Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2021, miðvikudaginn 17. mars 2021, kl. 10:06, var haldinn 50. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Björn Gíslason, Egill Þór Jónsson, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar, Mál nr. US200205
Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 17. febrúar 2021, þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 16. febrúar sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 16. desember 2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1436/2020 og auglýsing, dags. 4. desember 2020, um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.
Heilbrigðisnefnd, Mál nr. US210013
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. febrúar þar sem óskað er eftir að heilbrigðisnefnd aflétti leigubanni af íbúðarhúsnæði að Vesturbergi 195.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram kæra nr. 123/2020, dags. 20. nóvember 2020, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að heimila Vöku hf. að starfa án starfsleyfis að Héðinsgötu 2. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 20. desember 2020 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál, dags. 18. febrúar 2021. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál dags. 15. febrúar 2021 ásamt kæru nr. 15/2021, dags. 13. febrúar 2021, þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa úr starfsleyfi fyrir starfsemi Vöku hf. að Héðinsgötu 2.
-
Lagður fram úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis dags. 26. febrúar 2021 vegna kæru Ölgerðarinnar Egill Skallagríms hf. á ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun á dreifingu vörunnar PoP-A-Lot Popping Oil Specially Seasoned for Better Butter Flavor poppolíu. Úrskurðarorð: Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. febrúar 2020, um stöðvun dreifingu vörunnar Pop-A-Lot Popping Oil Specially Seasoned for Better Butter Flavor poppolíu, er staðfest.
-
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem óskað er heimildar til að leggja á dagsektir vegna hreinsunar á lóð að Leifsgötu 4b.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur, útg. 11. mars 2021.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi þeirra alvarlegu og ítarlegu athugasemda sem bárust við auglýsingu starfsleyfisins ítreka fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata að eftir 2 ár verði ekki gefið út nýtt starfsleyfi fyrir skotstarfsemi í Álfsnesi. Núverandi staðsetning er ekki ásættanleg, fyrir hvorki íbúa né náttúru. Starfseminni þarf að finna nýjan stað þar sem hún getur farið fram í sátt við sitt umhverfi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins mótmæla því að nýtt starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur sé lagt fram til kynningar eftir afgreiðslu þess en ekki áður, eins og fulltrúarnir voru fullvissaðir um. Nýtt starfsleyfi gerir starfsemi Skotfélagsins mjög erfitt fyrir með takmarkandi opnunartíma. Nær hefði verið að vinna lausnir í samráði við Skotfélag Reykjavíkur. Svona framkoma er borginni ekki til sóma gagnvart elsta íþróttafélagi Reykjavíkur og jafnframt elsta íþróttafélagi landsins.
Fylgigögn
-
Lagður fram listi dags. 17. mars 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lagður fram listi dags. 17. mars 2021 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Trúnaðarmerkt.
Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.
(E) Umhverfismál -
SORPA bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu Bs. nr. 443 dags. 29. janúar 2021.
Fylgigögn
-
Reykjanesfólkvangur, fundargerðir Mál nr. US210064
Lagðar fram fundargerðir Reykjanesfólkvangs frá 3. febrúar 2021.
Fylgigögn
-
Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga Mál nr. US200386
Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til Húsfélagsins Espigerði 4 - 20 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.
Samþykkt.
-
Tillaga um að hefja söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi í Reykjavík, tillaga Mál nr. US210065
Lögð fram til samþykktar tillaga skrifstofu umhverfisgæða um að hefja hirðu á lífrænum eldhúsúrgangi í Reykjavík í áföngum í september 2021.
Samþykkt.
Friðrik Klingbeil Gunnarsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Innsetningar í minningu skógræktar í Elliðaárdal, kynning Mál nr. US210058
Kynning á vinningstillögu samkeppninnar á vegum Orkuveira Reykjavíkur 2019 um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og nærliggjandi húsum.
Atli Bollason og Brynhildur Pálsdóttir úr hönnunarteyminu Terta, Birna Bragadóttir frá OR og Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Umhverfis- og heilbrigðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Umhverfis- og heilbrigðisráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og fagnar því að aukin fjárfesting sé sett af hálfu Orkuveitunnar í útivistarsvæðið í Elliðaárdal.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210067
Þann 21. júní 2019 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu í borgarstjórn um markvissa gróðursetningu til að minnka vindálag í Reykjavík (málsnr. US190274). Borgarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs. Þann 16. október sama ár var tillögunni vísað að til Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða og inn í áætlun og greiningar. Hver er staðan á þessari vinnu?
Frestað.
Fundi slitið klukkan 11:27
Líf Magneudóttir
PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis_og_heilbrigdisrad_1703.pdf