Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2020, miðvikudaginn 19. febrúar kl. 09:08, var haldinn 34. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Hjálmar Sveinsson, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Guðmundur Benedikt Friðriksson, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Þórólfur Jónsson og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir
Þetta gerðist:
-
Mál heilbrigðisnefndar, heilbrigðisnefnd Mál nr. US190025
I. Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. mars 2019 um deiliskipulag Hlemms, reits 1.240.0 ásamt greinargerð og fylgigögnum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. janúar 2020.
Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
II. Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 30. desember 2019 vegna landfyllingar og brúar yfir Fossvog ásamt greinargerð og fylgigögnum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. janúar 2020.
Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
III. Lögð fram drög að endurskoðaðri viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði.
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá.
Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
IV. Lagt fram erindi og bókun Íbúaráðs Kjalarness dags. 16. desember þar sem framsent er erindi íbúa á Kjalarnesi dags. 5. desember 2019 til borgarráðs Reykjavíkur og íbúaráðs Kjalarness varðandi mengun frá skotsvæðum á Álfsnesi. Einnig er lögð fram bókun íbúaráðs Kjalarness dags. 17. febrúar 2019.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna samþykkja að vísa erindinu til umsagnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins sitja hjá.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna bóka:
Heilbrigðiseftirlitinu er falið að skoða með hvaða hætti best er að rannsaka skotsvæðið með tilliti til mögulegrar mengunar sem hlýst af starfseminni.V. Kynntar niðurstöður úr vöktun á strandsjó og loftgæðum í Reykjavík 2019.
Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
VI. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2019 vegna kæru á kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um lagfæringu á skólplögn að Suðurgötu 13-15. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
VII. Lögð fram kæra Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2020 þar sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja eru kærð vegna eftirlits með bálförum gæludýra.
Vísað til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til meðferðar.
VIII. Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 27. janúar 2020 ásamt erindi verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar dags. 3. desember 2019 og viðbótargögnum frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í tölvupósti dags. 30. janúar 2020 vegna óska um að fara með hunda um verslunarmiðstöðina. Jafnframt lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. febrúar 2020.
IX. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. febrúar 2020 um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins - R20010132, um hvort hundaeftirlit hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur borgi leigu fyrir aðstöðu fyrir hundageymslu og svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. febrúar 2020.
X. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. febrúar 2020 um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins - R20010132, um kostnað hundeigenda við hundaathvörf og svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. febrúar 2020.
XI. Lagt fram erindi Íslenska dansflokksins dags. 14. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu frá 19. gr. samþykktar um hundahald í Reykjavík um að koma með hunda á sýningar á Nýja sviði Borgarleikhússins dagana 28. febrúar til 18. mars 2020. Einnig er lögð fram skoðunarskýrsla Matvælastofnunar dags. 14. febrúar 2020.
Samþykkt.
XII. Lagður fram listi dags. 19. febrúar 2020 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
XIII. Lagður fram listi dags. 19. febrúar 2020 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Eftir mál Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.
(E) Umhverfismál
Fylgigögn
-
SORPA bs., Fundargerðir Mál nr. US130002
Lagðar eru fram fram fundargerðir SORPU bs. nr. 417 dags. 22. janúar 2020 og nr. 418 dags. 30. janúar 2020, nr. 419 dags. 7. febrúar 2020 og 420 dags. 14. febrúar 2020 ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Vinnuskólinn sumarið 2019, kynning Mál nr. US170353
Kynnt samantekt á starfi Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2019.
Magnús Arnar Sveinbjörnsson skólastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Tröllahvannir í Reykjavík 2019, Kynning Mál nr. US200045
Lögð fram og kynnt skýrsla umhverfis- og skipulagssviðs, deildar náttúru og garða - Tröllahvannir í Reykjavík sumarið 2019, ódags., sem fjallar um vöktun og aðgerðir gegn tröllahvönnum í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Vöktun fuglalífs í Reykjavík sumarið 2019, Kynning Mál nr. US200043
Lögð fram og kynnt skýrsla umhverfis- og skipulagssviðs, deildar náttúru og garða - Vöktun fuglalífs í Reykjavík sumarið 2019, ódags., sem fjallar um vöktun og greiningu á fuglalífi í borginni.
Fylgigögn
-
Lögð fram og kynnt tillaga Sorpu og Skógræktarfélags Reykjavíkur um skógrækt á Álfsnesi á og við urðunarstað höfuðborgarsvæðisins, ódags.
Skógrækt á Álfsnesi, tillaga Mál nr. US200039
Lögð fram og kynnt tillaga Sorpu og Skógræktarfélags Reykjavíkur ódags. um skógrækt á Álfsnesi á og við urðunarstað höfuðborgarsvæðisins.
Bjarni Gnýr Hjarðar frá Sorpu bs. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða.
Fylgigögn
-
Loftslagsskógar, tillaga Mál nr. US190325
Lögð er fram umsögn með tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, deild náttúru og garða, dags. 11. febrúar 2020 og bréf um möguleg svæði til skógræktar dags. 8. maí 2019 vegna greiningar á svæði til skógræktar og trjáræktar með hliðsjón af tillögum stýrihóps um skógræktarmál sem samþykktar voru á fundi hópsins 13. febrúar 2018 og tillögu borgarstjóra um loftslagsskóga sem samþykkt var á fundi borgarráðs 14. maí 2019.
Framlögð umsögn og tillaga er samþykkt.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í aðalsjóði og eignarsjóði frá janúar til september 2019.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, ellefu mánaða uppgjör Mál nr. US200038
Lagt er fram ellefu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs frá janúar til nóvember 2019.
10. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum Mál nr. US190131
Á fundi borgarstjórnar þann 19. mars 2019 var lögð fram samþykkt að vísa meðfylgjandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Meðfylgjandi er bréf frá borgarstjórnarfundinum dags. 20. mars 2019 með bókunum borgarfulltrúa vegna málsins.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðaáætlun í lofslagsmálum, sem samþykkt var að vísa til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs á fundi borgarstjórnar þann 19. mars 2019. Meðfylgjandi er bréf frá borgarstjórnarfundinum dags. 20. mars 2019 með bókunum borgarfulltrúa vegna málsins.
Fylgigögn
-
Styrkumsóknarbeiðni til ráðsins, umsögn Mál nr. US200020
Lagt er fram bréf borgarráðs frá 17. desember 2019 þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og heilbrigðisráðs um umsókn Edwins Roalds Rögnvaldssonar um styrks vegna mats á kolefnisstöðu landnýtingar íslenskra golfvalla og mælingu á kolefnisbindi og uppgræðslugildi grasflata. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. febrúar 2020.
(E) Umhverfismál
Fylgigögn
-
Umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, framlagning Mál nr. US200052
Lögð eru fram drög umhverfis- og auðlindaráðuneytis að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Skrifstofu umhverfisgæða dags. 20. janúar 2020, sem lögð var fram í samráðsgátt.
Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í framlagðri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Fylgigögn
-
Landfylling og brú yfir Fossvog, beiðni um umsögn og umsögn Mál nr. US200054
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar frá 30. desember 2019 þar sem óskað er eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við landfyllingu og brú yfir Fossvog skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. febrúar 2020.
Fylgigögn
-
Hálendisþjóðgarður, frumvarp til laga Mál nr. US200055
Lögð eru fram drög umhverfis- og auðlindaráðuneytis að frumvarpi til laga um hálendisþjóðgarð. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um drögin, dags. 20. janúar 2020.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna taka undir þau sjónarmið sem fram koma í framlagðri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Fylgigögn
-
Þjóðgarðastofnun, drög að frumvarpi til laga og umsögn Mál nr. US200056
Lögð eru fram drög umhverfis- og auðlindaráðuneytis að frumvarpi til laga um þjóðgarðastofnun. Einnig er lögð farm umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um drögin, dags. 20. janúar 2020.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 12:03
Líf Magneudóttir Sabine Leskopf
Hjálmar Sveinsson
PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis-_og_heilbrigdisrad_1902.pdf