbraut og Grensásvegar. Mislæg gatnamót á þessum stöðum myndu án efa auka umferðaröryggi, fækka slysum og minnka gegnumakstur um nærliggjandi íbúahverfi. Mislæg gatnamót á Miklubraut myndu einnig styrkja brautina og auka afkastagetu hennar sem ekki veitir af skv. umferðarspám. Við minnum á tillögu okkar um að reiknaður verði út heildarkostnaður vegna umferðarslysa við einstök gatnamót í borginni og óskum eindregið eftir því að niðurstöður þeirra útreikninga verði notaður við forgangsröðun vegafjár fyrir vegaáætlun 2002 - 2006 og langtímaáætlun til ársins 2014.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Mál nr. 2002020072 7. Lagt fram bréf Sigríðar Kristjánsdóttur, Blásölum 24, Kópavogi, varðandi aðkomu að strætóskýlum, göngustígum o.fl. , dags. 14.02.2002. Kjartan Magnússon lagði fram svofellda tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd: Við skipulag nýrra hverfa á landamörkum Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga hefur sums staðar farist fyrir að tengja hverfin saman með tilliti til gangandi umferðar. T.d. vantar góðar göngutengingar milli Seljahverfis og hins nýja Salahverfis í Kópavogi. Töluverður samgangur er milli hverfanna enda liggja þau saman og bent skal á að margir íbúar Salahverfis kjósa að nýta sér þjónustu strætisvagnaleiðar 111 sem stansar í Skógarseli og fyrir þá kæmi slíkur göngustígur í góðar þarfir. Samgöngunefnd Reykjavíkur beinir því til hlutaðeigandi aðila að leggja göngustíg frá biðstöð SVR í Skógarseli yfir í Salahverfi í Kópavogi. Jafnframt verði það skoðað í heild sinni hvort víðar er æskilegt að tengja saman gönguleiðir milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna.

8. Kjartan Magnússon lagði fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd: Fulltrúar sjálfstæðismanna ítreka hér með þá ósk sína að ruslakörfur verði hið fyrsta settar upp við skiptistöð strætisvagna á Lækjartorgi (utan húss) en þar er sá ósiður all mjög tíðkaður að henda vindlingastubbum og jórturgúmmíi á götuna.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:15.

Helgi Pétursson Kristín Blöndal Kjartan Magnússon Kristján Guðmundsson Helgi Hjörvar