Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 63

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2022, miðvikudaginn 16. febrúar 2022, kl. 9:08 var haldinn 63. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Rannveig Ernudóttir og Björn Gíslason.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Skúli Þór Helgason, Sabine Leskopf, Jórunn Pála Jónasdóttir, Vigdís Hauksdóttir og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, og Sigurjóna Guðnadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Jón Ragnar Gunnarsson og Óskar Ísfeld Sigurðsson.

Fundarritari var Harri Ormarsson með rafrænum hætti.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

    1    Lagt fram 178. mál nefndarsviðs Alþingis um frumvarp til laga um breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 (dreifing ösku) og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um frumvarpið dags. 8. febrúar 2022.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umhverfismatsskýrsla Eflu um þróun Sundahafnar dags. 24. nóvember 2021 sem er í kynningu á vef Skipulagsstofnunar og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um skýrsluna dags. 31. janúar 2022.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagður fram tölvupóstur dags. 4. janúar 2022 um mál nr. S-2/2002 á Samráðsgátt um drög að nýrri hollustuháttareglugerð, drög að nýrri Hollustuháttareglugerð og eldri drög að hollustuháttareglugerð og greinargerð frá 2019, ásamt umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 21. janúar 2022 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. janúar 2022.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 15. desember 2021 þar sem umhverfis- og heilbrigðisráð samþykkir að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar láti framkvæma öryggisúttekt á öllum leiktækjum í umsjá og eigu Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. febrúar 2022. 

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins sitja hjá við afgreiðslu.

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 18. janúar 2022, 25. janúar 2022,  1. febrúar 2022 og 8. febrúar 2022.

    Eftir mál Heilbrigðisnefndar víkur fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson, af fundi.

    (E) Umhverfismál

    Fylgigögn

  6. Loftlagsstefna Reykjavíkurborgar, mat á áhrifum aðgerða til 2040 (USK22020036), kynning         Mál nr. US220045

    Kynnt er skýrsla Reykjavíkurborgar, unnin af Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og Quiver ehf. dags. janúar 2022. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2022 um greiningu á loftlagsaðferðum Reykjavíkur, samantekt og næstu skref.

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Reykjavíkurborg hefur sett sér metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum svo borgin nái að vera kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Stærsta viðfangsefnið nú er að draga sem mest úr losun frá samgöngum en ásamt þeim og efnanotkun og iðnaði stafar um 80% af allri losun borgarinnar þaðan, þar af eru samgöngur 55%. Samkvæmt spám mun nettólosun borgarinnar dragast saman um 43,7% árið 2030 og 69,5% árið 2040 miðað við árið 2020. Til þess þarf þó innleiðing áætlunarinnar að vera skilvirk og eftirfylgnin styrk en einnig þarf að flýta aðgerðum sem taka langan tíma. Tækifærin til að stemma stigu við loftslagsvánni í Reykjavík eru mýmörg og ljóst er að grípa þurfi til allra ráða á öllum sviðum svo okkur takist ætlunarverk okkar um að verða kolefnishlutlaus fyrir 2040. Endurheimt votlendis, skógrækt, rafvæðing hafna, gerbreytt úrgangsstjórnun, aukin virkni hringrásarhagkerfisins, orkuskipti í öllum samgöngum, fjölbreytt binding kolefnis, umhverfisvænn byggingariðnaður, stórefld innviðauppbygging og þétt skipulag borgarinnar, svo eitthvað sé nefnt, eru allt áhrifaríkar aðgerðir. Eins þarf ríkið að beita hagrænum hvötum sem skila árangri í þessu tilliti. Við þurfum að sammælast um að við þurfum aukinn metnað til að ná kolefnishlutleysi og sýna það í verki og einnig flýta öllum aðgerðum. Það er eitt brýnasta verkefni Reykjavíkur næsta áratuginn og það þarf að fullfjármagna.

    Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum. Hlynur Stefánsson og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson frá Háskóla Reykjavíkur og Brynhildur Davíðsdóttir frá Háskóla Íslands taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  7. Loftlagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið, sóknaráætlun 2020-2024, kynning - USK22010115         Mál nr. US220028

    Fulltrúar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) kynna drög að loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið og aðgerðaáætlun. Drögin eru lögð fram.

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Samvinna sveitarfélaga er lykillinn að því að ná niður kolefnisspori höfuðborgarsvæðisins enda er það eitt atvinnu- og búsvæði og losun gróðurhúsalofttegunda endar ekki við hver sveitarfélagamörk. Það var því orðið tímabært að gera  sameiginlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og stilla saman strengi til að ná kolefnishlutleysi og leggja lóð á vogarskálar ríkisins sem þarf að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í baráttunni gegn loftslagsvánni. 

    Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum. Jón Kjartan Ágústsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  8. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu 2020 - 2024, umsögn - USK22010136         Mál nr. US220030

    Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. janúar 2022, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisráðs varðandi samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. janúar 2022, ásamt fylgigögnum og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. febrúar 2022.

    Ráðið tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Við sjáum fram á gerbreytta úrgangsstjórnun á höfuðborgarsvæðinu og það er mikilvægt að vel takist til við innleiðingu hennar. Betri flokkun og hreinni straumar er umhverfis- og loftslagsmál og sveitarfélögin þurfa að gera íbúum það auðvelt og auðsótt að flokka í fleiri strauma. Nú stendur til að safna lífrænum efnum, pappír og pappa, plastumbúðum og blönduðum úrgangi við heimili. Einnig verður grenndarstöðvakerfið styrkt, þétt og samræmt og þar verður safnað gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum. Með samræmingu sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu er stigið risastórt skref í umhverfismálum og í  umhverfisvitund fólks enda er innleiðing hringrásarhagkerfisins og að ná betri tökum á úrgangsstjórnun liður í því að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Nýja kerfið er í samræmi við lagabreytingar um söfnun á úrgangi við heimili sem taka gildi um áramótin og hefur mikil og fagleg vinna átt sér stað við vinnslu tillagnanna sem hér hafa verið kynntar. Samtakamáttur sveitarfélaganna og skýr markmið hafa fært okkur nær hringrásarhagkerfinu. Er öllum sem komu að þessari vinnu færðar miklar og góðar þakkir. 

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Ungmennaráð Kjalarness lagði fram tillögu í borgarstjórn um söfnun lífræns sorps á sameiginlegum fundi ráðsins og borgarstjórnar. Tillagan var samþykkt í umhverfisráði og var farið af stað með tilraunaverkefni á Kjalarnesi. Nú nokkrum árum seinna er verið að innleiða samræmdar reglur í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Loksins – velkomin í nútíðina Reykvíkingar það er komið árið 2022. Þeim sem stjórna Sorpu bs. er á engan hátt treystandi fyrir sorpmálum höfuðborgarinnar. Gaja átti að kosta 2 milljarða og stendur nú í 6 milljörðum. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Þá er gefið í – þessir sömu „snillingar“ hafa nú á prjónunum að reisa hátæknibrennslu upp á 20-35 milljarða. Jú, jú það nefnilega gekk svo vel hjá þeim að reisa GAJA verksmiðjuna. Það er verið að taka Sorpuleiðina á málið – að hafa hana sér íslenska í stað þess að sækja þekkingu erlendis þar sem hátækibrennslustöðvar hafa þegar verið reistar. Það er ekki annað hægt en að fá hroll við tilhugsunina.

    Friðrik Klingbeil Gunnarsson ráðgjafaverkfræðingur og Jón Kjartan Ágústsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  9. Þróun Sundahafnar, umsögn - USK21120093         Mál nr. US220046

    Lögð fram umhverfismatsskýrsla Eflu um þróun Sundahafnar dags. 24. nóvember 2021 sem er í kynningu á vef Skipulagsstofnunar og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. febrúar 2022.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Umhverfis- og skipulagssvið, uppgjör janúar til nóvember 2021,         Mál nr. US200295

    Lagt fram ellefu mánaða uppgjör í aðal- og eignasjóði umhverfis- og skipulagssviðs 2021.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

  11. SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. nr. 460 dags. 1. nóvember 2021, nr. 461 dags. 26. nóvember 2021, nr. 462 dags. 20. desember 2021 og nr. 463 dags. 14. janúar 2022 ásamt fylgigögnum.

    Fylgigögn

  12. Ársskýrsla meindýravarna 2021, framlagning         Mál nr. US220032

    Lögð fram ársskýrsla meindýravarna fyrir 2021.

    Fylgigögn

  13. Landfylling í Nýja Skerjafirði, umsögn um frummatsskýrslu         Mál nr. US210351

    Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 15. nóvember 2021 um frummatsskýrslu um landfyllingu í Skerjafirði dags. 3. nóvember 2021. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. janúar 2022.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  14. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2033, USK22010076         Mál nr. US220018

    Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. janúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisráðs vegna tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði SORPU bs, Sorpurðunar Vesturlands hf. Sorpstöðvar Suðurlands bs. og Kölku, sorpeyðingarstöðvar sf. fyrir tímabilið 2022 - 2033. Einnig er lagt fram bréf Mannvits dags. 14. janúar 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

    Fylgigögn

  15. Framtíðarlausn brennanlegs úrgangs í stað urðunar, umsagnarbeiðni - USK22010137         Mál nr. US220027

    Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. janúar 2022, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisráðs um skýrslu stýrihóps varðandi Forverkefni um framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar, dags. 15. desember 2021.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  16. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til Húsfélagsins að Grandavegi 1 og 3, Húsfélagsins að Berjarima 20-28, Húsfélagsins að Gullengi 4, Húsfélagsins að Tunguseli 9 og 11, Húsfélagsins að Úlfarsbraut 84 og Húsfélagsins að Laufrima 6, úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt.

    -    Kl. 11:57 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi.

  17. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um útboð á úrgangsþjónustu Reykjavíkur - R21110272         Mál nr. US210353

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. febrúar 2022 um að bjóða skuli út úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar.

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Friðrik Klingbeil Gunnarsson ráðgjafaverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  18. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins, um opnun almenningsgarðs í úthverfi Reykjavíkur - MSS22010215         Mál nr. US220034

    Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 1. febrúar 2022 og vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að opna í úthverfi Reykjavíkur grænt svæði, almenningsgarð með afþreyingu, svo sem kaffihúsi og þar sem frætt verður um umhverfisgildi ræktunar og að minnka sóun. Núverandi meirihluta er tíðrætt um  græna borg  sem er af hinu góða. Ekki veitir af. Fulltrúi flokks fólksins vill efla og styrkja Reykjavík sem græna borg og þá ekki bara með grænum þökum á þéttingarsvæðum. Lagt er til að í almenningsgarðinum verði tré og runnar merkt og þar skrifaðar upplýsingar um gildi plantnanna; hvaða áhrif þær hafa á umhverfið. Í kaffistofu (græn kaffistofa) yrðu upplýsingaspjöld og leiðbeiningar sem unnar yrðu af fagfólki m.a. um gildi náttúrunnar í umhverfismálum og hvernig minnka mætti sóun. Taka mætti hér undir svæði í Elliðaárdal, jafnvel við Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti og þar sem væri líklega hægt að fá leiðsögn um slík svæði, allt út frá umhverfissjónarmiðum, skógi og fallegu umhverfi. Hafa mætti samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur, eða jafnvel íþróttafélög auk samráðs við íbúana á hverjum stað. Þetta framtak myndi opna skemmtilegt útivistarsvæði í nærumhverfi ytri byggðar og minnka þannig þörf á því að sækja afþreyingu annað með tilheyrandi kolefnisspori.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:09

Líf Magneudóttir Skúli Helgason

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
63._fundargerd_umhverfis-_og_heilbrigdisrads_fra_16._februar_2022.pdf