Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 54

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2021, miðvikudaginn 16. júní 2021, kl. 13:14 var haldinn 54. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ræktunarstöðinni í Fossvogi.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Þorkell Heiðarsson, Sabine Leskopf, Valgerður Árnadóttir, Þórdís Pálsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Þórólfur Jónsson, Jóhanna Guðjónsdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir, Snædís Karlsdóttir Bergmann og Eva Hauksdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Umhverfis- og heilbrigðisráð, kosning nýs fulltrúa og varafulltrúa         Mál nr. US210144

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. maí. 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar 18. maí. 2021 um að Rannveig Ernudóttir taki sæti Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur í umhverfis- og heilbrigðisráði og að Valgerður Árnadóttir taki sæti Rannveigar sem varamaður í ráðinu.

        Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

    Fylgigögn

  2. Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald ódags. Einnig er lögð fram umsagnarbeiðni  frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 15. apríl 2021 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. apríl 2021. 

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Kynning á vöktun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á umhverfisþáttum vegna eldgossins í Geldingadölum.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir og Björn Kristján Bragason heilbrigðisfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Lagður fram til kynningar rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030/40, borgarlínan í Reykjavík, 1. lota Borgarlínunnar vegna Ártúns, Fossvogsbrúar, vinnslutillaga í forkynningu dags. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsagnarbeiðni vegna Borgarlínunnar, forkynningu á vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og Reykjavíkur 2010-2030 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. maí 2021.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram til kynningar bréf Kópavogsbæjar dags. 27. apríl 2021 vegna deiliskipulags Arnarnesvegar, 3. áfanga, frá Rjúpnavegi Í Kópavogi að Breiðholtsbraut í Reykjavík ásamt skipulagslýsingu frá Eflu dags. 19. mars 2021. Einnig er lögð fram umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg dags. 26. apríl 2021 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. maí 2021.  

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram til kynningar bréf Carbfix sem sent var til Skipulagsstofnunar dags. 9. apríl 2021 vegna rannsóknarverkefnis Carbfix og Sorpu á tilraunaföngun og -förgun á CO2 frá gashreinsistöð SORPU Álfsnesi. Einnig er lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun dags. 26. apríl 2021 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. maí 2021.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram til kynningar umsagnarbeiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 31. maí 2021, vegna umsóknar Icelandair hótela um undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti nr. 91/2002 m.s.b., um að ekki megi hleypa hundum inn á gististaði í II., III. og IV flokki og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. júní 2021.

    Aron Jóhannsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsókn Sigmars Bjarna Sigurðssonar, ásamt fylgigögnum, um leyfi til hundahalds að Meðalholti 10 í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlitið leggur til að umsókninni verði synjað þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði 5. gr. samþykktar um hundahald í Reykjavík og 1. mgr. 33. gr. e. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 um samþykki annarra eigenda í fjöleignarhúsi. Einnig er lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur dags. 16. febrúar 2021, ofnæmisvottorð frá Læknasetrinu ehf. dags. 16. mars 2021 og læknisvottorð dags. 2. febrúar 2021 og samskipti varðandi hundahaldið.

    Umsókn synjað með sex atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúi Miðflokksins greiðir atkvæði gegn synjuninni og fulltrúi Pírata situr hjá.

  9. Lagður fram listi dags. 16. júní 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    Fylgigögn

  10. Loftlagsbókhald fyrir höfuðborgarsvæðið, kynning         Mál nr. US210166

    Kynning á fyrirhugaðri vinnu við sameiginlega loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið hjá SSH.

    Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur og Jón Kjartan Ágústsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  11. Umhverfis- og skipulagssvið, uppgjör janúar til mars 2021, trúnaður         Mál nr. US200295

    Lögð fram greinargerð þriggja mánaða uppgjörs umhverfis- og skipulagssviðs janúar til mars 2021.

  12. Heilsuborgin Reykjavík, Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar til 2030 - USK2021050116         Mál nr. US210154

    Lögð fram umsagnarbeiðni borgarráðs dags. 27. maí 2021 ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 17. maí 2021, þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og heilbrigðisráðs um drög að Lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    (E) Umhverfismál

    Fylgigögn

  13. SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu Bs. nr. 447 dags. 15. apríl 2021 og 448 dags. 21. maí 2021.

    Fylgigögn

  14. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til Húsfélaga að Rekagranda 2-10 og Seilugranda 1-9, Flétturima 9-15, Stóragerði 30, Kristnibraut 87, Reykási 22-26 og Hæðargarði 33 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  15. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um Nýja Skerjafjörðinn         Mál nr. US200453

    Nú hefur komið í ljós að jarðvegurinn í Nýja Skerjafirði er olíumengaður. Hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eða aðrar eftirlitsstofnanir rannsakað hvort jarðvegsmengun í formi þungamálma finnist á svæðinu? Ef ekki, telur HER þörf á slíkri rannsókn. 

    Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

  16. Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, vegna Fossvogsskóla á aukafundi 1. mars 2021         Mál nr. US210050

    1.    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í umhverfis- og heilbrigðisráði óska eftir upplýsingum um hversu oft heilbrigðiseftirlitið hafi farið í sérstakt eftirlit vegna myglu í Fossvogsskóla.

    Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    2.    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í umhverfis- og heilbrigðisráði óska eftir öllum niðurstöðum frá Heilbrigðiseftirlitinu úr þeim sérstöku eftirlitsferðum sem farnar hafa verið í Fossvogsskóla vegna mygluvandans.

    Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    3.    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í umhverfis- og heilbrigðisráði óska eftir skýringum á því hvers vegna ekki var boðað strax til fundar í ráðinu eftir að skýrsla Verkís var tilbúin og send Reykjavíkurborg 3. febrúar síðastliðinn.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

    4.    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks óska skýringa á því hvers vegna sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs sendu ekki strax skýrslu Verkís vegna Fossvogsskóla sem barst Reykjavíkurborg 3. febrúar síðastliðinn ráðsmönnum til upplýsingar. 

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

  17. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hunda í afgreiðslurými borgarþjónustufyrirtækja - R21030277         Mál nr. US210097

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. júní 2021.

    Tillögu vísað frá. 

    Umhverfis- og heilbrigðisráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Starfsstöðvum og stofnunum Reykjavíkurborgar ber að fylgja settum lögum og reglugerðum. Ef undanþága er fyrir hendi í reglugerðum og lögum er sjálfsagt að fyrirsvarsmenn eininga borgarinnar taki ákvarðanir um slíkt. Umhverfis- og heilbrigðisráð hefur ekki boðvald yfir þeirri ákvarðanatöku.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:06

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis_og_heilbrigdisrad_1606.pdf