Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2001, mánudaginn 10. desember kl. 10:00 var haldinn 24. fundur samgöngunefndar í Borgartúni 3. Fundinn sátu: Helgi Pétursson, Helgi Hjörvar, Kristín Blöndal, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson. Ennfremur komu á fundinn: Stefán Finnsson, Stefán Haraldsson, Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ásgeir Eiríksson og Björg Helgadóttir.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram beiðni foreldrafélags Ölduselsskóla, dags. 23. 10. 2001 um brú yfir Skógarsel. Frestað. Umferðardeild borgarverkfræðings falið að svara.
2. Lögð fram beiðni íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 31.10.2001 um hljóðmön v/norðanverða Rimaflöt. Lagt til að komið verði fyrir gróðri á viðkomandi stað. Vísað til garðyrkjustjóra borgarverkfræðings til athugunar og umsagnar.
3. Lagt fram minnisblað Baldvins Baldvinssonar, verkfræðings hjá umferðardeild, dags. 6. 12.2001, um forgang almenningsvagna – athuganir umferðardeildar 2000-2001.
4. Björg Helgadóttir frá umferðardeild borgarverkfræðings kynnti niðurstöður sniðtalninga umferðardeildar haustið 2001, dags. 13.11.2001.
5. Lagt fram erindi (tölvupóstur) íbúa v/Viðarás 1-7, dags. 23.11.2001 um hraðahindrun og auka lýsingu við Viðarás. Vísað til umsagnar umferðardeildar borgarverkfræðings.
6. Lögð fram beiðni framkvæmdastjóra Vélhjóla og sleða, Þorsteins Marel, Stórhöfða 16, dags. 14.11.2001 um breytingu á bifreiðastæðum við Funahöfða. Vísað til umsagnar umferðardeildar borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs.
7. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra strætó bs. dags. 22.11.2001 um fyrirhugaða opnun Hafnarstrætis. Formaður samgöngunefndar Helgi Pétursson, óskaði bókað:
Samgöngunefnd Reykjavíkur gerir verulegar athugasemdir við vinnubrögð skipulags- og byggingarnefndar hvað varðar tillögu um opnun Hafnarstrætis fyrir almennri bílaumferð. Eðlilegast hefði verið að vísa tillögu af þessu tagi til samgöngunefndar áður en hún kom til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd og er þess krafist að sá háttur verði hafður á í framtíðinni. Að öðru leyti sér nefndin ekki ástæðu til þess að fjalla um orðinn hlut, skv. ákvörðun borgarráðs, en leyfir sér að spyrja hverjum sé ætlað að meta árangur af umræddri tilraun, hvaða forsendur eigi að leggja þar til grundvallar og hvenær það mat eigi að fara fram.
Samþykkt einróma.
8. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri strætó bs. kynnti tillögu um leiðakerfisbreytingar hjá fyrirtækinu.
9. Helgi Pétursson, formaður samgöngunefndar kynnti tillögu borgarstjóra, dags. 3.12.2001 um tillögu til breytinga á tilhögun ferða og kynningarmála. Frestað. Aukafundur verður haldinn n.k. föstudag kl. 15:30.
10. Lagt fram bréf Kristjáns Sveinssonar f.h. Torgfélags Melbæjar, dags. 23.11.2001, varðandi ósk um aðgerðir í bílastæðamálum Melbæjar og Skógarbæjar. Vísað til bílastæðasjóðs Reykjavíkur til umsagnar.
11. Lagt fram erindi Guðrúnar Sigmundsdóttur, dags. 28.11.2001, f.h. íbúa í Árbæjarhverfi með ósk um úrbætur vegna mikillar umferðar og umferðarhraða um Hraunás og Fylkisveg. Vísað til umsagnar umferðardeildar borgarverkfræðings.
12. Lagt fram erindi Ólafs Bjarnasonar, verkfræðings, dags. 5.12.2001 um tillögu Vegagerðarinnar um breytingar á hámarkshraða á þjóðvegum á höfuðborgarsvæðinu. Frestað. Vísað til umsagnar embættis Lögreglustjórans í Reykjavík.
13. Lögð fram tillaga Stefáns Finnssonar, verkfræðings á umferðardeild borgarverkfræðings dags. 6.12.2001 um breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu milli Bergstaðastrætis, Laugavegar og Skólavörðustígs. Einnig að felld verði niður gjaldtökusvæði á norðurkanti Skólavörðustígs milli Bergstaðastrætis og Bankastrætis. Samþykkt einróma.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 12:15.
Helgi Pétursson
Kristín Blöndal
Helgi Hjörvar
Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson