Umhverfis- og skipulagsráð - 11. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2003, þriðjudaginn 23. september, var haldinn 11. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 09.40. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður, Helgi Hjörvar og Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Þorkell Jónsson, Hreinn Ólafsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Nýr leikskóli í Grafarholti. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu til borgarráðs vegna byggingar fjögurra deilda leikskóla í austurhluta Grafarholts. Frestað.

2. Höfðamappa – drög að fjárhagsáætlun. Lögð fram til kynningar og umræðu drög að fjárhagsáætlun vegna stofnkostnaðar málaflokka.

- Kl. 10.10 kom Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur á fundinn.

3. Umræða um málefni Klébergsskóla.

4. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir viðskipti Fasteignastofu Reykjavíkurborgar við Innkaupastofnun Reykjavíkur í ágúst 2003.



Fundi slitið kl. 10.47

Björk Vilhelmsdóttir
Helgi Hjörvar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson