Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2021, miðvikudaginn 17. nóvember 2021, kl. 10:00 var haldinn 60. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Rannveig Ernudóttir og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Skúli Þór Helgason, Sabine Leskopf, Björn Gíslason, Jórunn Pála Jónasdóttir og Baldur Borgþórsson.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Skipulags- og samgönguráð og umhverfis- og heilbrigðisráð 2018-2022, fundadagatal 2022 Mál nr. SN130008
Lögð fram drög að fundadagatali skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs fyrir árið 2022.
Samþykkt.
- Kl. 10:02 tekur fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson sæti á fundinum
Heilbrigðisnefnd, Mál nr. US210013
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 8. október 2021, um ósk um undanþágu frá kröfu um lágmarkslofthæð á veitingastaðnum Devitos Pizza að Laugavegi 126. Einnig er lagt fram bréf frá arkitekt FAÍ, dags. 27. september 2021, til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, uppdráttur að Laugavegi 126, Devitos pizza, dags. 10. október 2021 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. október 2021.
Rúnar Ingi Tryggvason heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins nr. 136, frá 28. október 2021.
Fylgigögn
-
4. Lagt fram erindi verkefnastjórnar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2021 til 2032 á Suðvesturlandi, ásamt fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. október 2021.Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að reglugerð um áfyllingarstöðvar fyrir vélknúin ökutæki, dags. nóvember 2021, ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. nóvember 2021.
Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um ákvarðanir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna skotsvæðis: Lagt er til að fundin verði lausn á ágöllum á birtingu ákvarðana Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sbr. ákvarðanir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51 og 56/2021. Nýr vettvangur fyrir birtingu verði tilbúinn fyrir 20. janúar 2022. Einnig er lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. nóvember 2021.
Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins greiða atkvæði gegn frávísun.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á grundvelli upplýsinga um að málið sé í vinnslu og að það hylli undir lausn í birtingu ákvarðana Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er tillögunni vísað frá.
Fylgigögn
-
Lagður fram listi dags. 17. nóvember 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.
(E) Umhverfismál
Fylgigögn
-
SORPA bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu Bs. nr. 457 dags. 8. október 2021, nr. 458 dags. 13. október 2021 og nr. 459 dags. 15. október 2021 ásamt fylgigögnum.
Fylgigögn
-
Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga Mál nr. US200386
Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til húsfélagsins Aflagranda 40 og húsfélagsins Vættaborgum úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.
Samþykkt.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Gróðursetning við Kirkjusand, umsagnarbeiðni, R21100099, USK2021110020 Mál nr. US210326
Lögð fram umsagnarbeiðni borgarráðs, dags. 8. nóvember 2021, vegna styrkumsóknar Guðmundar Kristjáns Bjarnasonar, dags. 30. september 2021, til Borgarsjóðs fyrir hönd húsfélagsins að Kirkjusandi 1, 3 og 5 þar sem sótt er um styrk til að gróðursetja og fegra umhverfið við gatnamót Kirkjusands og Sæbrautar á lóðamörkum við þessar götur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. nóvember 2021.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Andrými félagsrými, félagasamtök, umsagnarbeiðni, R21100148, USK2021110019
Mál nr. US210327
Lögð fram umsagnarbeiðni borgarráðs, dags. 8. nóvember 2021, vegna styrkumsóknar Andrýmis félagsrýmis, félagasamtök, dags. 29. september 2021, til Borgarsjóðs þar sem sótt er um styrk til að halda uppi rými fyrir einstaklinga til að læra og rækta ávexti og grænmeti. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. nóvember 2021.Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.(E) Umhverfismál
Fylgigögn
-
Vöktun á fuglalífi í Reykjavík sumarið 2021, kynning Mál nr. US210296
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 14. október 2021, um vöktun mikilvægra fuglasvæða í Reykjavík ásamt viðauka.
Freydís Vigfúsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavík var fyrst sveitarfélaga til að setja sér stefnu um líffræðilega fjölbreytni og er að mörgu að hyggja til að skapa umhverfi og búsvæði fyrir lífverur í borginni. Fuglvöktun er mikilvægur liður í því að sjá hvernig megi vernda, styðja og styrkja fjölbreytt fuglalíf í Reykjavík í ólíku og fjölbreyttu umhverfi borgarinnar. Það er því mikilvægt að rannsaka og afla gagna þar að lútandi bæði til að framfylgja stefnu Reykjavíkur um líffræðilega fjölbreytni en líka til að móta nýja stefnu og grípa til aðgerða svo Reykjavík haldi sannarlega áfram að vera umhverfisvæn og lífvænleg borg fyrir allar lífverur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks þakka góða kynningu. Þeir kalla þó eftir að talning varðandi Árbæjarlón og Elliðarárdal verði birt ráðinu, bæði fyrir og eftir tæmingu lónsins fyrir ofan stíflu. Leitt er að ekki hafi verið skoðað betur hver áhrif tæming lónsins kynni að hafa á fuglalíf á svæðinu en ásýndin er sú að það sé ekki svipur hjá sjón.
Fylgigögn
-
Votlendissjóður, bréf Mál nr. US210319
Lagt fram bréf Votlendissjóðs, dags. 25. október 2021, þar sem óskað er eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um endurheimt votlendis í landi borgarinnar.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
Fylgigögn
-
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021 til 2032 á Suðvesturlandi, skýrsla, umsögn Mál nr. US210332
Lagt fram erindi verkefnastjórnar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2021 til 2032 á Suðvesturlandi, ásamt fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 1. nóvember 2021.
Friðrik Klingbeil Gunnarsson ráðgjafaverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi jarðvegsmengun Mál nr. US210336
Er heimilt að byggja leik- og grunnskólahúsnæði og íbúðarhús á lóð þar sem þungmálmar eru yfir leyfilegum mörkum í jörðu? Óskað er eftir skriflegu svari á næsta reglubundna fundi ráðsins.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Heilbrigðiseftirlits og skipulagsfulltrúa.
Fundi slitið klukkan 11:47
Líf Magneudóttir Sabine Leskopf
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis_og_heilbrigdisrad_1711.pdf