Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 46

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2021, miðvikudaginn 20. janúar kl. 10:03, var haldinn 46. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í

auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Egill Þór Jónsson, Örn Þórðarson, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, og Jóhanna Guðjónsdóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Rannsókn á svifryki á höfuðborgarsvæðinu, tilkynning Vegagerðarinnar, kynning - R20110356, USK2020120023         Mál nr. US210003

    Lögð fram tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 25. nóvember 2020, um niðurstöður rannsóknar á svifryki á höfuðborgarsvæðinu.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þó loftgæði í Reykjavík séu ein þau bestu í heimi fer svifryk engu að síður hér yfir heilsuverndarmörk og er það ógn við heilsu okkar og líf og spillir annars góðum loftgæðum. Umferð og útblástur bíla er helsta orsök svifryksmengunar og þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Þá skipta aðrir þættir máli í myndun svifryks eins og slit á vegum, bremsum og dekkjum en einnig hefur tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónusta, eins og söltun og skolun, áhrif. Að búa við svifryksmengun sem fer yfir heilsuverndarmörk og setur þannig heilsufar íbúa höfuðborgarsvæðisins í hættu óásættanlegt.  og bregðast verður við með öllum tiltækum ráðum. Hægt er að grípa til bæði skamm- og langtíma mótvægisaðgerða með því m.a. að setja skammtíma takmarkanir á fjölda bíla og lækka umferðarhraða ásamt því að bleyta götur þegar þurrt er. Þá verður að draga sem mest úr allri nagladekkjanotkun. En hvað sem þessum aðgerðum líður þá er áríðandi  að stjórnvöld grípi til allra þeirra árangursríku aðgerða sem þau geta til að draga úr umferðartengdri loftmengun og að heimildir sveitarfélaga verði rýmkaðar enn frekar í lögum svo þau geti brugðist skjótt við.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í upphafi kjörtímabils yfirlýsingu um að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Í kjölfarið lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Meðal aðgerða sem lagt var til í tillögunni var dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), að frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, og að íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, að nýting affallsvatns verði notuð  í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar og að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Frá því þessi tillaga var lögð fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt.

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Miðflokksins vill nota önnur ráð en boð og bönn til að fá íbúa borgarinnar til að nota annan búnað en nagladekk. Það er sannarlega svo að þeir sem á höfuðborgarsvæðinu búa þurfa vel flestir ekki á slíkum búnaði að halda, á því eru þó undantekningar. Höfðum til þeirra sem ekki þurfa á nagladekkjum að halda að sleppa notkun þeirra, án þess að fórna öryggi þeirra sem sannarlega þurfa á þeim að halda öryggis síns og annarra vegna. Hvað varðar sótmengun þá eru öll teikn á lofti um að hröð rafbílavæðing fari nærri því að núlla þann lið á allra næstu árum hvað fjölskyldu/einkabílinn varðar. Engin vafi er á, að stórbæta þarf úr þegar kemur að þrifum gatna. Sá liður fær hinsvegar lítið vægi í meðfylgjandi skýrslu og vekur það furðu undirritaðs. Nálgumst málin með skynsemi, ekki öfgum.

    Hrund Ó. Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson prófessorar við Háskóla Íslands taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

        Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsfulltrúa dags. 16. desember 2020 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2020 um deiliskipulag Nesvíkur varðandi uppbyggingu gististarfsemi, veitingaþjónustu og baðstað ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. janúar 2021.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 10:57 víkur Ellen Jacqueline Calmon af fundi.
    -    Kl. 10:57 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Kynning á niðurstöðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur úr vöktun loftgæða og strandsjávar í Reykjavík árið 2020.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram og kynnt skýrsla Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rannsókn á blý- og hávaðamengun hjá Skotveiðfélagi Reykjavíkur og Skotfélagi Reykjavíkur á Álfsnesi dags. 16. desember 2020, ásamt fylgigögnum. 

    Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 14. janúar 2021, við fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins um skotsvæðið í Álfsnesi - US210002

    Fylgigögn

  6. Lagður fram listi dags. 20. janúar 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  7. Lagður fram listi dags. 20. janúar 2021 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Trúnaðarmerkt.

    Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    (E) Umhverfismál

  8. SORPA bs., fundargerðir         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu Bs. nr. 440 dags. 8. desember, nr. 441 dags. 
    16. desember og nr. 442 dags. 30. desember 2020.

    Fylgigögn

  9. Bruninn á Álfsnesi, kynning         Mál nr. US210011

    Kynning um brunann í Sorpu á Álfsnesi þann 8. janúar 2021.

    Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  10. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til Húsfélagsins Arnarhlíð 1 og Húsfélaganna Fífuseli 20-36 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

     Samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Efnistaka á hafsbotni í Kollafirði, Faxaflóa, umsögn - USK2020120026         Mál nr. US210014

    Lögð fram til kynningar umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða, um leyfisveitingu Orkustofnunar til Björgunar vegna efnistöku á hafsbotni í Kollafirði, Faxaflóa. Einnig eru lagðar fram umsagnarbeiðnir Orkustofnunar, dags. 7. desember 2020 auk umsókna til Orkustofnunar, dags. 22. júní 2020, breytt 30. nóvember 2020.

    Umhverfis- og heilbrigðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar í umhverfis- og heilbrigðisráði taka undir umsögn skrifstofu umhverfisgæða um efnistöku Björgunar í Kollafirði og ítreka fyrri afstöðu sína um að frekara mat þurfi að fara fram m.t.t. vistkerfa, áhrifa á strandlengjuna og landmótunar, lífríkis á hafsbotni og vistkeðjunnar í heild sinni og áhrifa af loftslagsbreytingum. Vöktun og rannsókna er þörf og er rík rökstudd ástæða til að meta umhverfisáhrif áður en leyfi fyrir efnistöku Björgunar er gefið út.

    Snorri Sigurðsson verkefnastjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Listaverk í Vesturbæ, kynning         Mál nr. US210015

    Kynnt niðurstaða úr samkeppni og uppsetning listaverksins Sjávarmál við Eiðsgranda.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
    (D) Ýmis mál

  13. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um kolefnisspor upplýsingabæklings Reykjavíkurborgar - USK2020110105, R20110353         Mál nr. US200397

    Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 22. desember 2020. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Umsögn skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn um kolefnisspor upplýsingabæklings Reykjavíkurborgar, Uppbygging: Íbúða í borginni og Græna planið frá október, er einstaklega rýr og ómálefnaleg.   Fyrir sveitarfélag sem leggur áherslu á umhverfismál og hefur hið svokallaða „Græna planið“ sem leiðarljós er það óboðlegt að bjóða upp á svo ómálefnalegt og innihaldsrýrt svar. Öllum hefði mátt vera ljóst að með fyrirspurninni var ekki verið að leita eftir nákvæmum upplýsingum úr kolefnisbókhaldi þeirra fyrirtækja sem að málinu komu, né heldur að meta nákvæmlega kolefnisfótspor hvers verkþáttar með mörg hundruð klukkustunda rannsóknavinnu með kostnaði sem gæti nálgast fimm miljónir króna.  Svarið má túlka sem áhugaleysi og virðingarleysi gagnvart því kolefnisspori og þeim umhverfisáhrifum sem dreifing á 9,6 tonnum af pappír í kynningu á grænum áformum hefur í för með sér.  Nánast öll fyrirtæki og stofnanir í landinu hafa farið aðrar og umhverfisvænni leiðir í sínum kynningarmálum.  Dreifing á 9,6 tonnum af pappír inn um allar bréfalúgur í borginni er algjörlega úr takti við þá virðingu sem umhverfisvernd fær hjá öllum í dag. Nema Reykjavíkurborg sem velur þessa furðulegu og úreltu leið til að kynna grænar áherslur sínar.  Umhverfismál eru allt of mikilvæg til þau megi umgangast með þessum sóðaskap.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:37

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis_og_heilbrigdisrad_2001.pdf