Umhverfis- og skipulagsráð - 14. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2001, mánudaginn 11.júní kl. 10.00 var haldinn 14. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2. Þessir sátu fundinn: Kristján Guðmundsson, Kjartan Magnússon og Hrannar B. Arnarson.

Ennfremur komu á fundinn Ólafur Stefánsson, Þorgrímur Guðmundsson, Stefán Finnsson, Þórhallur Guðlaugsson, Lilja Ólafsdóttir, Baldvin Baldvinsson, Stefán Haraldsson, Haraldur Sigurðsson, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán Hermannsson og Jón Ólafsson.

Fundarritari var Ágúst Jónsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22.05.2001, um samþykkt borgarráðs s.d. á bókun samgöngunefndar 14. s.m. um gjald fyrir leigð einkastæði á lóð nr. 13 við Tryggvagötu.

Helgi Pétursson tók sæti á fundinum kl. 10:25

2. Kynntur umferðarþáttur í drögum að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Ólafur Erlingsson og Örn Steinar Sigurðsson komu á fundinn og kynntu drögin ásamt borgarverkfræðingi.

3. Lögð fram drög að aðalskipulagi Reykjavíkur, dags. 05.06.2001, ásamt drögum að greinargerð með því, dags. 06.06.2001. Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir og Haraldur Sigurðsson frá Borgarskipulagi kynntu drögin, einkum kafla um samgöngur.

4. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22.05.2001, ásamt tillögu stjórnkerfisnefndar 21. s.m. um breytingar á samþykkt fyrir samgöngunefnd. Nefndin samþykkir með atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlistans tillögu stjórnkerfisnefndar með þeirri breytingu, að 2. málsliður 6.gr. samþykktarinnar hljóði svo: "Þá eiga skipulagsstjóri, yfirverkfræðingur umferðardeildar og framkvæmdastjóri Strætó bs. eða fulltrúar þeirra rétt til setu á fundum nefndarinnar með sama hætti". (Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá).

5. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17.04.2001, ásamt stofnsamningi og eigendasamkomulagi fyrir Strætó bs. Ennfremur lagt fram erindi Helgu Ragnarsdóttur, ódagsett, varðandi fargjöld í strætisvagna. Einnig lagðir fram á ný 2. – 4. liður fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi SVR og Strætó bs. frá 14.05.2001. Forstjóri SVR lagði fram sundurliðun á akstri, ferðafjölda og fjölda íbúa á þjónustusvæði SVR frá 1980 – 2000.

Skúli Bjarnason, stjórnarformaður Strætó b.s., kom á fundinn og skýrði frá undirbúningi að stofnun og starfsemi Strætó bs. og svaraði jafnframt fyrirspurnum fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Ennfremur gerði Þórhallur Guðlaugsson hjá SVR grein fyrir þróun leiðakerfis strætisvagna.

Fundi slitið kl. 12:10

Helgi Pétursson
Hrannar B. Arnarson
Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson.