Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 42

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2020, miðvikudaginn 28. október kl. 09:04, var haldinn 42. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í

auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI.

bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Þorkell Heiðarsson, Alexandra  Briem, Egill Þór Jónsson, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Þórólfur Jónsson og Gréta Mar Jósepsdóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 7/1998, mál nr. 204/2020 birt í samráðsgátt 29. september 2020 um menntun og þjálfun sundkennara og - þjálfara, eftirlit með starfsemi og athöfnum o.fl. ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. október 2020. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsaganarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 14. september 2020 um landfyllingu í Nýja Skerjafirði, skýrsla Eflu, Landfylling í Nýja Skerjafirði, tillaga að matsáætlun dags. 9. september 2020 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. september 2020.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010, 150. löggjafarþing, mat á áhrifum lagasetningar dags. 9. júlí 2020 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. október 2020.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2020 um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna stefnu um íbúðabyggð, nýir reitir fyrir íbúðabyggð og hverfiskjarnar: Arnarbakki í Neðra Breiðholti, Eddufell, Völvufell og Suðurfell í Efra Breiðholti, Rangársel í Seljahverfi, reitur á mörkum Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Háaleitis- og Bústaðahverfi og reits við Vindás og Brekknaás í Seláshverfi ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. október 2020.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Athygli er vakin að í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins eru gerðar alvarlegar athugasemdir við þau áform borgarinnar að byggja alveg ofan í umferðarþungar götur. Í umsögninni gengur Heilbrigðiseftirlitið svo langt með að segja: „…vill HER taka það fram að ekki er æskilegt að reisa nýtt íbúðarhúsnæði nálægt umferðarþungum stofnbrautum eins og Miklubraut“, en hér er átt við íbúðarbyggð nr. 64. Einnig er tekið fram að íbúðarbyggð nr. 65 við Furugerði-Bústaðarveg sé of nálægt umferðarþungri götu. Loft- og hávaðamengun sé of mikil.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2020 um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi Nýja Skerjafjörð; fjölgun íbúða, staðsetning nýs skóla, breytt landnotkun og minnkað umfang landfyllingar í Skerjafirði ásamt umsögn Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur dags. 21. október 2020.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins taka undir alvarlegar athugasemdir umsagnar Heilbrigðiseftirlitsins varðandi Nýja Skerjafjörðinn en samkvæmt HER er jarðvegurinn á þessu svæði olíumengaður eins og fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á, einnig að fyrirhuguð landfylling liggur að verndarsvæðum. Það er óábyrgt að keyra í gegn uppbyggingu á svæðinu áður en jarðvegurinn er hreinsaður og honum fargað á réttan hátt. Tekið er fram að strangari kröfur til hreinsunar og jarðvegsskipta þar sem olíumengun er í jarðvegi þegar að um er að ræða starfsemi fyrir börn. Vel að merkja er engin móttökustöð fyrir olíumengaðan jarðveg í landinu.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  6. Lögð fram skýrsla stýrihóps um þjónustu við gæludýr, dags. í október 2020.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga stýrihóps um þjónustu við gæludýr um að setja á stofn Dýraþjónustu Reykjavíkur (DÝR):

    Lagt er til að umhverfis- og heilbrigðisráð og menningar- íþrótta- og tómstundaráð samþykki að sameina á einum stað, undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR), starfsemi Reykjavíkurborgar vegna þjónustu við gæludýr. DÝR skal annast utanumhald og umsýslu vegna skráningar dýra, fræðslu og upplýsingagjöf um gæludýr, dýrahald í þéttbýli og þær reglur sem um það gilda, föngun og vistun dýra í vanskilum, móttöku dýra í hremmingum, samskipti við aðrar stofnanir innan sem utan borgarinnar, dýraeigendur og hagsmunasamtök þeirra. Samhliða stofnun DÝR verður Hundaeftirlit Reykjavíkur lagt niður og málefni katta flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Jafnframt er samþykkt að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að undirbúa stofnun DÝR og skila nákvæmum tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, sem byggir á skýrslu stýrihóps um þjónustu borgarinnar við gæludýr og þeim tillögum sem þar er að finna.

    Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er falið að vinna erindisbréf og skipa fulltrúa í starfshópinn.

    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi Skrifstofu borgarstjórnar dags. 31. ágúst 2020 um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins um nýtingu hundaeftirlitsgjalds og svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. september 2020.

    Fylgigögn

  9. Lagður fram listi dags. 28. október 2020 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  10. Lagður fram listi dags. 28. október 2020 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Trúnaðarmerkt.

    Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    (E) Umhverfismál

  11. SORPA bs., fundargerðir         Mál nr. US130002

    Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu Bs. nr. 433 dags. 25. september og nr. 434 dags. 9. október 2020, ásamt fylgiskjölum. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Alvarlegar ávirðingar hafa komið fram á síðustu dögum vegna plasts sem Sorpa sendir úr landi. Fulltrúar minnihlutans óska eftir ítarlegum upplýsingum á næsta fundi um hvað verður um plast sem Sorpa safnar og hvar það raunverulega endar. Upp hafa komið ásakanir að plastið sé brennt við frumstæð skilyrði, m.a. í Lettlandi. Eru fulltrúar Sorpu meðvitaðir um stöðu mála, ef svo er, stenst þetta ferli umhverfisstefnu borgarinnar og Sorpu? Hversu lengi hefur verið vitað um málið og hvert er umfang þessa plastsendinga úr landi? Hvert er hlutfall endurnýtingar og endurvinnslu.

    Fylgigögn

  12. Farleiðir laxfiska í ósasvæðum Elliðaáa og Leirvogsár, kynning         Mál nr. US200388

    Kynning á rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar á farleiðum laxfiska í ósasvæðum Elliðaáa og Leirvogsár.

    Friðþjófur Árnason og Hlynur Bárðarson frá Hafrannsóknastofnun og Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eignaskrifstofu taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  13. Vatnabúskapur Tjarnarinnar, kynning         Mál nr. US200390

    Kynning á minnisblaði verkfræðistofunnar Vatnaskil varðandi vatnabúskap Tjarnarinnar.

    Gísli S. Pétursson, Ágúst Guðmundsson, Sveinn Óli Pálmarsson frá Vatnaskilum taka sæti á fundinum undir þessum.

    -    Kl. 11.00 víkur Ellen Jacqueline Calmon af fundi.
    -    Kl. 11.00 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundi.

  14. Endurskoðuð stefnumörkun fyrir Klambratún, kynning         Mál nr. US200389

    Kynning á endurskoðaðri stefnumörkun fyrir Klambratún.

    Marta María Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  15. Grænt bókhald, kynning         Mál nr. US200298

    Kynning á grænu bókhaldi fyrir rekstur Reykjavíkurborgar.

    Þórhildur Ósk Halldórsdóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  16. Græna netið - framvinda verkefnisins, kynning         Mál nr. US200391

    Kynning á framvindu Græna netsins, verkefnum þessa árs og hvað er framundan.

  17. Gjaldskrá fyrir hleðslustöðvar rafbíla í miðborg Reykjavíkur,          Mál nr. US200387

    Lögð fram tillaga, dags. 20. okt. 2020, um að hafin verði gjaldtaka fyrir hleðslu rafbíla og tengiltvinn rafbíla á hleðslustöðvum Reykjavíkurborgar í miðborg Reykjavíkur ásamt greinargerð.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Tillaga að úthlutun úr styrktarsjóði,          Mál nr. US200386

    Lögð fram tillaga um styrkveitingu fyrir fjöleignarhús til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla til Húsfélagsins Ljósheimum 8-12, Húsfélagsins Berjarima 2-8, Húsfélagsins Skúlagötu 20 og Húsfélagsins Álfheimum 68-72.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Matsáætlun landfyllingar í Skerjafirði, umsögn         Mál nr. US200392

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 28. sept. 2020, um matsáætlun landfyllingar í Skerjafirði. Umsögn send Skipulagsstofnun 29. september 2020.

    Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þá er með ólíkindum að deiliskipulag sé keyrt í gegn áður en fram hefur farið umhverfismat vegna landfyllingar og olíumengaðs jarðvegs á svæðinu. Augljóst er að allt tal borgarstjórnarmeirihlutans um umhverfisvernd er marklaust verði málið keyrt í gegn. ,,Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.“ Ofangreind tilvitnun ein og sér ætti að duga til að slá slík áform út af borðinu. Til viðbótar má nefna að fornleifakönnun á svæðinu er ekki lokið, en þó ljóst samkvæmt gögnum Borgarsögusafns að á svæðinu eru sannarlega merkar minjar sem nauðsyn er að meta.

    Fylgigögn

  20. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins, Mál nr. US200396
    leggja fram svohljóðandi tillögu um friðun strandlengjunnar     

    Lagt er til að skoðað verði í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun að strandlengjan við Skerjafjörð (Nauthólsvík) verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. grein náttúruverndarlaga. Standa þarf vörð um þetta græna svæði í borgarlandinu og gæta þess að uppbygging svæðisins snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar.

    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Frestað.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar minnihlutans gera athugasemd við að tillagan hafi ekki fengið afgreiðslu, eldur verið fresta. Ljóst er að tíminn er ekki að vinna með náttúruvernd. Til hvers eru stofnanir ef ekki á að fara eftir þeim ráðum sem þær veita. Er meirihlutinn í umhverfisráði Reykjavíkurborgar í raun að leggja það til að ekki verði farið eftir faglegu áliti, ábendingum og rannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar segir orðrétt: „Tillagan er sérstök að því leiti að eina svæðið innan hennar sem er svo til óraskað er fjaran, með auðugu fuglalífi allt árið um kring, en henni verður að stórum hluta eytt þó landfylling hafi verið minnkuð frá því sem áður var.” Þá kemur einnig fram í umsögninni varðandi umhverfismatið: „að tillagan er í alla staði talin neikvæð fyrir lífríki svæðisins og er hún því í raun í andstöðu bæði við lög um náttúruvernd og stefnu Reykjavíkurborgar. Það er því einkennilegt að forsendur fyrir skipulaginu eru þess eðlis að ekki er talið hægt að leysa það með öðrum hætti en að fara í landfyllingar.“ Í meirihlutasáttmálanum segir: „Við ætlum að hlúa að grænum svæðum... og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í borgarlandinu.“ Umhverfisráðherra hlýtur að fara að tilmælum sinna undirstofnanna og faglegu áliti og skoði friðlýsingu strandlengjunnar.

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Tillagan er fyrst fram komin á fundinum og eðlilegt að ráðsmenn fái svigrúm og tíma til að kynna sér hana áður hún er tekin til afgreiðslu. Eðli málsins samkvæmt er henni því frestað. Það er í hæsta máta óeðlilegt að krefjast tafarlausrar afgreiðslu á tillögum sem koma fram á fundum og fara þannig gegn eðlilegum fundarsköpum og samþykktum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Fundir í ráðinu eru mjög stopulir. Fulltrúar minnihlutans telja málið það brýnt að ekki sé unnt að bíða í margar vikur eftir afgreiðslu, með tilliti til verndar náttúrunnar. Tillagan er mjög hógvær og felur í sér að friðun verði skoðuð með náttúruvernd að leiðarljósi.

  21. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,               Mál nr. US200397

    Óskað er eftir upplýsingum um kolefnisspor upplýsingabæklings Reykjavíkurborgar, Uppbygging: íbúða í borginni og Græna planið: október 2020.

    Frestað.

  22. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,               Mál nr. US200398

    Alvarlegur olíuleki barst inn í hreinsistöðina í Klettagörðum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er ekki vitað um hvaðan lekin kom. Óskað er eftir upplýsingum um hvort vinna sé í gangi um hvaðan lekinn barst, og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. 

    Frestað.

  23. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,               Mál nr. US200399

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska upplýsinga um hversu oft umhverfis- og skipulagssvið hefur nýtt sér aðstöðu til funda í Kjarvalsstofu og af hvaða tilefni. Óskað er sundurliðaðs lista yfir tilefni, hverjir sátu fundina og hver var kostnaður hvers fundar. Þá er jafnframt óskað eftir því að kvittanir fylgi með fyrir hvern viðburð. Enn fremur er óskað eftir upplýsingum um kostnað við aðgangskort að Kjarvalsstofu.

    Frestað.

  24. Lagt er til að skoðað verði í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun að strandlengjan við Skerjafjörð (Nauthólsvík) verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. grein náttúruverndarlaga. Standa þarf vörð um þetta græna svæði í borgarlandinu og gæta þess að uppbygging svæðisins snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

     

    Frestað.

     

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

     

    Fulltrúar minnihlutans gera athugasemd við að tillagan hafi ekki fengið afgreiðslu,  eldur verið fresta. Ljóst er að tíminn er ekki að vinna með náttúruvernd. Til hvers eru stofnanir ef ekki á að fara eftir þeim ráðum sem þær veita. Er meirihlutinn í umhverfisráði Reykjavíkurborgar í raun að leggja það til að ekki verði farið eftir faglegu áliti, ábendingum og rannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar segir orðrétt: „Tillagan er sérstök að því leiti að eina svæðið innan hennar sem er svo til óraskað er fjaran, með auðugu fuglalífi allt árið um kring, en henni verður að stórum hluta eytt þó landfylling hafi verið minnkuð frá því sem áður var.” Þá kemur einnig fram í umsögninni varðandi umhverfismatið: „að tillagan er í alla staði talin neikvæð fyrir lífríki svæðisins og er hún því í raun í andstöðu bæði við lög um náttúruvernd og stefnu Reykjavíkurborgar. Það er því einkennilegt að forsendur fyrir skipulaginu eru þess eðlis að ekki er talið hægt að leysa það með öðrum hætti en að fara í landfyllingar.“ Í meirihlutasáttmálanum segir: „Við ætlum að hlúa að grænum svæðum... og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í borgarlandinu.“  Umhverfisráðherra hlýtur að fara að tilmælum sinna undirstofnanna og faglegu áliti og skoði friðlýsingu strandlengjunnar.

     

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

     

    Tillagan er fyrst fram komin á fundinum og eðlilegt að ráðsmenn fái svigrúm og tíma til að kynna sér hana áður hún er tekin til afgreiðslu. Eðli málsins samvkæmt er henni því frestað. Það er í hæsta máta óeðlilegt að krefjast tafarlausrar afgreiðslu á tillögum sem koma fram á fundum og fara þannig gegn eðlilegum fundarsköpum og samþykktum.

     

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

     

    Fundir í ráðinu eru mjög stopulir. Fulltrúar minnihlutans telja málið það brýnt að ekki sé unnt að bíða í margar vikur eftir afgreiðslu, með tilliti til verndar náttúrunnar. Tillagan er mjög hógvær og felur í sér að friðun verði skoðuð með náttúruvernd að leiðarljósi.

     

    Fylgigögn

  25. Óskað er eftir upplýsingum um kolefnisspor upplýsingabæklings Reykjavíkurborgar, Uppbygging: íbúða í borginni og Græna planið: október 2020.

    Frestað.

  26. Alvarlegur olíuleki barst inn í hreinsistöðina í Klettagörðum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er ekki vitað um hvaðan lekin kom. Óskað er eftir upplýsingum um hvort vinna sé í gangi um hvaðan lekinn barst, og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.

    Frestað.

  27. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska upplýsinga um hversu oft umhverfis- og skipulagssvið hefur nýtt sér aðstöðu til funda í Kjarvalsstofu og af hvaða tilefni. Óskað er sundurliðaðs lista yfir tilefni, hverjir sátu fundina og hver var kostnaður hvers fundar. Þá er jafnframt óskað eftir því að kvittanir fylgi með fyrir hvern viðburð. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um kostnað við aðgangaskort að Kjarvalsstofu.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 12:41

Líf Magneudóttir Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis-_og_heilbrigdisrad_2810.pdf