Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 53

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2021, miðvikudaginn 19. maí 2021, kl. 10:05 var haldinn 53. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir, Björn Gíslason, Egill Þór Jónsson, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Þórólfur Jónsson og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar,          Mál nr. US200205

    Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 5. maí 2021, þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 4. maí sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 30. mars 2021, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1436/2020 og auglýsing, dags. 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

    Fylgigögn

  2. Nagladekkjatalningar í Reykjavík veturinn 2020-2021, kynning         Mál nr. US210122

    Kynntar niðurstöður mælinga á hlutfalli bifreiða á nagladekkjum í Reykjavík veturinn 2020-2021.

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata lýsa yfir áhyggjum við aukna nagladekkjanotkun. Ljóst er að það þarf að leita allra leiða til að minnka notkun á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að stemma stigu við notkun nagladekkja þarf að skapa umræðu og upplýsa fólk um meinsemd þeirra en einnig þarf að skoða fleiri útfærslur á borð við gjaldtöku eða gjaldtöku með skilyrðum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:

    Notkun nagladekkja hefur aukist síðustu ár úr 22 % þegar best var, í 40 %. Á síðasta ári var umferð mjög óvenjuleg vegna Covid og er því ekki að undra að nagladekkjanotkun hefur dregist saman þar sem engir ferðamenn voru í landinu. Ljóst er að gera þarf átak í að hvetja fólk til að nota minna nagladekk og ekki má draga of miklar ályktanir út frá þessu fráviksári.

    Gunnar Hersveinn Sigursteinsson sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

        Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

  3. Lögð fram umsagnarbeiðni Umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2021 ásamt skipulag- og matslýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði áfanga 2 dags. 26. febrúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 5. maí 2021.

    Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar vegna tilkynningar Ísteka um lyfjaframleiðslu skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. apríl 2021.

    Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 10:39 víkur Egill Þór Jónsson af fundi.
    -    Kl. 10:39 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsagnarbeiðni Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2021 ásamt skipulagslýsing fyrir deiliskipulag vegna nýrra samgöngutenginga úr Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi dags. 19. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. maí 2021.

    Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram til kynningar minnisblað Veitna dags. 21. apríl 2021 vegna áforma Veitna um lækkun yfirborðs Myllulækjartjarnar.

    Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsókn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma að Vestur hlíð 6, Starfsleyfi fyrir bálstofu dags. 2. júní 2020. Einnig eru lögð fram  drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur dags. 4. maí 2021, verklagsreglur í bálstofu KGRP í Fossvogi ódags. og almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi dags. 5. desember 2018.

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúa Miðflokksins verður ekki oft orðavant. En nú ganga yfirvöld í Reykjavík of langt. Út yfir dauða og gröf. Í orðins fyllstu merkingu. Einu starfandi bálstofu landsins skal nú gert ókleift að framkvæma fleiri en að hámarki 1100 bálfarir á ári, en árið 2020 voru framkvæmdar hartnær 1000 slíkar. Því er  ljóst að ekki verður unnt að verða við þessari hinstu ósk margra á komandi misserum. Af umhverfisástæðum að sögn. Hér gengur Reykjavíkurborg of langt. Alltof langt.

    Ásgeir Björnsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram til afgreiðslu drög að breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík dags. 12. maí 2021.

    Samþykkt. 
    Vísað til borgarráðs

    Fylgigögn

  9. Lögð fram til afgreiðslu drög að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavík dags. 14. maí 2021 ásamt greinargerð. 

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Vísað til borgarráðs

    Fylgigögn

  10. Lagt fram til afgreiðslu drög að gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavíkurborg dags. án dags. Einnig er lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 18. janúar 2021 vegna tillögu umhverfis- og heilbrigðisráðs um stýrihóp um þjónustu við gæludýr.

    Samþykkt með sjö atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata, Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá við afgreiðslu.

    Vísað til borgarráðs

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins lýsir yfir ánægju sinni með lækkaða verðskrá, en hugnast ekki handsömunargjald handsamaðra hunda.

    Fulltrúar Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Við afhendingu handsamaðs óskráðs hunds ber að innheimta kr. 30.200 handsömunargjald. Að auki skal eigandi greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds.

    Fylgigögn

  11. Lagður fram listi dags. 19. maí 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    (E) Umhverfismál

    Fylgigögn

  12. SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu Bs. nr. 446 dags. 26. febrúar 2021 ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  13. Friðun í Blikastaðakró,          Mál nr. US210137

    Lögð fram fundargerð Umhverfisstofnunar dags. 10. maí 2021 vegna tillögu um að friðlýsa Blikastaðakró. Einnig er lagt fram vinnukort Umhverfisstofnunar dags. 12. maí 2021 sem sýnir tillögu að afmörkun friðlýsingarinnar. 

    Kynnt. 

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Umhverfis- og heilbrigðisráði lýst vel á að stefna að verndun Blikastaðakróar og Leiruvogs, í samvinnu við Mosfellsbæ, eins og svæðið er sýnt í tillögum Náttúrufræðistofnunar til B-hluta Náttúruminjaskrár. Ráðið felur skrifstofu umhverfisgæða að vinna málið áfram.

    Fylgigögn

  14. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til Húsfélagsins að Sóleyjarrima 1 - 7 og Húsfélagsins að Meistaravöllum 9 - 13 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt.

  15. Rauðhólar, nýtt deiliskipulag     (08.1)    Mál nr. SN200198

    Lögð fram til kynningar tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. mars 2021, að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Í tillögunni  eru aðalleiðir gangandi og ríðandi um svæðið fest inn á skipulagsáætlun. Er það gert til að auka upplifun ólíkra útivistarhópa í sátt við náttúruna, auk þess sem náttúru- og útivistarstígar eru skilgreindir á uppdrætti. Jafnframt er nýtt bílastæðahólf skilgreint sem jafnframt er þá upphafsstaður fyrir aðkomu inn í Rauðhólana fyrir þá sem koma akandi að svæðinu. Búið er að kortleggja helstu jarðminjar og vistgerðir auk fornleifapunkta. Einnig er lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. í nóvember 2020.

    Kynnt. 

    Umhverfis- og heilbrigðisráð leggur fram eftirfarandi bókun:

    Mikilvægt er að horft sé til ólíkra hópa notenda á svæðinu og að lögð verði áhersla á að horft sé til hugmyndafræði algildrar hönnunar við útfærsluna þannig að tryggt verði að aðgengi sé fyrir alla.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  16. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um kortlagningu á asbesti í húsnæði í Gufunesi - R21040321         Mál nr. US210125

    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem barst borgarráði dags. 29. apríl 2021 og var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs dags. 30. apríl 2021:

    BORGARRÁÐ 29. apríl 2021: Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kortlagningu á asbesti í húsnæði í Gufunesi - R21040321 Nýverið fannst asbest í húsnæði er Reykjavíkurborg á í Gufunesi. Það er ótækt að ekki hafi verið kortlagt hvar asbest er að finna í húsnæði sem er í eigu borgarinnar líkt og Sjálfstæðismenn lögðu til, í Gufunesi er verið að leigja rými til fólks í skapandi greinum, rými sem þarfnast endurnýjunar. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef fólk andar að sér asbestryki og því óska fulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að kortlagt verði hvar asbest er að finna í því húsnæði sem Reykjavíkurborg er að leigja út í Gufunesi. Mikilvægt er að leigjendur verði upplýstir um það hvort að asbest sé í þeim rýmum sem þeir leigja til þess að geta kallað til aðila með fagþekkingu þegar farið er í endurnýjun á rýmum þar sem asbest er að finna. Þannig að hvorki leigendur eða verktakar sem koma að breytingum vera fyrir alvarlegri asbestmengun líkt og gerðist þegar byrjað var í framkvæmdum á leigurými þar sem ekki var vitað að asbest væri að finna.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

Fundi slitið klukkan 12:10

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis_og_heilbrigdisrad_1905.pdf