No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND
Ár 2004, fimmtudaginn 9. desember kl. 12.00 var haldinn 149. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar að Skúlatúni 2, Reykjavík. Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir, Stefán J. Stefánsson, Hildigunnur Friðjónsdóttir, Ólafur Jónsson, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét Tómasdóttir. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Hjalti Guðmundsson, Ólafur Bjarnason, Lúðvík E. Gústafsson, Rósa Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ingólfsson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Umhverfismál:
1. Umferðarmál sundahafnar og aðliggjandi jaðarsvæða.
Kynnt skýrsla Línuhönnunar Umferðarsköpun Sundahafnar í nútíð og framtíð, október 2004.
2. 1. áfangi Sundabrautar í Reykjavík. Mat á umhverfisáhrifum. Úrskurður Skipulagsstofnunar.
Úrskurður Skipulagsstofnunar lagður fram og kynntur.
3. Öskjuhlíð, Leynimýri, breyting á deiliskipulagi.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 24. nóvember s.l.
Björn Axelsson, Skipulags- og byggingsviði, kom á fundinn og kynnti drögin.
Heilbrigðismál:
4. Samþykkt um um hundahald.
Lögð fram á ný drög að breytingum á samþykkt um hundahald í Reykjavík.
Tillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
5. Bruninn hjá Hringrás.
Lagt fram til kynningar bréf Hringrásar, dags. 30. nóvember 2004.
6. Starfsleyfi Hringrásar.
Lögð fram tillaga að endurnýjun starfsleyfis Hringrásar.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum að veita Hringrás ehf. starfsleyfi til 1. mars 2005. Jafnframt samþykkti nefndin svohljóðandi bókun:
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd áréttar að vinnu við nýtt starfsleyfi og starfsleyfisskilyrði verði hraðað og gerðar verði strangari kröfur um mengunarvarnir og öryggi í rekstri.
7. Yfirlýsing vegna rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar.
Lögð fram til samþykktar.
Nefndin samþykkti með 6 samhljóða atkvæðum að fela forstöðumanni Umhverfis- og heilbrigðisstofu að ganga frá samkomulagi við Umhverfisstofnun í samræmi við yfirlýsinguna.
8. Útgefin starfsleyfi.
9. Útgefin hundaleyfi.
Önnur mál:
10. Tillaga borgarstjóra ti borgarráðs um verkefndi fagráða.
Lögð fram til kynningar tillaga ásamt greinargerð.
11. Afgreiðsla umsókna um hundaleyfi.
Fulltrúar D-lista ræddu möguleikann á því að fresta öllum afgreiðslum vegna umsókna um hundaleyfi þar sem deilt er um hvort samþykki sameigenda þurfi eða ekki, þar til hundasamþykkt hefur verið endurskoðuð.
Samþykkt að halda afgreiðslum áfram með sama hætti og verið hefur.
12. Miltisbrandur.
Rögnvaldur Ingólfsson kynnti sögu sjúkdómsins hér á landi, helstu smitleiðir og varúðarráðstafanir gegn honum.
Formaður þakkaði nefnarmönnum samvinnu og samstarf á árinu og gat þess, að líklega væri þetta síðasti fundur nefndarinnar, þar sem Umhverfismálaráð muni taka við verkefnum hennar 1. janúar n.k.
Fundi slitið kl. 13.55.
Katrín Jakobsdóttir
Stefán J. Stefánsson Hildigunnur Friðjónsdóttir
Ólafur Jónsson Jórunn Frímannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir