Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2020, miðvikudaginn 24. júní kl. 12:30, var haldinn 38. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Esjustofu, Mógilsá. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Svava Svanborg Steinarsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Þórólfur Jónsson, Snorri Sigurðsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar, Mál nr. US200205
Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 2. júní sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.
Mál heilbrigðisnefndar, Heilbrigðisnefnd Mál nr. US190025
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 14. maí 2020 og erindi Íslandshótela ehf., dags. 12. maí 2020, um tímabundna undanþágu á starfsleyfisskilyrðum fyrir gististaði á banni til að hleypa hundum inn á Grand hótel Sigtúni 38, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. maí 2020 og svar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 4. júní 2020.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júní 2002 vegna stjórnsýslukæru Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar dags. 28. maí 2020 um ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að stöðva skuli dreifingu vörunnar Pop-A-Lot Popping Oil Coconut Oil Specially Seasoned for Better Butter Flavor poppolíu frá 28. febrúar 2020 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags.
19. júní 2020.Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Miðflokksins lýsir furðu sinni á að deilur um hvort feiti sé feiti eða olía skuli valda slíkum usla að milljónakostnaður blasi við þeim aðila er sótt er að sem og Reykjavíkurborg. Fulltrúi Miðflokksins leggur til að endir verði bundinn á þetta undarlega mál, með þeim hætti að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur verði dreginn til baka. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að styðja fyritæki sem hér kjósa að starfa jafnt sem borgara, en ekki að leggja stein í götu þeirra.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. júní 2020, varðandi umgengni á lóð við Fjölnisveg 5 ásamt beiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur,
dags. 18. júní 2020, um samþykki umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar á hreinsun lóðarinnar á kostnað eiganda, sbr. ákvæði 1. mgr. 61. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.Samþykkt sbr. ákvæði 1. mgr. 61. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 8. júní 2020, varðandi fráveitulögn að Leifsgötu 11 ásamt beiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. júní 2020, um samþykki umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar um að framkvæma úrbætur á kostað eiganda, sbr. ákvæði 1. mgr. 61. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Samþykkt sbr. ákvæði 1. mgr. 61. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagssviðs/Skipulagfulltrúa, dags.
5. maí 2020, um deiliskipulag fyrir Rauðhóla ásamt skipulagslýsingu, dags. 30. mars 2020, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. maí 2020.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 20. maí 2020, varðandi tillögu að matsáætlun varnandi fyrirhugaða tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá ásamt tillögu að matsáætlun, dags. 30. apríl 2020, umsögn Veitna ohf., dags. 9. júní 2020, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. júní 2020.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Umhverfis- og heilbrigðisráði taka undir umsögn HER. Fulltrúarnir leggja sérstaka áherslu á vatnsvernd og að nauðsynlegt sé að skoða fleiri valkosti fyrir legu vegarins sem setji ekki vatnsból höfuðborgarbúa í hættu. Leggja þarf áherslu á að gæði vatns í Rauðavatni versni ekki, hvorki á framkvæmdatíma né vegna aukinnar bílaumferðar sem framkvæmdin mun óhjákvæmilega hafa í för með sér. Enn fremur er bent á að við Rauðavatn er vinsælt útivistarsvæði. Framkvæmdir sem raska því ber að forðast. Einnig er nauðsynlegt að bæta aðstöðu fyrir gesti Heiðmerkur í næsta nágrenni með því að minnka gegnumakstur og draga þannig úr hættu á mengunarslysi.
Fylgigögn
-
Breikkun Suðurlandsveg, umsögn Mál nr. US200219
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulaglagssvið, Skrifstofu umhverfisgæða um tillögu að matsáætlun vegna breikkunar Suðurlandsvegar dags. 8. júní 2020.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Umhverfis- og heilbrigðisráði taka undir umsögn umhverfis- og skipulaglagssviðs. Fulltrúarnir leggja sérstaka áherslu á vatnsvernd og að nauðsynlegt sé að skoða fleiri valkosti fyrir legu vegarins sem setji ekki vatnsból höfuðborgarbúa í hættu. Leggja þarf áherslu á að gæði vatns í Rauðavatni versni ekki, hvorki á framkvæmdatíma né vegna aukinnar bílaumferðar sem framkvæmdin mun óhjákvæmilega hafa í för með sér. Enn fremur er bent á að við Rauðavatn er vinsælt útivistarsvæði. Framkvæmdir sem raska því ber að forðast. Einnig er nauðsynlegt að bæta aðstöðu fyrir gesti Heiðmerkur í næsta nágrenni með því að minnka gegnumakstur og draga þannig úr hættu á mengunarslysi.
Fylgigögn
-
Kynning Veitna ohf. á fráveitumálum á Esjumelum.
Margrét María Leifsdóttir frá Veitum ohf. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Kynning Umhverfisstofnunar á niðurstöðum forgangsefnavöktunar í Tjörninni.
Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Katrín Sóley Bjarnadóttir frá Umhverfisstofnun taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Umhverfis- og heilbrigðisráð felur Umhverfis- og skipulagssviði og Heilbrigðiseftirlitinu að setja saman hóp sem vinnur með Umhverfisstofnun að greiningu og mögulegum aðgerðum í framhaldinu á ástandi Tjarnarinnar.
-
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 15. maí 2020, um dýpkun Sundahafnar utan Sundabakka og efnislosun ásamt skýrslum Verkís hf. um rannsóknir á botnseti, dags. janúar 2017, og um fyrirspurn um matskyldu, mat á umhverfisáhrifum, dags. maí 2020, ásamt kortum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. júní 2020.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks taka undir umsögn HER og telja að framkvæmdin eigi að fara í umhverfismat. Jafnframt undirstrika fulltrúarnir mikilvægi þess að fram fari vöktun á áhrifum mengaðra efna á lífríkið og mótvægisaðgerðum til að hindra að slíkt gerist verði af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Fylgigögn
-
Lagður fram listi dags. 24. júní 2020 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lagður fram listi dags. 24. júní 2020 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Trúnaðarmerkt.
(E) Umhverfismál -
SORPA bs., Fundargerðir Mál nr. US130002
Lögð er fram fundargerð SORPU bs. nr. 427, dags. 18. maí 2020 og nr. 428, dags. 2. júní 2020, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla Mál nr. US200171
Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús.
Samþykkt.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US200175
Óskað eftir upplýsingum hvort vitað sé hvar olíumengaður jarðvegur er í borgarlandinu, ennfremur er óskað er eftir því hvort koma eigi upp meðhöndlunarsvæði fyrir mengaðan jarðveg en Umhverfisstofnun hefur beint tilmælum til sveitarfélaga að þau tryggi sér aðgang að slíkum jarðhreinsistöðvum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða og til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins úr borgarráði, um aukna áherslu á götuþvott að vori - USK2020050053 Mál nr. US200218
BORGARRÁÐ 7. maí 2020: Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aukna áherslu á götuþvott að vori - R20050061 Á ári hverju safnast ógrynni af ryki, möl, drullu og rusli á vegum borgarinnar. Á vorin hefjast þrif á götum borgarinnar. Í áætlunum um hreinsun gatna í Reykjavík má sjá að þegar húsagötur eru sópaðar þá er samhliða eða skömmu eftir þvegið göturnar. Þegar hinsvegar stofnæðir borgarinnar eru þrifnar þá líður langur tími á milli sópunar og þvotts. Samkvæmt verkáætlun lauk hreinsun stofngatna 26. apríl síðastliðinn en þær verða ekki þvegnar með vatni þar til 25. maí. Þegar vélsópar hreinsa vegkanta þá skilja þeir ávallt eftir hluta af fínasta rykinu. Því er mikilvægt að götur séu spúlaðar skömmu eftir. Ellegar myndast lag af hárfínu ryki á vegum. Á háhraða götum þyrlast þetta ryk upp og myndar töluvert af svifryki í andrúmsloftinu. Þetta sjáum við vel þegar við ferðumst á stofnæðum borgarinnar. Það er bráðnauðsynlegt að draga úr svifryki. Svifryk er afar heilsuspillandi og þá sérstaklega fyrir fólk með öndunarsjúkdóma.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Umhverfis- og heilbrigðisráð samþykkir að erindi borgarfulltrúa Flokks fólksins verði vísað áfram til Vegagerðarinnar eins og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga gerir ráð fyrir þar sem það fær þóknanlega meðferð.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:19
Líf Magneudóttir Hjálmar Sveinsson
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis-_og_heilbrigdisrad_2406.pdf