Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2021, föstudaginn 8. janúar kl. 09:03, var haldinn 45. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 3. hæð, Arnarholti. Viðstödd var Líf Magneudóttir.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í
auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir, Egill Þór Jónsson, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Þórólfur Jónsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Þórhildur Ósk Halldórsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Loftlagsáætlun 2021-2025,
Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum árin 2021-2025, drög, kynning Mál nr. US210001Lögð fram drög að Loftlagsáætlun 2021-2025, dags. 14. desember 2020, ásamt viðaukum.
Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur, Vigdís Hauksdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir fulltrúar í stýrihópi um loftslagsstefnu Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt svohljóðandi málsmeðferð:
Ráðið samþykkir að senda drögin til kynningar og frekara samráðs til hagaðila og almennings.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum er hér kynnt í drögum. Boðaðar eru ítarlegar og metnaðarfullar aðgerðir í loftslagsmálum þar sem áratugur aðgerða er runninn í garð. Víðtækt samráð var haft við mótun aðgerðaráætlunarinnar og mikil þátttaka almennings, félagasamtaka og fagaðila einkenndi ferlið. Ráðið samþykkir að senda drögin til kynningar og frekara samráðs til hagaðila og almennings. Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlunin taki frekari breytingum í því samráðsferli.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Margt ágætt er í drögum að loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar. Hins vegar er áhyggjuefni að fyrstu drög ganga gegn samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar er markmiðið skýrt: „Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta“.
Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi í stýrihópi um loftslagsstefnu Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Miðflokksins sem á sæti í stýrihópi um loftslagsstefnu Reykjavíkur þakkar starfsmönnum stýrihópsins fyrir vel unnin störf við gerð stefnunnar. Því er fagnað að tekið var tillit til sjónarmiða borgargarfulltrúa Miðflokksins m.a. það að notast við eins nýjar upplýsingar og til voru. Vinna hópsins tafðist um nokkra mánuði vegna þessa en töfin leiddi það af sér að vinna hópsins bætti faglega niðurstöðu skýrslunnar. Auðvitað er það eðlilegt að sjónarmið aðila í stýrihópnum skarast vegna mismunandi pólitískra skoðana þó að í heildina er tekið undir margt sem kemur fram í loftslagstefnunni eru nokkur atriði sem ekki er hægt að skrifa undir. Því gerir borgarfulltrúi Miðflokksins formlegan fyrirvara á skýrsluna og situr hjá við afgreiðslu hennar út úr stýrihópnum.
Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Undir þessi sjónarmið tekur Baldur Borgþórsson nefndarmaður Miðflokksins í umhverfis- og heilbrigðisráði.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210002
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur var falið að taka út skotsvæðið í Álfsnesi á árinu 2020 og skila skýrslu um mengun á svæðinu og að gera hljóðmælingar. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. mars 2021. 1. Hvað líður gerð skýrslunnar? 2. Er hún tilbúin og er búið að kynna hana fyrir einhverjum hagsmunaðilum s.s. íbúum á Kjalarnesi og Kollafirði og íbúaráði Kjalarness? 3. Hvað kom út úr mengunarmælingum á óæskilegum efnum í jörðu? 4. Hvað kom út úr hljóðmælingum? 5. Á hvaða tíma voru hljóðmælingar gerðar sundurliðað eftir vikum á árinu 2020? 6. Hvernig á að standa að kynningu á skýrslunni fyrir almenningi?
Frestað.
Fundi slitið klukkan 10:17
Líf Magneudóttir Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis_og_heilbrigdisrad_0801.pdf