Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 39

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2020, miðvikudaginn 19. ágúst kl. 09:08, var haldinn 39. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Framlengd heimild til notkunar fjarfunabúnaðar, Mál nr. US200265

    Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 13. ágúst sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 11. ágúst 2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga nr. 780/2020 og auglýsing um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.

    Mál heilbrigðisnefndar, Heilbrigðisnefnd, Mál nr. US200262

    Fylgigögn

  2. Lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2019.

    Fylgigögn

  3. COVID-19, kynning á stöðu mála frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

  4. Lögð fram erindi KPMG dags. 30. júlí 2020 ásamt skýrslu, Greining á opinberu eftirliti, dags. maí 2020.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 24. júní 2020, bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. júní 2020 ásamt fylgiskjölum, bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 21. júlí 2020, úrskurður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 7. júlí 2020 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. júlí 2020 varðandi starfsleyfi og tímabundna undanþágu frá starfsleyfi Sorpu fyrir Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram skýrsla starfshóps um matarsóun, Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun dags. júní 2020 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. júlí 2020.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins frá fundi Borgarráðs 26. mars 2020 sem barst með tölvupósti 18. júní 2020, um að fresta innheimtu árlegs hundaeftirlitsgjalds þar til stýrihópur sem endurskoðar reglur um dýrahald hefur lokið störfum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. júní 2020.

    Fylgigögn

  8. Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júní 2020 varðandi umsagnarbeiðni um drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna breytinga á hafnargarði við smábátahöfn Snarfara og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. júní 2020.

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins tekur undir umsögn HER og telur brýnt að þeim ábendingum sem þar koma fram sé sinnt.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu dags. 5. ágúst 2020, 131. fundur.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram umsóknarbeiðni Landsnets hf. dags. 8. júlí 2020 um mat á umhverfisáhrifum vegna Lyklafellslínu 1 ásamt fylgigögnum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. ágúst 2020.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram mál heilbrigðisráðuneytisins úr Samráðsgátt nr. 112/2020 varðandi reglugerð um neyslurými og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. júní 2020.

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins tekur undir athugasemdir HER vegna fyrirlagðrar reglugerðar um neyslurými enda alvarlegar. Það eitt að ekki sé tilgreind nákvæm áætlun um viðbrögð þegar einstaklingar yngri 18 ára leita í téð úrræði er áfellisdómur yfir frumvarpinu í heild. Ljóst er að frumvarpið er afar illa unnið, vanhugsað og Alþingi ekki til sóma. Fulltrúi Miðflokksins hefur ítrekað bent á að þörf sé á alvöru úrræðum fyrir þann hóp sem neyslurýmin eru ætluð. Að þeim standi samhliða til boða meðferðarúrræði í stað sprautunála. Biðtími eftir meðferð er langur, meira en ár. Það er óviðunandi. Fulltrúi Miðflokksins er ekki á móti neyslurýmum, en algjört skilyrði er, að þeim er í slíkt úrræði leita standi ávallt til boða meðferðarlausn samhliða, sem er aðgengileg án tafa. Þar til slíkar aðstæður hafa náðst eru neyslurými ekki lausn nema síður sé.

    Fylgigögn

  12. Lagður fram listi dags. 19. ágúst 2020 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  13. Lagður fram listi dags. 19. ágúst 2020 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Trúnaðarmerkt.

  14. Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um konukot og gistiskýli borgarinnar.    Mál nr. US200267

    Umhverfis og heilbrigðsráð fagnar því að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lokun neyðarúrræðis vegna Konukots. Umhverfis og heilbrigðisráð samþykkir jafnframt að þegar í stað verði horfið frá öllum áformum um lokun neyðarúrræðis og Konukots þar til önnur jafn góð eða betri úrræði standa notendum til boða. Opnunartími Konukots, neyðarúrræðis og gistiskýla borgarinnar almennt verði til frambúðar 24 tíma sólarhringsins, en ekki tímabundið eins og nú er. Jafnframt verði þörf á frekari úrræðum metin svo tryggt sé að allir íbúar borgarinnar hafi húsaskjól sem standi til boða allan sólarhringinn. Brýnt er að þau úrræði sem í boði eru hverju sinni séu mönnuð starfsfólki svo tryggja megi öryggi notenda.

    Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins situr hjá. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Öll getum við verið sammála um að veita heimilislausum einstaklingum skjól og heimili. Reykjavíkurborg hefur nú þegar samþykkt að framlengja neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur á meðan unnið er varanlegri lausn og búsetu. Hins vegar er þessi tillaga ekki tæk til afgreiðslu umhverfis- og heilbrigðisráðs enda snertir efni hennar ekki verksvið ráðsins líkt og samþykktir kveða á um. Tillögunni er því vísað frá og Miðflokkurinn hvattur til að leggja hana fram í þeim ráðum sem geta tekið hana til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu. 

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins harmar að fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna skuli hafna því að ganga á undan með góðu fordæmi í þessu afar mikilvæga máli og kjósa að vísa málinu frá. Þessu þarfa máli er vísað frá með fjórum atkvæðum áðurnefndra fulltrúa gegn þremur atkvæðum fulltrúa Miðflokks og Sjálfstæðisflokk. Ekkert bannar að sú tillaga sem hér um ræðir sé afgreidd í ráðinu og sorglegt að tillagan hafi ekki notið brautargengis annara en fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.

    Eftir mál Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    (E) Umhverfismál

  15. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla         Mál nr. US200263

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrk til Húsfélagsins Sóleyjarima 13.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Tilraunaverkefni um hirðu á lífrænum eldhúsúrgangi, frá íbúðarhúsum í Hamrahverfi. Mál nr. US200264

    Kynning á stöðu verkefnis.

    Friðrik Klingbeil Gunnarsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  17. SORPA bs., fundargerðir         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu nr. 429 dags. 22. júní 2020, nr. 430 dags. 9. júlí 2020 og nr. 431 dags. 31. júlí 2020, ásamt fylgiskjölum. 

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  18. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins úr borgarráði, um að ekki verið tekið á móti fleiri dýrum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn öðrum en íslenskum húsdýrum - USK2019120038    Mál nr. US200242

    Borgarráð samþykkir stefnubreytingu á dýrahaldi í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Garðurinn standi undir nafni og haldi þannig eingöngu húsdýr sem unnt er að bjóða lífvænleg skilyrði. Ekki verði lengur haldin villt spendýr, fuglar, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru. Unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands (eða aðra viðeigandi aðila) að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar má finna í Húsdýragarðinum, þ.e. hvort þeim sé unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu Villt dýr í hremmingum¿ sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur.

    Framsent til íþrótta- og tómstundasviðs.

Fundi slitið klukkan 10:42

Líf Magneudóttir Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis-_og_heilbrigdisrad_1908.pdf