Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2018, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13:04 var haldinn 9. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Ráðssal. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Þórólfur Jónsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundaritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis Mál nr. SN180358
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka ásamt umhverfisskýrslu VSÓ ráðgjafar dags. í september 21018. Drög að tillögu voru kynnt til og með 7. nóvember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Bláskógabyggð dags. 1. nóvember 2018, Garðabær dags. 6. nóvember 2018 og Veitur dags. 7. nóvember 2018.
Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags í nóvember 2018 ásamt umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjöf dags. í september 2018.
Kynnt.
Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar: Umhverfis- og heilbrigðisráð felur skrifstofu umhverfisgæða að gera umsögn um breytingu á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis við Sundahöfn og umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðar og annarrar landfrekrar starfssemi á Esjumelum.Haraldur Sigurðsson tekur sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfssem, drög að breytingu Mál nr. US180359
Lagt er fram drög að breytingu að iðnaði og annarri landfrekri starfsemi. Einnig eru lögð fram umhverfisskýrsla.
Kynnt.
Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar: Umhverfis- og heilbrigðisráð felur skrifstofu umhverfisgæða að gera umsögn um breytingu á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis við Sundahöfn og umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðar og annarrar landfrekrar starfssemi á Esjumelum.Haraldur Sigurðsson tekur sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaðarsvæði við Álfsnesvík, drög að breytingu Mál nr. US180367
Lagt er fram drög að tillögu að breytingu á iðnaðarsvæði við Álfsnesvík.
Kynnt.Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar: Umhverfis- og heilbrigðisráð felur skrifstofu umhverfisgæða að gera umsögn um breytingu á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis við Sundahöfn og umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðar og annarrar landfrekrar starfssemi á Esjumelum.
Haraldur Sigurðsson tekur sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Tillögur Náttúrufræðistofnunar, B-hluti náttúruminjaskrár Mál nr. US180372
Kynntar tillögur Náttúrufræðistofnunar að svæðum í Reykjavík til B-hluta náttúruminjaskrár.
Kynnt.Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundi undir þessum lið.
-
Umhverfis- og heilbrigðisráð, jól 2018 Mál nr. US180351
Lagt er til að fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs falli niður 19. desember 2018.
Samþykkt. -
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í október 2018.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson bóka: Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að framkvæmdir sem koma fram í innkaupaskýrslu standist áætlun. Ábyrgðaraðili skal tryggja að ekki verði um framúrkeyrslu á verkefnum að ræða eins og áður hefur þekkst í öðrum verkefnum Reykjavíkurborgar.Fylgigögn
-
Umhverfis- og heilbrigðisráð, samþykktir Mál nr. US180349
Kynnt drög að samþykktum fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð og lagðar fram athugasemdir frá skrifstofu sviðstjóra.
Athugasemdir samþykktar með þeim breytingum sem komu fram á fundinum.Fleira gerðist ekki.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:20
Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir