Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 6

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2018, miðvikudaginn 3. október kl. 13:01, var haldinn 6 fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Ráðssal. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir Vigdís Hauksdóttir og fulltrúi atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Óskar Ísfeld Sigurðsson og Marta Grettisdóttir.
Fundaritari var Örn Sigurðsson.

Þetta geriðst:

I.    Málefni Heilbrigðisnefndar skv. samþykktum um heilbrigðisnefnd Reykjavík,          Mál nr. US180276

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á ráðningu Guðlaugar Gylfadóttur í tímabundið starf sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  2. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 23. ágúst 2018 um tillögu að breytingu á svæðisskipulagi; Höfuðborgarsvæðisins 2040, varðandi breytt vaxtarmörk við Álfsnes og breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu í Álfsnesi dags. 27. júní 2018. Einnig lögð fram sameiginleg umhverfisskýrsla fyrir báðar tillögurnar. Einnig eru lagðar fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. febrúar 2018 og 20. september 2018.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinun undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Björgunar ehf. dags. 7. september 2018 um drög að matsáætlun vegna landfyllingar og hafnar fyrir efnissvinnsluvæði Björgunar í Álfsnesvík á Álfsnesi, ásamt greinargerð unna af ráðgjafafyrirtækinu ALTA fyrir Björgun. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. september 2018.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinun undir þessum lið.

  4. Lagt fram bréf skrifstofu skipulagsfulltrúa dags. 11. júlí 2018 vegna hugsanlegrar mengunar í jarðvegi, nýrra ofanvatnslausna og fráveitu í nýju deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi vestur, svæði 4. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. júlí 2018. 

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinun undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veitna ohf. til borgarstjórnar Reykjavíkur um tillögu að stýrðri lokun á Heiðmerkurvegi dags. 23. ágúst 2018.  Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 um deiliskipulag Heiðmerkur.

    Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Magnús Már Guðmundsson, fulltrúa Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlitsins um að brýn þörf sé á að ljúka deiliskipulagi fyrir Heiðmörk í landi Reykjavíkur. Útivist og umgengni á svæðinu þarf að vera skipulögð út frá forsendum umhverfis- og vatnsverndar.

    Fylgigögn

  6. Lagður fram listi, dags. 3. október 2018, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  7. Lagður fram listi, dags. 3. október 2018, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    II. Umhverfismál

  8. Blágrænar ofanvatnslausnir, kynning         Mál nr. US180265

    Fulltrúi Alta ehf. Hildur Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Magnús Már Guðmundsson, fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
     
    Reykjavíkurborg er leiðandi í vinnu við blágrænar ofanvatnslausnir. Sem dæmi má nefna eru Esjumelar fyrsta iðnaðarsvæðið á Íslandi sem er skipulagt með slíkum lausnum. Þá er allt vatn á yfirborði leitt í opnar grænar lausnir og út í Leirtjörn í nýrri byggð í Úlfarsárdal. Mikilvægi blágrænna ofanvatnslausna er ótvírætt á tímum loftslagsbreytinga. Þær minnka flóðahættu, stuðla að auknum líffræðilegum fjölbreytileika, auka verðmæti svæða ásamt því að vera hagkvæmar þegar kemur að uppbyggingu veitumannvirkja í borginni og létta á fráveitukerfum.

  9. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Miflokks, fjöldi ruslastampa og tæmingu þeirra.         Mál nr. US180247

    Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks Mörtu Guðjónsdóttur, Egils Þórs Jónssonar og fulltrúa Miðflokksins Vigdísar Hauksdóttur varðandi fjölda ruslastampa og tæmingu þeirra. Óskað er upplýsinga um fjölda ruslastampa  á almannafæri í borginni, sundurliðað eftir hverfum. Jafnframt er óskað upplýsinga um hversu oft þeir eru tæmdir.
    Einnig er lagt fram svar umhverfis og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 27. september 2018. 

    Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Sorpa bs., fundargerð         Mál nr. US130002

    Lögð fram fundargerð SORPU bs. nr. 394 frá 12. september 2018.
    Fylgiskjöl: 
    Lántökur vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar dags. 11. september 2018. 
    Bréf vegna framlengingu á samningi um urðun og yfirmokstur dags. 9. september 2018
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson bóka: 
    „Hér er verið að taka lán upp á einn og hálfan milljarð íslenskra króna þar sem vextir eru ekki tilgreindir. Eina aðkoma Reykjavíkurborgar er í gegnum einn stjórnarmann frá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald og því er óeðlilegt að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna sem hafa meirihluta atkvæða á bak við sig skuli ekki hafa neinn fulltrúa í stjórn Sorpu bs. Rétt er að benda á að Reykjavíkurborg ber fulla og ótakmarkaða ábyrgð á skuldum Sorpu í gegnum eignarhald sitt. Skuldir Sorpu munu meira en tvöfaldast við þessa lántöku.“
    Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Líf Magneudóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar Magnús Már Guðmundsson fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:

    Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfsnesi er næsta stóra skrefið í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu og í samræmi við sameiginlega stefnu sem sveitarfélögin hafa mótað um meðhöndlun úrgangs. Ábyrgð á stefnumótuninni og sjálfri framkvæmdinni liggur sameiginlega hjá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og þar er Sjálfstæðisflokkurinn víða í meirihluta. Í ljósi þess að allir flokkar eiga sæti í borgarstjórn og eru því sjálfkrafa hluti af borgarstjórn er erfitt að skilja hvað átt er við með hugtakanotkuninni "stjórnarandstaða" í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að flokkanir sem skipa minnihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ekki meirihluta atkvæða á bak við sig. Þar fyrir utan eru sveitarstjórnir fjölskipað stjórnvald og ríkir samkomulag um að hvert sveitarfélag skipi einn fulltrúa í stjórn Sorpu og er sá fulltrúi málsvari síns sveitarfélags óháð minni- eða meirihluta. Varðandi upplýsingar um vaxtaprósentu á lánum Sorpu þá hvílir leynd á grundvelli samningsskyldu.

    Kl. 14:36 víkur Egill Þór Jónsson af fundi. Örn Þórðarson  tekur sæti á fundinum á sama tíma. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ítrekað er að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fleiri atkvæði kjósenda á bakvið sig en stjórnarflokkarnir. Með þá staðreynd í huga verður það að teljast óeðlilegt að stjórnandstaðan eigi ekki fulltrúa í Stjórn Sorpu bs.

    Fylgigögn

  11. Úrgangur, Magntölur heimilisúrgangs í Reykjavík         Mál nr. US180277
    Fram fer kynning á yfirliti um magntölur heimilisúrgangs.

    Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  12. Sorphirða, samanburður sorphirðugjalda         Mál nr. US180279

    Fram fer kynning á samanburði á sorphirðugjöldum á Höfðuborgarsvæðinu.

  13. Vöktun á ágengum plöntum í Reykjavík og aðgerðir gegn tröllahvönnum sum, vöktun 2018         Mál nr. US180281
    Kynning á vöktun á ágengum plöntum í Reykjavík og aðgerðir gegn tröllahvönnum sumarið 2018.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Örn Þórðarrson og Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:

    „Ánægjulegt er að átak í að útrýma ágengum plöntum, sérstaklega Bjarnarkló, er að skila sér. Hins vegar er það áhyggjuefni að þessar plöntur virðast dreifa sér í meira mæli í sumum hverfum en öðrum. Mikilvægt er að íbúar séu upplýstir um hvar þær eru að finna og að þær geta valdið skaða. Þá er mikilvægt að samstarf verði haft við skóla til að fræða börnin um skaðsemi þessara plantna.

    Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  14. Betri Reykjavík/þín rödd, fegra umhverfi á milli blokkanna í Stífluseli og Tunguseli  (USK2018080046)         Mál nr. US180256

    Lagt fram erindið "fegra umhverfi á milli blokkanna í Stífluseli og Tunguseli " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 31.ágúst 2018. Erindið var fimmta  efst í málaflokknum Umhverfismál. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 20. september 2018.

    Kl. 15:25 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi.

    Fylgigögn

  15. Tillaga umhverfis- og heilbrigðisráðs
    Umhverfis- og heilbrigðisráð felur umhverfis- og skipulagssviði að koma með tillögur að verkefnislýsingu fyrir endurskoðun að aðkomu að fjölförnu útivistarsvæði við Esjurætur, m.a. fyrir áningu, umhverfismerkingar og hreinlætisaðstöðu svo eitthvað sé nefnt.
    Samþykkt.

  16. Reykjavíkurtjörn, áhrif þéttingar byggðar á vatnsbúskap Reykjavíkurtjarnar.         Mál nr. US180287

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks óska eftir kynningu á því hvaða áhrif enn frekari þétting byggðar í Vatnsmýri gæti haft á vatnsbúskapinn í Reykjavíkurtjörn. Óskað er eftir því að sérfræðingur á sviði umhverfis- og auðlindamála annist kynninguna.
    Frestað 

Fundi slitið klukkan 16:03

Líf Magneudóttir Magnús Már Guðmundsson

Marta Guðjónsdóttir