Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2020, miðvikudaginn 22. janúar kl. 9:05, var haldinn 33. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.
Viðstaddir voru: Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð, Mál nr. US200021
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. desember 2019 þar sem tilkynnt er að Baldur Borgþórsson tekur sæti sem fulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Vigdísar Hauksdóttur. Jafnframt er lagt til að Vigdís taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Baldurs Borgþórssonar.
Fylgigögn
-
Mál heilbrigðisnefndar, Heilbrigðisnefnd Mál nr. US190025
- Kl 09:08 tekur Egill Þór Jónsson sæti á fundinum.
I. Lagt fram þingskjal 600 - 436. mál um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar) ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. janúar 2020 og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 16. janúar 2020.
II. Lagt fram svar Veitna ohf. dags. 5. desember 2019 um lýsingu neysluvatns í Reykjavík vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og heilbrigðisráði frá 31. fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs.
III. Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins frá 31. fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs um mengunarmæla í Reykjavík ásamt svari Heilbrigðiseftirlitis Reykjavíkur dags. 14. janúar 2020.
IV. Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins frá 31. fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs vegna leikvallar við Ísaksskóla við Skaftahlíð ásamt svari Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. janúar 2020 og tölvupósti Byggingarfulltrúa dags. 16. janúar 2020.
V. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2019 um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins - R19110390, um aðgengi hunda og aðstöðu hundaeigenda ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. janúar 2020.
Tillöguninni er vísað frá.VI. Lagðar fram fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins dags. 2. janúar og 6. janúar 2020 varðandi hundaeftirlit í Reykjavík og svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. janúar 2020.
VII. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2019 um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins - R19110393 um rýmri reglur fyrir gæludýr í strætisvögnum ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlitis Reykjavíkur dags.16. janúar 2020.
Tillöguninni er vísað frá.Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar:
Tillögunum er vísað frá á grundvelli þess að þær eru þegar í framkvæmd og því ekki tækar til afgreiðslu í ráðinu og nú þegar er stýrihópur að störfum sem á að endurskoða dýraþjónustu í Reykjavík.
VIII. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. desember 2019 um tillögu áheyrnafulltrúa Flokks fólksins - R19120045 um að heimilt verði að halda hunda- og kattasýningar í íþróttamannvirkjum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. janúar 2020.
Tillöguninni er vísað frá.Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar:
Tillögunum er vísað frá á grundvelli þess að þær eru þegar í framkvæmd og því ekki tækar til afgreiðslu í ráðinu og nú þegar er stýrihópur að störfum sem á að endurskoða dýraþjónustu í Reykjavík.
IX. Lögð fram fjögur erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 13. janúar varðandi fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins - R20010132 um hundaeftirlit í Reykjavík og svör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. janúar 2020.
X. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins - R20010132 um að hundagjald öryrkja og eldri borgarara verði fellt niður og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. janúar 2020.
Tillöguninni er vísað frá.Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar:
Tillögunum er vísað frá á grundvelli þess að þær eru þegar í framkvæmd, og því ekki tækar til afgreiðslu í ráðinu og nú þegar er stýrihópur að störfum sem á að endurskoða dýraþjónustu í Reykjavík.
XI. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins - R20010132 um að innheimta hundaskatts fari í uppbyggingu á hundasvæðinu á Geirsnefi og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. janúar 2020.
Tillöguninni er vísað frá.- Kl 09:46 tekur Hjálmar Sveinsson sæti.
XII. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. janúar 2020 um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að Innri endurskoðun geri úttekt á hundaeftirliti hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur - R20010132.
Tillagan er felld.Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar:
Ekki er hægt að reka hundaeftirlit í samræmi við samþykkt um hundahald í Reykjavík nema að tveir hundaeftirlitsmenn að lágmarki starfi við það. Allur rekstur við hundaeftirlitið hefur verið opinber á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um árabil. Starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er ráðið til að vinna í umboði heilbrigðisnefndar (umhverfis- og heilbrigðisráðs) og vinnur þau störf í samræmi við lög og reglur. Nú er hafin vinna við að einfalda og uppfæra þjónustu við dýraeigendur með því að sameina hana innan borgarinnar. Það er ekkert sem gefur tilefni til þess að Innri endurskoðandi taki út starfsemi hundaeftirlitsins. Tillagan er því felld.
XIII. Lagður fram listi dags. 22. janúar 2020 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
XIV. Lagður fram listi dags. 22. janúar 2020 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Eftir mál Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.
(E) Umhverfismál
Fylgigögn
-
SORPA bs., Fundargerðir Mál nr. US130002
Lagðar eru fram fram fundargerðir SORPU bs. nr. 416 dags. 6. desember 2019 ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Björgun, umsókn Björgunar um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni Mál nr. US200002
Lagt er fram bréf Orkustofnunar dags. 11. desember 2019 vegna umsóknar um leyfis til rannsókna á lausum jarðefnum af hafsbotni utan netlaga með sýnatöku á nánar tilgreindu svæði í Þerneyjarsundi, Kollafirði og Faxaflóa ásamt fylgiskjölum.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Styrkumsóknarbeiðni til ráðsins, Mál nr. US200020
Lögð er fram umsókn um styrk úr borgarsjóði ódags. vegna verkefnis Kolefnis-Par.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. -
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í aðalsjóði og eignarsjóði frá janúar til september 2019.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður Mál nr. US170113
Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið júlí til september 2019.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, Árshlutareikningur janúar til september 2019 Mál nr. US190408
Lagt er fram greinargerð USK með árshlutareikningi jan-sept 2019 og verkstaða nýframkvæmda jan-sept 2019 vegna árshlutareiknings janúar - september 2019
Fylgigögn
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins borgarráðs, (USK2019100054) Mál nr. US190377
Lagt fram svar frá umhverfis- og skipulagssviði, Skrifstofu umhverfisgæða dags. 17. janúar 2020 við tillögu áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins úr borgarráði dags. 17. október 2019 þar sem lögð var tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks Fólksins um að borgin komi upp aðstöðu þar sem húsgögn og húsbúnaður fæst gefins.
Tillagan er felld með vísan í umsögn.- Kl. 10:15 víkur Rannveig Ernudóttir af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 10:17
Líf Magneudóttir Sabine Leskopf
Hjálmar Sveinsson
PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis-_og_heilbrigdisrad_2201.pdf