Umhverfis- og skipulagsráð - 176. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulags- og byggingarnefnd

Ár 2004, miðvikudaginn 6. október kl. 09:00, var haldinn 176. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Halldór Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ívar Pálsson, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Sóltún, Ármannsreitur (01.23) Mál nr. SN020098
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004.
Frestað til næsta fundar.

2. Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, forsögn að reit 1.115.3 (01.115.3) Mál nr. SN040434
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi að reit 1.115.3 (Ellingsenreit). Þessir sendu inn athugasemdir: Reykjaprent ehf, dags. 04.09.04 og 13.09.04, Guðjón Bjarnason f.h. Dvergsmíð ehf, Hugsmíð teiknistofu, dags. 06.09.04, Magnús Ingi Erlingsson framkv.stj. Nýju Jórvíkur, dags. 06.09.04 og Gláma-Kím, dags. 6.09.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir dags. 6. október 2004.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

3. Reitur 1.152.5, breyting á deiliskipulagi (01.152.5) Mál nr. SN040466
Lögð fram tillaga Hornsteina dags. 21.09.04, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 í Skuggahverfi vegna lóðarmarka Lindargötu 40, 42, 42b, 44a og b, 46 og Vatnsstíg 12.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

4. Vesturgata 3, Framhús, breyting á deiliskipulagi (01.113.6102) Mál nr. SN040104
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 3 við Vesturgötu. Einnig lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 24.02.04. Málið var í kynningu frá 2. til 30. mars 2004. Engar athugasemdir bárust. Lagt fram bréf Lagastoðar ehf, dags. 13.09.04.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

5. Álftamýri 1-5, og 7-9, breyting á deiliskipulagi (01.280.1) Mál nr. SN040396
Lagt fram bréf Tryggva Tryggvasonar arkitekts, dags. 20. júlí 2004, ásamt tillögu, dags. 09.09.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 1-9 við Álftamýri. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31.08.04 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 23.09.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

6. Ólafsgeisli 85-93, göngustígar (04.126.2) Mál nr. SN040502
Lagt fram bréf íbúa í Ólafsgeisla 85-93, dags. 15.09.04, varðandi lagningu göngustíga, sem liggja bak við húsin ásamt undirskriftarlista 12 íbúa við Ólafsgeisla, dags. 15.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4.10.04.
Tillaga sem fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt með fimm atkvæðum.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Guðmundsson sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Við fögnum því að breidd stígsins verði minnkuð um einn metra en teljum að lengra hefði átt að ganga til að koma til móts við sanngjarnar athugasemdir íbúanna.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Mikilvægt er að tryggja góða göngulengd um svæðið og alltaf hefur verið gert ráð fyrir þessum stíg í deiliskipulagi.Fulltrúar Reykjavíkurlista telja að mjög óskynsamlegt sé að fella stíginn niður eins og íbúar nærliggjandi húsa fara fram á m.t.t. hagsmuna allra annarra hverfisbúa.

7. Kjalarnes, Esjuberg, vistvænt þorp Mál nr. SN040431
Lagt fram bréf Kristínar Þorleifsdóttur landslagsarkitekts, dags. 13. júlí 2004, varðandi kynningu grunnhugmyndar að vistvænu þorpi að Esjubergi II, Kjalarnesi.
Kynnt.

Óskar Dýrmundur Ólafsson óskaði eftir að bókuð yrði eftirfarandi skrifleg ábending:
Mikilvægt er að Reykjavíkurborg standi myndarlega að vistvænu þorpi að Esjubergi á Kjalarnesi. Ljúka verður sem fyrst við hjóla- og göngustígakerfi og tengingu við grænt stígakerfi borgarinnar um Esjumela. Skoðuð verði 3 stigs hreinsun á skolpi og sérstaklega verði unnið með lífrænan úrgang úr sorpi að öðru leyti. Gerð verði betri grein fyrir félagslega og lýðræðislega þættinum í grunnhugmyndinni og hvernig skipulagið styður slíkt með t.d. sameiginlegri félags- og menningarmiðstöð (þjónustumiðstöð).

8. Gufunes, útivistarsvæði (02.0) Mál nr. SN030407
Að lokinni auglýsingu er lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.10.03 og tillaga Landark, dags. 19.01.04, að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Gufunesi. Einnig lagðir fram punktar og athugasemdir starfsmanna ÍTR, dags. 30.01.04. Lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 24.06.04 ásamt umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 21.06.04. Auglýsingin stóð yfir frá 7. júlí til 18. ágúst 2004. Athugasemdir bárust frá Guðmundi Ágústssyni hdl. f.h. Ökukennarafélags Íslands, dags. 13.08.04 og Atla Árnasyni forstöðumanns frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbær, dags. 28.09.04. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og tæknisviðs um athugasemdir, dags. 2. september 2004.
Frestað.

Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9. Laugavegur 29, Hverfisgata 46 (01.172.0) Mál nr. SN040437
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu eru lögð fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 18. ágúst og 1. september 2004, varðandi umsókn frá Snóker ehf og Hanastéli ehf, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu í veitingastað á 1. hæð hússins nr. 46 við Hverfisgötu á lóð nr. 29 við Laugveg, samkv. uppdr. 101 Arkitekta, dags. 27.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25.08.04 og bréf Hanastéls ehf, dags. 31.08.04. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN030249
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 318 frá 5. október 2004, án liðar nr. 3.

11. Skúlatúnsreitur eystri, skrifstofubygging (01.220.105) Mál nr. BN029205
Höfðaborg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm hæða steinsteypta skrifstofubyggingu meðfram Borgartúni ásamt bílakjallara á tveimur hæðum sem fyrsta áfanga í uppbyggingu Skúlatúnsreits eystri.
Brunahönnun verkfræðistofu Snorra Ingimundarsonar dags. 5. apríl 2004, endurskoðuð 24. ágúst 2004 fylgir erindinu.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

(D) Ýmis mál

12. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 24. september og 1. október 2004.

13. Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, breyting á deiliskipulagi (01.220.1) Mál nr. SN040250
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um bókun borgarráðs 23.09.04 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 22.09.04 varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á reitum 1.220.1 og 1.220.2, Vélamiðstöðvarreit (Skúlatúnsreit eystri). Borgarráð samþykkti erindið.

14. Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, kæra (01.250.1) Mál nr. SN030379
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28.09.04, varðandi kæru Skipholts ehf., dags. 11.12.02, á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 24.04.02 um breytingu deiliskipulags við Skipholt. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um hækkað nýtingarhlutfall á lóð hans að Skipholti 25 í Reykjavík er vísað frá úrskurðarnefndinni. Kröfu kæranda um ógildingu deiliskipulags fyrir svonefndan Skipholtsreit, sem samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur hinn 12. nóvember 2002, er hafnað.

15. Áætlun um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, Mál nr. SN040522
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. október 2004, um áætlun um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík 2004-2006 þéttingarsvæði / ný svæði sbr. meðfylgjandi töflur.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:55.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Anna Kristinsdóttir Óskar Dýrmundur Ólafsson
Þorlákur Traustason Guðlaugur Þór Þórðarson
Kristján Guðmundsson Halldór Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003

Árið 2004, þriðjudaginn 5. október kl. 09:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 318. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Þórður Búason, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Akrasel 16, breyting inni og úti (04.943.105) Mál nr. BN029879
Kristinn Eiríksson, Akrasel 16, 109 Reykjavík
Guðný Arna Sveinsdóttir, Akrasel 16, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að klæða þak og þakkant með bárujárni, skipta um glugga, hurðir og gler, setja upp reykrör og arinnofn, klæða alla veggi og loft með gifsi, skipta um gólfefni og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 16 við Akrasel.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Arahólar 2-6, nr. 2-4 lokun svala (04.642.602) Mál nr. BN030052
Arahólar 2,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Arahólar 4,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja upp svalalokun á öllum svölum á öllum hæðum fjölbýlishússins nr. 2-4 á lóð nr. 2-6 við Arahóla.
Samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 22. ágúst 2004 og úttekt á brunavörnum dags. 23. september 2004 fylgja erindinu.
Stærð: Svalaskýli 1.-7. hæð húss nr. 2 (matshl. 01) samtals 222,5 ferm., 592,8 rúmm. og húss nr. 4 (matshl. 02) samtals 222,5 ferm., 592,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 64.022
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Álfabakki 7, skilti austan lóðar (04.602.801) Mál nr. BN030219
Olíuverslun Íslands hf, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa stakstætt 6,9 m hátt skilti um 20 metrum austan lóðarmarka bensínstöðvarinnar á lóðinni nr. 7 við Álfabakka. Jafnframt verði skilti rétt utan vesturlóðarmarka tekið niður.
Gjald kr. 5.400
Synjað.
Nýtt skilti skal vera innan lóðar.

4. Bleikjukvísl 10, breytingar á lóð (04.233.705) Mál nr. BN027156
Eugenia Lovísa Hallgrímsdóttir, Grundartangi 5, 270 Mosfellsbær
Að fengnu samþykki skipulags- og byggingarnefndar fyrir stækkun á lóð er sótt um leyfi til þess að breyta aðkomu að leikskóla og færa geymsluskúr á lóð nr. 10 við Bleikjukvísl.
Bréf umsækjanda dags. 3. mars 2003 og mæliblað með stækkaðri lóð og innfærðum kvöðum um gröft og lagnir OR dags. 23. febrúar 2004 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Drápuhlíð 19, áður gerðar íbúðir (01.702.222) Mál nr. BN030209
Hermann Jónsson, Drápuhlíð 19, 105 Reykjavík
Bjarni Garðar Guðlaugsson, Grandavegur 47, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerða íbúð í kjallara og áður gerða íbúð á rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 19 við Drápuhlíð.
Virðingargjörð dags. 16. maí 1951 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 22. september 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Dverghamrar 3, verkfæraskúr, stoðveggur (02.299.202) Mál nr. BN029648
Guðjón Reynir Jóhannesson, Dverghamrar 3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja verkfæraskúr á lóðarmörkum norðan húss og framlengja stoðvegg á sömu lóðarmörkum, jafnframt er sótt um samþykki fyrir áður gerðum stoðvegg á suðurlóðarmörkum lóðarinnar nr. 3 við Dverghamra.
Á uppdráttum er gerð grein fyrir heitum potti í suðvesturhorni lóðar.
Bréf umsækjanda dags. 14. júní 2004 fylgir erindinu. Samþykki nágranna Dverghömrum 1, dags. 11. júní 2004 og Dverghömrum 5, dags. 6. júlí 2004 fylgir erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2004 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Stærð: Verkfæraskúr, matshl. 02; 12,6 ferm. og 30,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.668,6
Frestað.
Lagfæra skráningu og samræma texta.

7. Einarsnes 36, skyggni, svalir o.fl. (01.672.001) Mál nr. BN030139
Verslunin Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík
Hjördís Andrésdóttir, Einarsnes 36, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi kjallara, 1. og 2. hæðar ásamt leyfi til þess að byggja skyggni yfir götuhlið verslunar á 1. hæð og svalir fyrir íbúð 2. hæðar á bakhlið matshluta 01 á lóð nr. 36 við Einarsnes.
Samþykki meðlóðarhafa og nágranna dags. 10. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Lagfæra skráningu.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Einholt 2, íb. í atvinnuhúsnæði (01.244.101) Mál nr. BN030244
Byggingafélagið Geysir ehf, Kjóastöðum 2, 801 Selfoss
Sigurður Örn Sigurðsson, Kjóastaðir 2, 801 Selfoss
Sótt er um leyfi til þess að breyta í íbúð atvinnuhúsnæði (rými 0203) á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 2 við Einholt.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fiskakvísl 9-11, endurn. byggingarleyfis (04.236.201) Mál nr. BN029746
Hallfríður Ingimundardóttir, Fiskakvísl 11, 110 Reykjavík
Ingimundur Gíslason, Fiskakvísl 11, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á umsókn sem samþykkt var 11. nóv. 1993 þar sem sótt var um leyfi til að setja glugga á suðurhlið kjallara húsanna nr. 9 og 11 á lóðinni nr. 9-11 við Fiskakvísl. Gluggarnir hafa þegar verið settir á sex af átta íbúðum.
Erindinu fylgir samþykki sjö íbúðareigenda af átta. Málinu fylgir tölvubréf Hjördísar H. Ingvarsdóttur dags. 21. ágúst 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin er gerð með vísan til þess að aðrir húseigendur á lóðinni nr. 9-11 við Fiskakvísl hafa áður framkvæmt samskonar breytingar sbr. byggingarleyfi frá 11. nóvember 1993.

10. Fjölnisvegur 1, br. inni á 2. h (01.196.215) Mál nr. BN030179
Sigríður Maack, Fjölnisvegur 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi 2. hæðar og samþykki fyrir að skorsteinn sé notaður fyrir nýjar lagnir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Fjölnisveg.
Samþykki meðeigenda dags. 4. september 2004 og undirskrift burðarvirkishönnuðar (á teikningu) fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

11. Flugvallarv. Keiluh., viðbygging (01.751.201) Mál nr. BN029809
Aðhald ehf, Aftanhæð 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu við suðurhlið Keiluhallarinnar fyrir veitingastað á neðri hæð og leiktæki á palli á lóð Keiluhallarinnar við Flugvallaveg.
Brunahönnun VSI dags. 15. september 2004, umsögn Brunamálastofnunar vegna Lett-Tak þakeininga dags. 18. mars 2004 og Rb-vottorð 00-14 dags. 3. mars 2000 fylgja erindinu.
Stærð: Viðbygging neðri hæð 312,9 ferm., pallur 210,2 ferm., samtals 523,1 ferm., 2288,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 123.590
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Fossaleynir 16, milligólf, útlit o.fl. (02.467.401) Mál nr. BN030014
Akkorð ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Sæmundur Pálsson, Austurberg 30, 111 Reykjavík
Grand-lagnir ehf, Smárarima 88, 112 Reykjavík
Sverrir Pétur Pétursson, Nökkvavogur 33, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja milligólf í einingar 0103-0110 í húsinu nr. 16 við Fossaleyni og breyta innra fyrirkomulagi í öðrum notaeiningum. Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta hurða- og gluggasetningu.
Stækkun: (483.2 ferm.)
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

13. Frostafold 37-67, klæðning gafla (02.854.701) Mál nr. BN030215
Frostafold 37-67,húsfélag, Forstafold 51, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða gafla sambyggðu fjölbýlishúsanna nr. 37-51 og 53-67 á lóðinni nr. 37-67 með sléttum álplötum í svipuðum lit og húsin eru.
Erindinu fylgir skoðunarskýrsla TV Tækniþjónustu Verktaka dags. 27. sept. 2004 ásamt mynd.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Gera grein fyrir hvort klæða skal utan á núverandi múr.
Sjá athugasemdir á umsóknarblaði.

14. Grandavegur 37B, br. kjallari (01.521.205) Mál nr. BN030235
Jón Þór Geirsson, Grandavegur 37b, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir gluggum á norðvestur- og norðausturhlið kjallara hússins á lóðinni nr. 37B við Grandaveg.
Ath. engin lóð nr. 37B skv. skráningu FMR.
Tölvubréf vegna lóðarsamnings dags. 30. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Grettisgata 62, hækkun, viðbygging (01.190.116) Mál nr. BN030071
Eiríkur Óskarsson, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð og stækka til austurs húsið nr. 62 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2003 (v. fyrirspurnar) og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2003 (v. fyrirspurnar) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 109,3 ferm. og 413,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 22.334
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Grundargerði 29, viðbygging o.fl. (01.813.112) Mál nr. BN030220
Guðmundur Benedikt Friðriksson, Grundargerði 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu að vesturhlið húss og hækka þak bílskúrs á lóðinni nr. 29 við Grundargerði.
Stærð: Stækkun 23,4 ferm. og 63,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 3.413
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Gvendargeisli 128-136, breytingar (05.135.603) Mál nr. BN030224
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Kjarni Byggingafélag ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta útliti bílskúrshurða, setja þakkant og breyta frágangi þaks á bílskúrum (matshl. 06) á raðhúsalóð nr. 128-136 við Gvendargeisla.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

18. Gvendargeisli 138-146, breytingar (05.135.804) Mál nr. BN030225
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Kjarni Byggingafélag ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta útliti bílskúrshurða, setja þakkant og breyta frágangi þaks á bílskúrum (matshl. 06) á raðhúsalóð nr. 138-146 við Gvendargeisla.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

19. Gvendargeisli 148-156, breytingar (05.135.805) Mál nr. BN030226
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Kjarni Byggingafélag ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta útliti bílskúrshurða, setja þakkant og breyta frágangi þaks á bílskúrum (matshl. 06) á raðhúsalóð nr. 148-156 við Gvendargeisla.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

20. Gvendargeisli 158-166, breytingar (05.135.904) Mál nr. BN030228
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Kjarni Byggingafélag ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta útliti bílskúrshurða, setja þakkant og breyta frágangi þaks á bílskúrum (matshl. 06) á raðhúsalóð nr. 158-166 við Gvendargeisla.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

21. Háaleitisbraut 1, endurnýjun á anddyri o.fl. (01.252.101) Mál nr. BN030196
Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka anddyri við aðalingang hússins nr. 1 við Háaleitisbraut.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hólmaslóð 10, brunavarnarmerkingar (01.110.502) Mál nr. BN030243
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir dyraopi milli lagers og mötuneytis 1. hæðar, fyrir fjölgun flóttaljósa, breyttri brunakröfu á hurð að stigahúsi og inntaksrými ásamt niðurfellingu á brunaslöngu í mötuneyti á 1. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 10 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Hringbraut 119, svalaskýli 0601 (01.520.301) Mál nr. BN029964
Hreinn Halldórsson, Hringbraut 119, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera svalaskýli á norðursvalir íbúðar nr. 0601 í húsinu nr. 119 við Hringbraut.
Erindinu fylgir bréf formanns húsfélagsins dags. í júní 2004.
Stækkun: 6,9 ferm. og 16,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 896
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

24. Hvassaleiti 34, br á ósamþ. íb. 0102 (01.724.306) Mál nr. BN030000
Hafliði Guðjónsson, Krosshamrar 13, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta afmörkun ósamþykktrar íbúðar 0102 og íbúðar 0101 í húsinu nr. 34 við Hvassaleiti.
Gjald. kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

25. Hvassaleiti 64, byggja svalir (01.741.403) Mál nr. BN030238
Hjálmar Kristmannsson, Hvassaleiti 64, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir að suðvesturhlið fyrstu hæðar hússins nr. 64 (og 66) við Hvassaleiti.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum gluggum á suðausturhlið hússins nr. 66.
Útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa frá 4. júní 2004 (v.fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Grenndarkynningu ólokið.

26. Hvassaleiti 66, svalir á suðvestur hlið o.fl. (01.741.404) Mál nr. BN030123
Hjálmar Kristmannsson, Hvassaleiti 64, 103 Reykjavík
Magnea Sólveig Bjartmarz, Hvassaleiti 66, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir að suðvesturhlið fyrstu hæðar hússins nr. 66 (og 64) við Hvassaleiti.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum gluggum á suðausturhlið hússins nr. 66.
Útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa frá 4. júní 2004 (v.fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Grenndarkynningu ólokið.

27. Hverfisgata 44, br. í íbúðarhúsnæði (01.172.003) Mál nr. BN030216
Gunnar Kristján Finnbogason, Kársnesbraut 35, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta samkomuhúsnæði á aftari hluta lóðarinnar nr. 44 við Hverfisgötu (matshl. 02) í íbúð. M.a. verði gluggar endurnýjaðir og komið fyrir þremur þakgluggum.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna skipulagsþáttar. Skoða skilyrði við fyrri samþykktir.

28. Hæðarsel 10, stækka geymslu (04.927.205) Mál nr. BN029993
Arnar Guðnason, Kambasel 20, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka yfirbyggðum gangi milli bílskúrs og íbúðarhúss á lóðinni nr. 10 við Hæðarsel og sameina hann geymslu hússins.
Stækkun: 5,6 ferm. og 15,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 815
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

29. Jónsgeisli 65, breyting á glugga í hurð (04.113.409) Mál nr. BN030245
Björn Jakob Magnússon, Breiðavík 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta glugga í dyraop á suðurhlið (bakhlið) hússins nr. 65 við Jónsgeisla.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

30. Kárastígur 11, leiðrétting fyrri reyndarteikn. (01.182.302) Mál nr. BN029265
Valdimar Guðnason, Espigerði 2, 108 Reykjavík
Helga Sveinsdóttir, Espigerði 2, 108 Reykjavík
Anna Karen Sverrisdóttir, Kárastígur 11, 101 Reykjavík
Vilhelm Anton Jónsson, Kárastígur 11, 101 Reykjavík
Þórdís Jónsdóttir, Kárastígur 11, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsi og geymsluskúr (mhl 02) á lóðinni nr. 11 við Kárastíg.
Gerð er grein fyrir eignarhaldi og breyttu innra fyrirkomulagi í húsi og geymsluskúr. Uppdrættir eru gerðir vegna ábendinga um að fyrri uppdrættir, samþykktir 12. nóv. 2002, hafi verið rangir.
Erindinu fylgir kaupsamningur dags. 28. maí 1928 vegna kvaðar á lóðinni nr. 9 við Kárastíg.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

31. Kringlan 4-12, rými S-318 (01.721.001) Mál nr. BN030112
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi einingar S-318 fyrir matsöluna Rikki Can á Stjörnutorgi á 3. hæð Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Samantekt vegna brunamála dags. 22. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Langagerði 48, Viðbyggingar (01.832.105) Mál nr. BN030221
Magdalena Redlicka, Langagerði 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suður- og austurhlið 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 48 við Langagerði.
Samþykki meðeiganda dags. 20. ágúst 2004 (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 1. hæðar samtals 35,8 ferm., 111,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 6.021
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. A001 dags. 27. september 2004.

33. Langagerði 98, reyndarteikningar (01.833.008) Mál nr. BN030192
Guðmundur Einarsson, Langagerði 98, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir að fjarlægja skorstein, fyrir leiðréttri staðsetningu kvista og leiðréttri skráningu einbýlishússins á lóð nr. 98 við Langagerði.
Stærð: Stærð íbúðarhúss er samtals 243,2 ferm. eins og áður, en var 559,7 rúmm. verður 566,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 378
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Langholtsvegur 115, samræmingarteikningar (01.414.003) Mál nr. BN029350
Langholtsvegur 115,húsfélag, Langholtsvegi 115, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í húsinu nr. 115 við Langholtsveg vegna samræmingar.
Bréf f.h. húsfélags Langholtsvegar 115 dags. 18. maí 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Fá nýja skoðun húsfélagsins á málinu.

35. Laufásvegur 77, endurnýjun á byggingarleyfi (01.197.109) Mál nr. BN030199
Einar Örn Jónsson, Laufásvegur 77, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 25160 sem samþykkt var 8. október 2002 þar sem sótt var um #GLleyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum, taka í notkun rishæð, klæða þak með zinkklæðningu og byggja svalir á suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 77 við Laufásveg.#GL
Málið var í kynningu frá 26. júní til 25. júlí 2002. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki f.h. nágranna Bergstaðastræti 84 dags. 22. september 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Rými sem tekið er í notkun 45,5 ferm. og 81,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.423
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

36. Laugarnesvegur112-114, atvinnuhúsnæði í 2 íbúðir (01.341.002) Mál nr. BN029938
Guðmundur Pálmason, Smáratún 48, 230 Keflavík
Guðbjörg Kristín Jónatansdóttir, Smáratún 48, 230 Keflavík
Sótt er um leyfi til þess að skipta verslunareiningu á 1. hæð í tvær íbúðar (0103, 0104) með hringstiga niður í tilheyrandi aukarými í kjallara fjöleignarhússins nr. 114 á lóð nr. 112-114 við Laugarnesveg.
Samþykki meðeigenda dags. 7. júlí 2004 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. júlí 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400 + 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Laugateigur 14, svalir á suðurhlið (01.364.301) Mál nr. BN029171
Andrés B Sigurðsson, Laugateigur 14, 105 Reykjavík
Kjartan Hrafn Helgason, Laugateigur 14, 105 Reykjavík
Ástríður Ólöf Gunnarsdóttir, Laugateigur 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera svalir við fyrstu og aðra hæð á suðurhlið hússins nr. 14 við Laugateig. Svalir verði gerðar úr stáli og handrið verði klædd álplötum í ljósum lit.
Erindinu fylgir samþykki meðeigenda dags. 28. mars 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

38. Laugavegur 105, br. 1.hæð og kjallara (01.240.005) Mál nr. BN030061
Eðaleignir ehf, Hverfisgötu 45, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta almenningsþvottahús í kjallara og kaffihús á fyrstu hæð suðurhluta hússins á lóðinni nr. 105 við Laugaveg.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

39. Laugavegur 134, br. versl. í íb. (0102) (01.241.005) Mál nr. BN030218
Hildur Enóla Þorvaldsdóttir, Hásteinsvegur 30, 825 Stokkseyri
Sótt er um leyfi til þess að breyta verslunareiningu 0102 í íbúð á 1. hæð fjöleignarhússins á lóð nr. 134 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda dags. 4. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

40. Leifsgata 23, breytingar (01.195.111) Mál nr. BN029592
Gústaf Adolf Gústafsson, Heljarþröm, 801 Selfoss
Björg Hauksdóttir, Heljarþröm, 801 Selfoss
Sótt er um samþykki fyrir íbúð sem þegar hefur verið innréttuð (merkt 0102) á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 23 við Leifsgötu.
Jafnframt er gerð grein fyrir núverandi fyrirkomulagi á fjórðu hæð (rishæð) hússins.
Virðingargjörð dags. 1. júní 1942 (aðeins gerð grein fyrir einni íbúð á fyrstu hæð) fylgir erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa (eign 0101) dags. 4. desember 2003 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda dags. 28. maí 2004 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Leirubakki 34-36, breytt fyrirkomulag atvinnuhúsnæðis (04.633.203) Mál nr. BN029940
Rá ehf, Hjallabraut 94, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta skráningu og útbúa fjórar vinnustofur í séreignarrými í kjallara húss nr. 36 á lóðinni nr. 34-36 við Leirubakka.
Kaupsamningur/afsal dags. 30. júní 2004 fylgir erindinu. Samþykki húsfélagsins Leirubakka 34 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Lækjargata 2, sorpgeymsla o.fl. (01.140.506) Mál nr. BN030067
Veitingahúsið Café Ópera ehf, Lækjargötu 2, 101 Reykjavík
Sund ehf, .,
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur 660 l körum til að geyma sorp í á svölum á annarri hæð hússins nr. 2 við Lækjargötu. Jafnframt verði gerðar breytingar á brunavörnum.
Gjald. kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Lækjargata 6B, útblástursst. og gaskútag. (01.140.509) Mál nr. BN030119
Andartak ehf, Lækjargötu 6b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gaskútageymslu fyrir veitingastað við norðvesturhlið og leyfi til þess að setja upp loftræsistokk frá eldhúsi í kjallara og upp fyrir þak hússins á lóð nr. 6B við Lækjargötu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Miðstræti 8B, stigahús, svalir ofl. (01.183.117) Mál nr. BN030230
Miðstræti 8b,húsfélag, Miðstræti 8b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stigahús við suðurgafl hússins nr. 8B við Miðstræti, sem jafnframt verði járnklæddur að nýju. Ennfremur er sótt um leyfi til að gera svalir við allar hæðir á vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. september 2004.

45. Mosgerði 11, reyndart. v/eignask. (01.815.512) Mál nr. BN030202
Ómar Skapti Gíslason, Mosgerði 11, 108 Reykjavík
Sótt er um afmörkun á áður gerðri séreignaríbúð í kjallara hússins nr. 11 við Mosgerði. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir áður gerði hækkun á norðuþaki og um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi rishæðar.
Erindinu fylgir afsal fyrir kjallaraíbúð dags. 11. maí 1965, samþykki meðeiganda áritað á teikningar. skoðunarskýrslur fyrir fyrstu hæð og rishæð dags. 13. mars 2000.
Stækkun vegna þaklyftu: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Mosgerði 2, kvistur,br. inni (01.817.001) Mál nr. BN030200
Sigurður Steinbjörnsson, Mosgerði 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á báðum hæðum einbýlishússins á lóðinni nr. 2 við Mosgerði.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Naustabryggja 11, breytt fyrirkomulag íbúða (00.000.000) Mál nr. BN030223
Byggingafélag námsmanna, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum nr. 0102, 0202, 0203, 0302 og 0303 í húsinu nr. 11 á lóðinni nr. 9-11 við Naustabryggju, úr tveggjaherbergja íbúðum í þriggjaherbergja íbúðir. Jafnframt er sótt um leyfi til að setja opnanlega ramma í glugga í stigahúsi.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

48. Naustabryggja 9, breytt fyrirkomulag íbúða (00.000.000) Mál nr. BN030222
Byggingafélag námsmanna, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum nr. 0102, 0202, 0203, 0302 og 0303 í húsinu nr. 9 á lóðinni nr. 9-11 við Naustabryggju, úr tveggjaherbergja íbúðum í þriggjaherbergja íbúðir. Jafnframt er sótt um leyfi til að setja opnanlega ramma í glugga í stigahúsi.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

49. Naustavogur 15, stálgrindarhús (01.456.201) Mál nr. BN029036
Snarfari,félag sportbátaeigenda, Þernunesi 3, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðgerðaverkstæði úr stálgrind og samlokueiningum á lóð smábátafélagsins Snarfara við Naustavog 15.
Stærð: Viðgerðaverkstæði 102,9 ferm. og 397,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 21.449
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Njálsgata 10, br. byggingarefni á burðarvirki svala (01.182.209) Mál nr. BN030190
Atli Gíslason, Birkimelur 6, 107 Reykjavík
Ragnheiður Kristiansen, Eiðavellir 2, 701 Egilsstaðir
Sótt er um samþykki fyrir breyttu byggingarefni burðarvirkis svala, úr timbri í stál á 2. og 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 10 við Njálsgötu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

51. Oddagata 14, endurnýjað bygg.leyfi bílskúr (01.630.503) Mál nr. BN030233
Jens A Guðmundsson, Oddagata 14, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 27529 sem samþykkt var 27. ágúst 2003 þar sem sótt var um #GLleyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 14 við Oddagötu.#GL
Samþykki eiganda Aragötu 13 dags. 7. júlí 2003 fylgdi erindi 2759.
Málið var í kynningu frá 22. júlí til 20. ágúst 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílskúr 28,0 ferm. og 90,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.882
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

52. Ránargata 8, garðskáli (01.136.017) Mál nr. BN030236
Kristján Már Kárason, Ránargata 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja garðskála að eldhúsi á norðurhlið hússins nr. 8 við Ránargötu.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að skrá húsið sem tvær séreignaríbúðir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. janúar 2004 (v. fyrirspurnar) og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2004 (v. fyrirspurnar) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun garðskáli xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Reykjavegur Laugard., skrifstofubygging – viðbótarstúka (01.37-.-99) Mál nr. BN030151
Knattspyrnusamband Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta skrifstofu- og ráðstefnubyggingu framan við Baldurshaga, byggja stúkur til hliðar við núverandi stúkur og endurbyggja þak eldri stúku. Frambyggingu, sem í verður aðkomusalur og skrifstofur KSÍ á að einangra að utan og klæða með leirflísum og stálklæðningu. Samtals verða um 10000 stúkusæti eftir stækkun Þjóðarleikvangs Íslendinga á lóð við Reykjaveg í Laugardal.
Brunahönnun VST dags. september 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun (matshluta 01) 2894,4 ferm., 14671 rúmm., rými undir stúku (B-rúmi) 1410 ferm., xxx rúmm., viðbót við stúku (B-rými) 1406 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 792.234
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Safamýri 43, stækkun geymslu - ofl. (01.281.406) Mál nr. BN030191
Salur ehf, Kvisthaga 16, 107 Reykjavík
Ólafur Þorsteinn Kjartansson, Kvisthagi 16, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttingu á geymslum í kjallara og fyrir leiðréttingu hæðarskilgreiningar íbúðarhússins á lóð nr. 43 við Safamýri.
Samþykki meðeiganda dags. 30. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

55. Sigtún 31 , Áður gerðar íbúðir (01.364.309) Mál nr. BN022583
Magnús Hartmann Gíslason, Vaglar, 560 Varmahlíð
Sigtún 31,húsfélag, Sigtúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara (íb. 0002) og afmörkun rishæðar (ósamþ. íb. 0301) í húsinu nr. 31 við Sigtún.
Virðingargjörð dags. 29. maí 1948 fylgir erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 9. febrúar 2001 (risíbúð), 5. júlí 2001 (risíbúð) og 22. desember 2000 (kjallari) fylgir erindinu. Samþykki nokkurra meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Skólavörðustígur 25A, listamannsíbúð (00.000.000) Mál nr. BN030234
Sjöfn Haraldsdóttir, Gvendargeisli 20, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta glugga á 2. hæð vesturhliðar, breyta skilti að Skólavörðustíg og breyta verslunarhúsnæði á 1. og 2. hæð í íbúð í húsi nr. 25 A á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Jafnframt er erindi 27747 dregið til baka.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Snorrabraut 29, breyting inni (01.240.011) Mál nr. BN029346
Guðjón Gestsson, Sjávargrund 5b, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að breyta lokun við stigahús 4. hæðar fjöleignarhússins á lóð nr. 29 við Snorrabraut.
Bréf f.h. Húsfélagsins Snorrabraut 29 dags. 10. maí 2004 og bréf vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar dags. 15. júní 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

58. Stangarholt 10, reyndarteikningar (01.246.005) Mál nr. BN030197
Atli Viðar Thorstensen, Stangarholt 10, 105 Reykjavík
Anna Jónsdóttir, Stangarholt 10, 105 Reykjavík
Garðar Guðnason, Stangarholt 10, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum í kjallara og á rishæð vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar, á teikningu eru sýndar samþykktar en óbyggðar svalir á rishæð íbúðarhússins á lóð nr. 10 við Stangarholt.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

59. Stangarholt 12, reyndarteikningar (01.246.006) Mál nr. BN030198
Árni Jón Árnason, Stangarholt 12, 105 Reykjavík
Helga Ingimarsdóttir, Stangarholt 12, 105 Reykjavík
Ævar Einarsson, Stangarholt 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í kjallara og rishæð hússins nr. 12 við Stangarholt vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

60. Suðurlandsbraut 22, samnýting notaeininga (01.264.101) Mál nr. BN030232
Línan ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli notaeininga 0101, 0102, 0103 og 0104 í húsinu nr. 22 við Suðurlandsbraut og samnýta þær tímabundið. Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í samræmi við breytta notkun.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Sundlaugavegur 30, br. heilsumiðstöð (30A) (01.37-.-99) Mál nr. BN028653
Laugahús ehf, Sundlaugavegi 30a, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta skrifstofur, leikfimisali og fleiri snyrtingar á 2. hæð, fjölga stigum og stækka pall yfir sal 1. hæðar ásamt samþykki fyrir reyndarteikningum af heilsumiðstöð Sundlaugavegi 30A sem sýna m.a. stækkun kjallara undir sundlaugargarði, fjölgun uppganga frá búningsklefa í kjallara að sundlaugargarði, breytta staðsetningu hringstiga utandyra og nýjan glugga á austurhlið ásamt leyfi fyrir innréttingu kaffisölu, hársnyrtistofu, skyndikaffi, snyrtistofu og nuddstofu í kjallara og leyfi fyrir gaskútageymslu við austurgafl vegna gasarins í hvíldarherbergi í heilsumiðstöðinni Laugum á lóð nr. 30 við Sundlaugarveg.
Bréf hönnuðar dags. 27. mars, 11. nóvember, 3. desember 2003, 12. janúar, 16. febrúar, 8. mars og 6. september 2004 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun kjallara xxx ferm., xxx rúmm., pallur 2. hæð 165 ferm.
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

62. Vínlandsleið 1, atvinnuhúsnæði (04.111.401) Mál nr. BN030149
Húsasmiðjan hf, Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja verslunarhús ásamt byggingarvöru- og timburlager úr stáli klæddu stál- og viðarklæðningu á lóðinni nr. 1 við Vínlandsleið.
Húsið er að mestu á einni hæð en anddyris- og skrifstofuhluti þess er þrjár hæðir.
Gerð er grein fyrir skiltum á öllum hliðum hússins (4. skilti), stærð hvers skiltis er 2,2m x 2,5m eða 5,5 fermetrar.
Bréf hönnuðar (ódags.) fylgir erindinu.
Brunahönnun dags. í september 2004 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð 7225,0 ferm., 2. hæð 217,8 ferm., 3. hæð 276,8 ferm.
Samtals 7719,6 ferm. og 53027,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.863.501
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Sérstök athygli er vakin á því að samþykkt verkfræðistofu verður að fylgja vegna flutnings á innkeyrslu.

63. Þorláksgeisli 120, br. inni og úti (04.135.804) Mál nr. BN030231
Jón Kristleifsson, Leiðhamrar 4, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir geymslu og tómstundaherbergi í áður skriðrými undir bílgeymslu, setja glugga á austurhlið og dyr á suðurhlið fyrstu hæðar og breyta innra fyrirkomulagi (m.a. staðsetningu þvottaherbergis) hússins á lóðinni nr. 120 við Þorláksgeisla.
Stærð: Húsið var áður skráð svo:
#GLÍbúð 1. hæð 93,8 ferm., 2. hæð 91,5 ferm., bílgeymsla 36,2 ferm., samtals 221,5 ferm. 752,7 rúmm.
Undir bílgeymlu er skriðrými 38,4 4 ferm., 92,2 rúmm.#GL
Skráning hússins nú er eftirfarandi:
Íbúð 1. hæð 132,2 ferm., 2. hæð 87,8 ferm., bílgeymsla 39,9 ferm. Samtals 259,9 ferm. og 858,7 rúmm.
Stækkun hússins 38,4 ferm. og 106,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.724
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

64. Þorláksgeisli 74-76, nr. 74 br. innra skipul. (04.135.704) Mál nr. BN030193
Helgi Pétursson, Danmörk,
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi baðherbergis á fyrstu hæð og salernis á annarri hæð parhússins nr. 74 á lóðinni nr. 74-76 við Þorláksgeisla.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

65. Öldugata 17, br. í 5 íb. íbúðarhús (01.137.206) Mál nr. BN030070
Doma ehf, Stafnaseli 2, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvo kvisti á norðurþekju, útbúa svalir á þakfleti rishæðar, byggja svalir að suðurhlið 1. og 2. hæðar og innrétta tvær íbúðir á 1. hæð, tvær á 2. hæð og eina á rishæð í núverandi atvinnuhúss á lóð nr. 17 við Öldugötu.
Stærð: Stærðaraukning samtals 3,9 ferm., 1,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 81
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.

Ýmis mál

66. Grænlandsleið 16 og 18, breyting á mæliblaði (04.114.207) Mál nr. BN030258
Lögð fram tillaga mælingadeildar samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, dags. 28. september 2004, að breytingu á lóðamörkum lóðanna nr. 16 og 18 við Grænlandsleið.
Grænlandsleið 16:
Lóðin er 619 ferm. Bætt við lóðina af borgarlandi 41 ferm.
Lóðin verður 660 ferm.
Grænlandsleið 18:
Lóðin er 619 ferm. Bætt við lóðina af borgarlandi 41 ferm.
Lóðin verður 660 ferm.
Þessi breyting er í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var 18. apríl 2002 í borgarstjórn til auglýsingar og þann 5. júlí 2002 á embættisafgreiðslufundi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

67. Bleikjukvísl 10, Séruppdráttur úr mæliblaði (04.233.705) Mál nr. BN030261
Lagður fram séruppdráttur úr mæliblaði dags. 23. febrúar 2004. þar sem sýnd eru mörk lóðarinnar nr. 10 við Bleikjukvísl eins og þau eru eftir breytingu lóðamarka, sem samþykkt var á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 17. febrúar 2004.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglesin yfirlýsing, sem fellir úr gildi uppdrátt í lóðarsamningi dags. 29. nóvember 2002, þinglesið skjal nr. A-28306/02.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

68. Klettagarðar 21, Leiðrétting umsækj. (01.324.401) Mál nr. BN030250
Sjónvarpsmiðstöðin ehf, Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 28. september síðastliðinn var samþykkt umsókn um leyfi til þess að byggja einnar hæða vörugeymsluhús úr stálgrind, klætt ljósu trapizustáli á lóð nr. 21 við Klettagarða. Umsækjandi var sagður Sjónvarpsmiðstöðin ehf og Reykjavíkurhöfn, en átti eingöngu að vera Sjónvarpsmiðstöðin ehf.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

69. Bergstaðastræti 12, (fsp) uppbygging á lóð (01.180.211) Mál nr. BN030239
Hraunbær 107 ehf, Tangarhöfða 6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa rishæð hússins nr. 12B á lóðinni nr. 12 við Bergstaðastræti og byggja þess í stað eina hæð og rishæð með háu porti ofan á húsið. Jafnframt er spurt hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu til suðurs við sama hús, samtals 3 hæðir á kjallara og rishæð með háum portveggjum. Ennfremur er spurt hvort leyft yrði að byggja stiga- og lyftuhús ásamt svalagöngum við bakhlið (norðvesturhlið) hússins.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

70. Bergþórugata 11, (fsp) byggja hæð ofan á húsið (01.190.223) Mál nr. BN030125
Kristjana Möller, Vorsabær 17, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft verði að byggja hæð og ris ofan á húsið nr. 11 og 11A og endurbyggja geymsluskúr á baklóð lóðar nr. 11 við Bergþórugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að hækka framhús, ákvörðun um endurbyggingu geymsluskúrs á baklóð bíður deiliskipulagsvinnu.

71. Bíldshöfði 9, (fsp) skirfstofuhús (04.062.001) Mál nr. BN030217
Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvö átta hæða skrifstofuhús með innbyggðri bílageymslu neðanjarðar á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða.
Jafnframt er spurt um eftirfarandi:
1. Hvort heimilað verði að undanskilja bílageymslu neðanjarðar þegar nýtingarhlutfall á lóð er reiknað.
2. Hvort heimilað verði að fjölga bílastæðum neðanjarðar úr 48 stæðum í 78 stæði og stækka byggingarreit
neðanjarðar sem því nemur.
3. Hvort heimilt sé að fjölga bílastæðum á lóð (ofanjarðar) úr 526 stæðum í 555 stæði.
Bréf hönnuðar dags. 28. september 2004 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

72. Bræðraborgarst 39-41, fsp. nr.39 viðbygging (01.139.122) Mál nr. BN030206
Ásgerður Jóna Flosadóttir, Sólvallagata 49, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa bílskýli á lóð og byggja viðbyggingu sem yrði tvær hæðir og ris að austurhlið hússins nr. 39 á lóðinni nr. 39-41 við Bræðraborgarstíg.
Bréf f.h. eiganda hússins nr. 39 við Bræðraborgarstíg dags. 26. september 2004 fylgir erindinu.
Nei.
Miðað við framlögð gögn.

73. Dofraborgir 3, (fsp) sólstofa (02.344.802) Mál nr. BN030178
Kjartan Andrésson, Dofraborgir 3, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 13 fermetra sólstofu að vesturhlið hússins nr. 3 við Dofraborgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Enda láti fyrirspyrjandi á eigin kostnað vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi sem síðan verður grenndarkynnt af skipulagsfulltrúa.

74. Einholt 2, (fsp) ofanábygging (01.244.101) Mál nr. BN030240
Byggingafélagið Geysir ehf, Kjóastöðum 2, 801 Selfoss
Sigurður Örn Sigurðsson, Kjóastaðir 2, 801 Selfoss
Spurt er hvort leyft yrði að byggja eina hæð ofan á húsið nr. 2 við Einholt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

75. Esjumelur 1, (fsp) gámar Mál nr. BN030251
Fornbílaklúbbur Íslands, Vegmúla 4, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist, til brágðabirgða, til þess að koma fyrir fjórum gámum á lóðinni nr. 1 við Esjumel.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um stöðuleyfi þar sem sýna skal staðsetningu gáma á málsettri afstöðumynd í 1:200
Sambærilegar fyrirspurnir hafa borist frá lóðunum 1, 3 og 5 og skulu lóðarhafarnir samræma staðsetningu gámanna eins og unnt er, eitt samfellt gámasvæði skal vera á hverri lóð. Byggingarfulltrúi mun ákveða litaval gáma.

76. Esjumelur 3, (fsp) gámar á lóð (00.026.103) Mál nr. BN030076
Hinrik Thorarensen, Álfheimar 20, 104 Reykjavík
Spurt er hvort varanlegt stöðuleyfi fengist fyrir 7 stk. 40 feta og 4 stk. 20 feta gáma á lóðinni nr. 3 við Esjumel.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um stöðuleyfi þar sem sýna skal staðsetningu gáma á málsettri afstöðumynd í 1:200
Sambærilegar fyrirspurnir hafa borist frá lóðunum 1, 3 og 5 og skulu lóðarhafarnir samræma staðsetningu gámanna eins og unnt er, eitt samfellt gámasvæði skal vera á hverri lóð. Byggingarfulltrúi mun ákveða litaval gáma.

77. Esjumelur 5, (fsp) stöðuleyfi fyrir gáma (00.026.105) Mál nr. BN030132
Brynjar Gylfason, Esjugrund 51, 116 Reykjavík
Spurt er hvort veitt yrði stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóðinni nr. 5 við Esjumel.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um stöðuleyfi þar sem sýna skal staðsetningu gáma á málsettri afstöðumynd í 1:200
Sambærilegar fyrirspurnir hafa borist frá lóðunum 1, 3 og 5 og skulu lóðarhafarnir samræma staðsetningu gámanna eins og unnt er, eitt samfellt gámasvæði skal vera á hverri lóð. Byggingarfulltrúi mun ákveða litaval gáma.

78. Fjölnisvegur 9, (fsp) stækka kj. og 1.h (01.196.211) Mál nr. BN030129
Fjölnisvegur 9 ehf, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
Fjölnisvegur 9 ehf, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við austur og suðurhlið kjallara fyrir geymslur og bílgeymslu og stækka eldhús á 1. hæð með viðbyggingu við austurhlið 1. hæðar ásamt svölum á 2. hæð sömu hliðar í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 9 við Fjölnisveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður berist hún.

79. Flúðasel 78, (fsp) íbúð í kjallara (04.971.403) Mál nr. BN030229
Guðmundur Pálsson, Flúðasel 78, 109 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir íbúð í kjallara raðhúss nr. 78 á lóðinni nr. 78-94 við Flúðasel.
Nei.
Samræmist ekki skipulagi né byggingarreglugerð.

80. Háagerði 25, (fsp) íbúð á rishæð (01.815.213) Mál nr. BN030126
Katla Gunnhildur Hafberg, Háagerði 25, 108 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri íbúð á rishæð hússins nr. 25 við Háagerði.
Afsalsbréf dags. 20. júní 1957 og 21. maí 1993 fylgja erindinu. Virðingargjörð dags. 30. september fylgir erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 8. september 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

81. Karlagata 14, (fsp) garðh. frá BYKO (01.243.306) Mál nr. BN030211
Þórdís Gísladóttir, Mávahlíð 46, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að reisa lítið garðhús (2,1x2,4m) á suðvesturhluta lóðar nr. 14 við Karlagötu. Tölvubréf fyrirspyrjenda dags. 21. september 2004 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður berist hún.

82. Kristnibraut 1-9, (fsp) nr. 9 flóttahurð (04.122.101) Mál nr. BN030246
Björgvin Halldórsson, Þykkvibær 8, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja dyr frá þvottahúsi á norðvesturhlið 2. hæðar tvíbýlishúss nr. 9 á lóð nr. 1-9 við Kristnibraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og samþykki meðeigenda og meðlóðarhafa fylgi.

83. Langholtsvegur 21, (fsp) breyting á fjölda þakglugga (01.355.202) Mál nr. BN030207
Páll Sturluson, Langholtsvegur 21, 104 Reykjavík
Anna Rósa Jóhannsdóttir, Langholtsvegur 21, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja fimm nýja þakglugga (3 á vesturþak og 2 á austurþak) á húsið nr. 21 (mhl. 02) á lóðinni nr. 21 við Langholtsveg, til viðbótar fjórum gluggum sem settir hafa verið á þakið án umsóknar.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, þar með talið samþykki meðeigenda, enda verði sótt um byggingarleyfi.

84. Lágholtsvegur 10, (fsp) breytingar (01.520.301) Mál nr. BN030117
Óskar Arnarsson, Álagrandi 23, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða viðbyggingu með svölum að austurhlið hússins nr. 10 við Lágholtsveg.
Jafnframt er spurt hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 180cm hátt grindverk á suðurlóð hússins að mestu í samræmi við meðfylgjandi skýringarteikningu.,
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 fylgir erindinu.
Neikvætt.
Málið verður skoðað samfara breytingu a deiliskipulagi á svokölluðum Lýsisreit sbr. útskrift skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004.

85. Lágmúli 6-8, (fsp) hringhurð í tengibyggingu (01.260.702) Mál nr. BN030237
Bræðurnir Ormsson ehf, Lágmúla 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir hringhurð í tengibyggingu milli húsanna nr. 6 og nr. 8 á lóðinni nr. 6-8 við Lágmúla.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Aðgengi fatlaðra verði tryggt um venjulegar dyr.

86. Salthamrar 8, (fsp) viðbygging (02.293.304) Mál nr. BN030194
Þorsteinn Þorsteinsson, Salthamrar 8, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskýli og geymslu á lóð og byggja viðbyggingu að suðurhlið hússins á lóðinni nr. 8 við Salthamra.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

87. Stórholt 28, (fsp) stigi milli hæða (01.245.212) Mál nr. BN030084
Arnrún Ósk Eysteinsdóttir, Stúfholt 3, 105 Reykjavík
Halldór Snær Bjarnason, Stúfholt 3, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft verði að setja stiga frá stofu íbúðar á 1. hæð í vesturenda niður í tilheyrandi geymslu í kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 28 við Stórholt.
Bréf fyrirspyrjenda dags. 28. september 2004 fylgir erindinu.
Neikvætt.
Þar sem að geymsla verður að fylgja íbúð og stigagat úr stofu rýrir verulega notagildi og gæði þess rýmis.

88. Sundlaugavegur 8, (fsp) bygging bílageymslur (01.360.210) Mál nr. BN030159
Gunnar Þórðarson, Sundlaugavegur 8, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft verði að byggja um 50 ferm. steinsteypta bílgeymslu í líkingu við fyrirliggjandi uppdrátt á suðvesturhorni lóðar nr. 8 við Sundlaugaveg.
Samþykki nokkurra nágranna (á teikningu) fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi, bílgeymsla of stór.

89. Öldugrandi 9, (fsp) opna upp í ris (01.511.002) Mál nr. BN030257
Magnea Ingólfsdóttir, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að opna milli íbúðar 0301 og rýmis í risi og koma fyrir stiga. Í risi yrði komið fyrir geymslum og vinnuherbergi, Jafnframt er spurt hvort samþykkt yrði að koma fyrir þakgluggum og glugga á galfi í risi.
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar m.a. hvað lofthæð varðar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Guðlaugur Gauti Jónsson
Þórður Búason Helga Guðmundsdóttir
Sigurður Pálmi Ásbergsson Sigríður Kristín Þórisdóttir