Umhverfis- og skipulagsráð - 28. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2004, fimmtudaginn 9. september, var haldinn 28. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 08.20. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður, Stefán Jón Hafstein og Kristján Guðmundsson. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur, Hreinn Ólafsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram greinargerð vegna byggingarkostnaðar við Klébergsskóla.

2. Lagt fram kynningarblað vegna viðbyggingar við Furugerði 1. Samþykkt.

3. Lagðar fram til kynningar tilnefningar í nefnd um aðgengismál fatlaðra frá; Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, Landssamtökunum Þroskahjálp, Blindrafélaginu, Sjálfsbjörgu og Öryrkjabandalagi Íslands.

4. Lagðar fram til kynningar og umræðu breytingatillögur vegna framkvæmda við húnæði Sigluness, siglingaklúbbs ÍTR, í Nauthólsvík.

- Kl. 08.50 vék Björn Ingi Sveinsson af fundi

5. Lagður fram samningur borgarsjóðs við Íþróttabandalag Reykjavíkur um rekstur Skautahallarinnar, vegna erindis ÍTR er varðaði framkvæmdir við Skautahöllina og var lagt fram á 27. fundi stjórnar Fasteignastofu þann 24. ágúst. Hafnað.

6. Gjaldskrá Fasteignastofu lögð fram til samþykktar. Frestað.

- Kl. 09.00 vék Hreinn Ólafsson af fundi

7. Kaup og sala eigna, Langagerði 122. Samþykkt að eignin verði flutt af lóðinni og kannaðir möguleikar á að koma henni í notkun annars staðar.

Fundi slitið kl. 09.20

Björk Vilhelmsdóttir

Stefán Jón Hafstein Kristján Guðmundsson