Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2019, miðvikudaginn 18. september kl. 10:08, var haldinn 28. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Rannveig Ernudóttir, Sabine Leskopf, Hjálmar Sveinsson, Egill Þór Jónsson og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Guðmundur Benedikt Friðriksson, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir
Þetta gerðist:
-
Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð, Kynnt Mál nr. US190026
Lagt er fram bréf dags. 6. september 2019, frá fundi borgarstjórnar 3. september 2019 þar sem var samþykkt að Hjálmar Sveinsson taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur.
Lagt fram.(E) Umhverfismál
Fylgigögn
-
Björgun á Álfsnesi, tillaga að matsáætlun Mál nr. US190072
Lögð er fram umsögn til kynningar, dags. 5. september 2019 frá Skrifstofu umhverfisgæða á umhverfis- og skipulagssviði vegna óskar frá Skipulagsstofnun dags. 28. ágúst 2019.
Lagt fram.(C) Fyrirspurnir
Fylgigögn
-
Fyrirspurn frá fulltrúum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins, afriti af tölvupóstum Vinnuskólans Mál nr. US190236
Lagt er fram afrit af þeim tölvupóstum sem beðið er um vegna fyrirspurnar frá fulltrúum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Einnig er lagt fram svar skólastjóra Vinnuskólans í Reykjavík dags. 13. september 2019.
Óskað er eftir afriti af tölvupóstum sem sendir voru á foreldra daginn áður en börn í Vinnuskólanum voru látin gera mótmælaskilti og sett í kröfugöngu?
Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvað þau börn sem ekki tóku þátt í aktívistaverkefninu gerðu á meðan þau sem tóku þátt voru í Borgartúni að mála á og setja sama mótmælaspjöld Hvað eru mörg börn í Vinnuskólanum og hvað voru mörg sem tóku þátt í aktívistaverkefninu?
Lagt fram.(D) Ýmis mál
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna garðaúrgangs í borginni Mál nr. US190154
Lögð er fram umsögn frá Umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu umhverfisgæða dags. 12. september 2019 vegna tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs 8. maí 2019. Þar var lagt til að þjónusta borgarinnar með garðaúrgangs íbúa verði tekin til endurskoðunar í þá átt sem áður var og er í nágranasveitarfélögunum eins og til að mynda Garðabæ. Fyrirkomulagið yrði með þeim hætti, að auglýstar eru tilteknar dagsetningar eftir hverfum, þar sem íbúar geta komið garðaúrgangi fyrir t.d. við götur eða botnlanga og á þeim tímasetningum sér borgin til þess að hann sé sóttur og komið beint til förgunar hjá Sorpu.
Greinagerð fylgdi tillögunniNeikvætt með vísan til umsagnar skrifstofu skipulagsgæða dags. 12. september 2019.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins draga tillöguna tilbaka.Fylgigögn
-
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, flokkunargámar við verslunarmiðstöðvar Mál nr. US190234
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks Mörtu Guðjónsdóttur og Arnar Þórðarsonar um flokkunargáma við verslunarmiðstöðvar.
Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að kanna kosti þess að komið verði upp flokkunargámum við helstu verslunarmiðstöðvar í samstarfi við verslunareigundur. Markmiðið er að fólk geti losað sig við allar umbúðir af vörum á staðnum. Slíkt fyrirkomulag gæti ýtt enn frekar undir flokkun og sparað ferðir á grenndarstöðvar sem er umhverfisvænt.
- Kl. 10:21 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, fulltrúar Samfylkingarinnar, fulltrúi Pírata leggja til að tillagan verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Pírata gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa Miðflokksins.
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Pírata bóka:
Reykjavíkurborg rekur nú þegar víðtækt grenndargámakerfi til að þjónusta heimilin í borginni. Langmestur úrgangur fellur til við heimilin og þess vegna er kappkostað að hafa grenndarstöðvar sem næst þeim. Þær eru 56 í Reykjavík og í langflestum tilvikum innan við 500 metra fjarlægð frá heimilum. Nokkrar grenndarstöðvar liggja við leiðina að verslunum. Auk þess geta viðskiptavinir yfirleitt skilið umbúðir eftir í verslunum. Við bendum á að verslunarmiðstöðvar eru á einkalóðum og þjónað af einkafyrirtækjum í sorphirðu. Tillagan er því felld.
Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins gagnbóka:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks harma það að tillagan hafi verið felld af meirihlutanum. Um var að ræða einfalda könnun á kostum þess að upp verði komið aðstöðu fyrir viðskiptavini verslana að losa sig við umbúðir af vörum á staðnum, þ.e. við verslanamiðstöðvar í samstarfi við verslunareigendur. Bent er á í tillögunni að slíkt gæti ýtt undir frekari flokkun og sparað ferðir á grenndarstöðvar. Annar ávinningur gæti verið aukin umhverfisvitund fólks varðandi þá ofgnótt óumhverfisvænna umbúða sem oft fylgir verslunarferðum. Hvergi í tillögunni er minnst á hefðbundna grenndargáma, heldur einungis verið að vísa í skoðun á notendavænni lausnum í nálægð við verslanir til hægðarauka fyrir borgarbúa. Ekki er verið að boða stórvægilegar breytingar á núverandi grenndargámakerfi, heldur þægilega og einfalda lausn á stækkandi vanda sem fylgir umbúðum verslunarvara. Eðlilegri hefði verið að samþykkja tillöguna og hefja leit að leiðum til að bæta þjónustu við borgarbúa á þessu sviði enn frekar.
Friðrik Klingbeil Gunnarsson ráðgjafaverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson tekur sæti á fundinum undir málum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
-
Mál heilbrigðisnefndar, Heilbrigðisnefnd Mál nr. US190025
I. Lögð fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir ár 2020.
Samþykkt.Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
II. Lagt fram uppgjör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur janúar til júní 2019.
Lagt fram.III. Ráðning starfsmanna í lausar stöður kynnt; Björn Kristján Bragason, Björg Rós Guðjónsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Snæfríður Halldórsdóttir.
IV. Kynning á stöðu framkvæmda og ráðstöfunum til að draga úr umhverfisáhrifum þeirra vegna nýja Landspítalans við Hringbraut.
- Kl. 11:21 víkur Rannveig Ernudóttir af fundi.
Umhverfis og heilbrigðisráð þakkar góða kynningu á stöðu umfangsmikilla framkvæmda við Nýja Landspítalann við Hringbraut. Ljóst er að vandað er til verka og kappkostað að framkvæmdirnar valdi sem minnstu raski og mengun. Þvottastöð á framkvæmdarsvæðinu hefur komið í veg fyrir að mold berist út á gatnakerfið, ný tækni við hljóðdeyfa á bora dregur verulega úr hávaða sem og hljóðdeyfandi veggir næst spítalanum. Styrkur sprenginga er innan nokkuð strangra viðmiðunarmarka. Þessi vinnubrögð verða vonandi höfð sem viðmið í framtíðinni við umfangsmiklar framkvæmdir í þéttbýli.
Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson sviðstjóri NLSH taka sæti á fundinum undir þessum lið.
V. Lögð fram áform um lagabreytingar vegna viðauka laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, auk mats á áhrifum lagasetningarinnar, mál 179/2019 af island.is/samráðsgátt og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. ágúst 2019.
VI. Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 16. ágúst 2019 og reglugerðardrög um skráningarskyldu ásamt viðauka dags. 10. júlí 2019, umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23. ágúst 2019 og umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 30. ágúst 2019.VII. Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, mál 211/2019 af island.is/samráðsgátt vegna 7. breytingar á reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 um gæludýr í almenningsvögnum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 6. september 2019.
VIII. Lagður fram listi dags. 18. september 2019 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
IX. Lagður fram listi dags. 18. september 2019 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fylgigögn