Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2018, miðvikudaginn 19. september kl. 13:02, var haldinn 5. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Ráðssal.
Viðstaddir voru: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir Vigdís Hauksdóttir og Ólafur Jónsson sem fulltrúi atvinnulífsins. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir , Árný Sigurðardóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Hreinn Ólafsson, Eygerður Margrétardóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundaritari er Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
I. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 2019.
Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur samþykkt.US180269
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. -
Lögð fram drög að 6 mánaða uppgjöri vegna reksturs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2018. US180268
II. Umhverfis- og heilbrigðisráð
-
Fram fer kynning á drögum að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2019. Einnig fer fram kynning á drögum að gjaldskrám umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisiflokksins:
Umhverfisráð samþykkir að farið verði hið fyrsta í allsherjarátak að hreinsa veggjakrot í borginni sem hefur stóraukist að undanförnu. Jafnframt verði leitað eftir samstarfi m.a. við ungmennaráð, íbúasamtök, skóla, frístundamiðstöðvar, félagasamtök og rekstraraðila í þeirri viðleitni að draga úr veggjakroti.Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 14:40
Líf Magneudóttir Magnús Már Guðmundsson
Marta Guðjónsdóttir