Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2020, miðvikudaginn 30. september kl. 09:03, var haldinn 40. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Viðstaddar voru: Líf Magneudóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 1. september sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. ágúst 2020, þar sem tilkynnt er að Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Hjálmars Sveinssonar.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga Lífar Magneudóttur, formanns umhverfis- og heilbrigðisráðs, þess efnis að fulltrúi Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, verði kjörin varaformaður umhverfis- og heilbrigðisráðs.
Samþykkt að taka mál á dagskrá.
Samþykkt að Kristín Soffía Jónsdóttir sé kjörin varaformaður umhverfis- og heilbrigðisráðs. -
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir mengunar- og hollustuháttaeftirlit í Reykjavík.
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kynning á áformum um Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar.
Þorkell Heiðarsson og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúar í stýrihópi um þjónustu borgarinnar við gæludýr og María Níelsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Kynning á auknu eftirliti með kjöti og eggjum á markaði.
Sesselja María Sveinsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Kynning á heilbrigðiseftirliti með leik- og grunnskólalóðum 2019.
Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 7. september 2020 um skýrslu KPMG - Greining á opinberu eftirliti dags. maí 2020.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 4. ágúst 2020 um Borgarlínu, Ártúnsholt - Hamraborg ásamt skýrslu Verkfræðistofu Borgarlínu, Borgarlínan Ártúnshöfði - Hamraborg, tillaga að matsáætlun dags. júlí 2020 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 24. ágúst 2020.
Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Skrifstofu borgarstjórnar dags. 31. ágúst 2020 mál R20080156 um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins um loftgæðavandamál og svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. september 2020.
Fylgigögn
-
Lagður fram listi dags. 30. september 2020 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lagður fram listi dags. 30. september 2020 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Trúnaðarmerkt.
Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.
(E) Umhverfismál
-
SORPA bs., fundargerðir Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu Bs. nr. 432 dags. 28. ágúst og 4. september 2020, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Landfræðileg losun, kynning Mál nr. US200341
Kynning á landfræðilegri losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavíkurborg árið 2019
Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur og Stefán Þór Kristinsson frá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Friðun Lundeyjar í Kollafirði, kynning Mál nr. US200336
Lögð fram tillaga Umhverfisstofnunar, Reykjavíkurborgar og landeiganda að friðlýsingarskilmálum.
Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Svæðisbundin náttúruvernd í Reykjavík, kynning Mál nr. US200337
Lögð fram greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða, dags. 21. september 2020, um stöðu svæðisbundinnar náttúruverndar í Reykjavík ásamt tillögum um möguleg skref.
Greinargerð um stöðu svæðisbundinnar náttúruverndar í Reykjavík er vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til frekari meðferðar, forgangsröðunar og tillagna.
Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Spillivagninn, kynning Mál nr. US200340
Kynning á niðurstöðum tilraunaverkefnis um söfnun spilliefna og mögulegu framhaldi söfnunar.
Friðrik Gunnarsson hjá skrifstofu umhverfisgæða tekur sæti á fundi undir þessum lið.
-
Fyrsti áfangi borgarlínu, Ártúnsholt - Hamraborg, umsögn Mál nr. US200299
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða, um tillögu að matsáætlun fyrsta áfanga Borgarlínu, Ártúnsholt - Hamraborg, dags. 25. ágúst 2020. Umsögn send Skipulagsstofnun 25. ágúst 2020.
Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Drög að frumvarpi um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, umsögn Mál nr. US200334
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofa umhverfisgæða, um drög að frumvarpi til laga, dags. 24. ágúst 2020, er varðar vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra, mál nr. 130/2020. Umsögn send í Samráðsgátt 24.ágúst 2020.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Tekið er undir umsögn sviðsins. Hvatt er til þess að láta lögin einnig ná yfir seli og hvali líkt og til stóð þegar farið var af stað við endurskoðun laganna. Einnig er mikilvægt að staða tegundar á válista geti haft afgerandi áhrif við framkvæmd laganna og geti til dæmis falið í sér umsvifalaust veiðibann ef tegund sé metin í mikilli hættu. Bent er á að markmið laganna líkt og þau eru lögð fram eru veik og auðvelt að túlka með víðum hætti þannig að hagur villtra dýra á Íslandi verði ekki hafður að leiðarljósi heldur skammtímamarkmið um veiðar á þeim.
Fylgigögn
-
Tillaga að úthlutun úr styrktarsjóði, fyrir fjöleignarhús til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla Mál nr. US200339
Lögð fram tillaga um styrkveitingu til Húsfélagsins Fálkagötu 15 og Húsfélagsins Breiðuvík 21.
Samþykkt.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, 6 mánaða uppgjör 2020 Mál nr. US200295
Lögð fram greinargerð 6. mánaða uppgjörs umhverfis- og skipulagssviðs janúar-júní 2020.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir ferðakostnað Mál nr. US200296
Lögð fram skýrsla um ferðakostnað á umhverfis- og skipulagssviði fyrir tímabilið apríl - júní 2020.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup yfir 1 m.kr. Mál nr. US200297
Lagðar fram innkaupaskýrslur á umhverfis- og skipulagssviði frá janúar - júní 2020 fyrir aðalsjóð og eignasjóð á kaupum sem fara yfir milljón.
Fylgigögn
-
Yfirlit yfir verkefni innkaupaskrifstofu fyrir ágúst 2020, f.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur - USK2020020031 Mál nr. US200293
Lögð eru fram yfirlit yfir verkefni innkaupaskrifstofu fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur fyrir ágúst 2020.
Fylgigögn
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um að endurskoða áætlun um að auka votlendi í Úlfarsárdal, umsögn - USK2020090085 Mál nr. US200326
Lögð er fram umsögn umhverfis- og skipulagssvið, Skrifstofu náttúru og gæða, dags. 25. september 2020.
Tillögunni er vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá.
Fylgigögn
PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis-_og_heilbrigdisrad_3009.pdf