Umhverfis- og skipulagsráð - 1. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2003, þriðjudaginn 18. febrúar, var haldinn 1. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 09.50. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður, Helgi Hjörvar og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Jóhannes Sigursveinsson varamaður, Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Helga Jónsdóttir borgarritari, Anna Skúladóttir fjármálastjóri, Hreinn Ólafsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Aðdragandi að stofnun Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Helga Jónsdóttir skýrði frá undirbúningi og aðdraganda að stofnun Fasteignastofu.

2. Hlutverk og verklag stjórnar, fundartími, dagsetning o.fl. Ákveðið að fastur fundartími verði fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði kl. 09.00 – 11.00 og að á næsta fundi verði lögð fram 1. drög að verklagsreglum stjórnar.

- Kl. 10.43 vék Jóhannes Sigursveinsson af fundi.

- Kl. 10.47 viku Helga Jónsdóttir, Anna Skúladóttir og Stefán Hermannsson af fundi.

3. Starfsáætlun 2003 fyrir Fasteignastofu. Guðmundur Pálmi Kristinsson kynnti starfsáætlunina og drög að nýju skipuriti.

4. Næsti fundur ákveðinn 4. mars kl. 09.00.

Fundi slitið kl. 11.22

Björk Vilhelmsdóttir
Helgi Hjörvar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson