Umhverfis- og skipulagsráð - 10. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2003, þriðjudaginn 9. september, var haldinn 10. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 09.40. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður og Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur, Þorkell Jónsson, Hreinn Ólafsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir viðskipti Fasteignastofu Reykjavíkurborgar við Innkaupastofnun Reykjavíkur í júlí 2003.

2. Skilgeining verkefna og erindisbréf um fimm ára áætlun um aðra málaflokka en skólamál. Lagðar fram til kynningar tillögur að vinnu við áætlun um nýbyggingar og breytingar á húsnæði Leikskóla Reykjavíkur, menningarstofnana, Íþrótta- og tómstundaráðs og Félagsþjónustunnar, ásamt erindisbréfum vinnuhópa .

3. Heildaryfirlit yfir þjónustu, verklegar framkvæmdir og vörukaup. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir annars vegar kaup á þjónustu og hins vegar yfir verklegar framkvæmdir og vörukaup Fasteignastofu á tímabilinu 1. febrúar til 30. júní 2003.

4. Lagt fram til kynningar erindisbréf starfshóps um leikreglur að innri leigu hjá Reykjavíkurborg.

5. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir leigusamninga og hús sem ekki eru í útleigu eða losna fljótlega.

6. Staða framkvæmda í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Lagðar fram greinargerðir um framkvæmdir við Klébergsskóla, Laugalækjarskóla, Hlíðaskóla og Árbæjarskóla.




Fundi slitið kl. 10.25

Björk Vilhelmsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson