Umhverfis- og skipulagsráð - 20. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2001, mánudaginn 8. október kl. 10:00 var haldinn 20. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2. Þessir sátu fundinn: Helgi Pétursson, Kjartan Magnússon, Helgi Hjörvar og Kristján Guðmundsson. Auk þeirra sátu fundinn Þorgrímur Guðmundsson, Stefán A. Finnsson, Ólafur Stefánsson, Baldvin Baldvinsson og Ásgeir Eiríksson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist

1. Lögð fram leiðrétting á fundargerð samgöngunefndar dags. 24.09.2001.

2. Lögð fram tillaga frá Stefáni A. Finnssyni, dags. 03.10.01, um að setja upp umferðarljós á gatnamótum Háaleitisbrautar og Smáagerði. Samþykkt.

3. Lögð fram beiðni frá Óskari Rafnssyni, dags. 28.09.01, um að sett verði upp gangbraut móts við biðskýli Strætó nærri verslunarmiðstöðinni Stigahlíð 45-47. Synjað. Umferðardeild falið að svara.

4. Lagt fram bréf Ólafar Stefánsdóttur fh. íbúa á Ásvallagötu, dags. 18.09.01, um að breyta Ásvallagötu, milli Hofsvallagötu og Blómvallagötu í einstefnuakstursgötu. Synjað. Umferðardeild falið að svara.

5. Lagt fram bréf frá Margréti Leifsdóttur, dags.24.09.01, varðandi beiðni íbúa um að setja upp stöðvunarskyldu við Fornhaga. Vísað til umferðardeildar.

6. Lagt fram bréf frá Stefáni Haraldssyni, dags. 26.09.01, um tillögu að ferli mála skv. 81. gr. umferðarlaga. Formaður greindi frá samtali við fulltrúa lögreglustjóra og ætlar hann að tilnefna mann til setu í nefndinni.

7. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskaði bókað, að málsmeðferð yrði hraðað sem kostur væri vegna breytingartillögu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins við gjaldskrá fyrir gjald vegna stöðvunarbrota í Reykjavík.

Fundi slitið kl. 10:40.

Helgi Pétursson
Kristján Guðmundsson Helgi Hjörvar
Kjartan Magnússon