Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2019, miðvikudaginn 3. júlí kl. 15:01, var haldinn 25. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.
Viðstaddir voru: Líf Magneudóttir, Þorkell Heiðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Baldur Borgþórsson, Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Guðmundur B. Friðriksson, Árný Sigurðardóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Guðjón Ingi Eggertsson, Berglind Þórólfsdóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Tillögur stýrihóps um aðgerðaráætlun í úrgangsmálum, söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar í tilraunaskyni á Kjalarnesi Mál nr. US190212
Lögð eru fram bréf dags. 1. júlí 2019 vegna tillögu að söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar í tilraunaskyni á Kjalarnesi, tillögu að söfnun á flokkuðu gleri og málmum í tilraunaskyni í Árbæ og á Kjalarnesi og tillögu að markaðsátaki til aukinnar flokkunar á pappír og pappa til endurvinnslu. Einnig er lögð fram aðgerðaráætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020. Einnig er lagt fram erindisbréf um starfshóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í úrgangsmálum dags. 5. september 2019.
Lagt er til að hafin verði söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar í tilraunaskyni á Kjalarnesi
Stýrihópur um endurskoðun aðgerðaáætlunar í úrgangsmálum leggur til að hafin verði sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi í tilraunaskyni á Kjalarnesi haustið 2019. Sérsöfnun verði svo innleidd um alla borg í áföngum þegar gas- og jarðgerðarstöð Sorpu opnar. Haft verði samráð við íbúasamtök og hverfisráð Kjalarnes við framkvæmdina.
Samþykkt.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins bóka:“Tilraunaverkefni á frekari flokkun er jákvætt skref en mikilvægt er að læra af slíku verkefni áður en það verður útfært í fleiri hverfum. Mikilvægt er að góð aðstaða sé til staðar fyrir borgarbúa fyrir frekari flokkun. Ef verkefni á borð við þetta á að takast vel er nauðsynlegt að gott samráð sé við íbúa áður en það fer af stað sem því miður var ekki gert í þessu tilfelli heldur verður farið í eftirásamráð við íbúana.„
- Kl. 15:30 tekur Vigdís Hauksdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 15:30 víkur Baldur Borgþórsson af fundinum.
Fylgigögn
-
Tillögur stýrihóps um aðgerðaráætlun í úrgangsmálum, söfnun á flokkuðu gleri og málmum í tilraunaskyni í Árbæ og á Kjalarnesi Mál nr. US190213
Lögð eru fram bréf dags. 1. júlí 2019 vegna tillögu að söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar í tilraunaskyni á Kjalarnesi, tillögu að söfnun á flokkuðu gleri og málmum í tilraunaskyni í Árbæ og á Kjalarnesi og tillögu að markaðsátaki til aukinnar flokkunar á pappír og pappa til endurvinnslu. Einnig er lögð fram aðgerðaráætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020. Einnig er lagt fram erindisbréf um starfshóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í úrgangsmálum dags. 5. september 2019.
Lagt er til að hafin verði söfnun á flokkuðu gleri og málmum í tilraunaskyni í Árbæ og á Kjalarnesi
Stýrihópur um endurskoðun aðgerðaáætlunar í úrgangsmálum leggur til að boðið verði uppá söfnun á gleri og málmum frá heimilum og á grenndarstöðvum í tilraunaskyni í Árbæ og Kjalarnesi haustið 2019.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Tillögur stýrihóps um aðgerðaráætlun í úrgangsmálum, markaðsátakitil aukinnar flokkunar á pappír og pappa til endurvinnslu Mál nr. US190214
Lögð eru fram bréf dags. 1. júlí 2019 vegna tillögu að söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar í tilraunaskyni á Kjalarnesi, tillögu að söfnun á flokkuðu gleri og málmum í tilraunaskyni í Árbæ og á Kjalarnesi og tillögu að markaðsátaki til aukinnar flokkunar á pappír og pappa til endurvinnslu. Einnig er lögð fram aðgerðaráætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020. Einnig er lagt fram erindisbréf um starfshóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í úrgangsmálum dags. 5. september 2019.
Lagt er til að hafin verði markaðsátakitil aukinnar flokkunar á pappír og pappa til endurvinnslu
Stýrihópur um endurskoðun aðgerðaáætlunar í úrgangsmálum leggur til að farið verði í markaðsátak til að auka flokkun og skil á pappír og pappa til endurvinnslu.
Samþykkt.
Að beiðni fulltrúa Miðflokksins er tekið fundarhlé frá kl. 15:54 – 15:59.
Fylgigögn
-
Vinnuskóli Reykjavíkur, Umræða um hlutverk Vinnuskólans að beiðni fulltrúa Miðflokksins. Mál nr. US190215
Beiðni borgarfulltrúans Vigdísar Hauksdóttur um að hafa málefni Vinnuskóla Reykjavíkur.
Umræða um Vinnuskólann og hlutverk hans: Ósk um gesti - forstöðumaður Vinnuskólans og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðsGuðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða, mætir fyrir hönd forstöðumanns Vinnuskólans og svarar spurningum sem varða þennan lið.
- Kl. 16:22 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi.
Fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í 14. gr. barnasáttmála sameinuðu þjóðanna segir að aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. Inngrip Reykjavíkurborgar í sumarvinnu ólögráða barna í Vinnuskólanum þar sem þeim var „boðið“ að taka þátt í mótmælum og gerð mótmælaspjalda er eins og í verstu lygasögu. Vinnuskólinn er kominn langt, langt út fyrir sitt lögbundna hlutverk. Nú þegar hefur málinu verið vísað til umboðsmanns barna. Yfirmönnum Vinnuskólans mátti vera ljóst að þessar aðgerðir yrðu afar umdeilanlegar hjá foreldrum og forráðamönnum. Samt var farið í þessar aðgerðir með börnunum á vinnutíma þeirra. Hér er um grófan heilaþvott að ræða á ólögráða börnum. Borið var við á fundinum að þetta „verkefni“ væri framhald á mótmælunum sem áttu sér stað í vetur þegar ólögráða börn sem hafa skólaskyldu samkvæmt lögum mættu á Austurvöll. Þessar aðgerðir Vinnuskólans nú eru pólitískt drifnar og þær voru ekki lagðar fyrir Umhverfis- og heilbrigðisráð. Embættismenn borgarinnar hafa enn og aftur blandað sér í stjórnmálin. Fulltrúar minnihlutans í ráðinu sjá sér ekki annað fært en að senda erindi til félagsmálaráðuneytisins, sem fer með málefni barna, til úrskurðar um lögmæti aktívistaaðgerða Vinnuskólans. Ekkert, nákvæmlega ekkert réttlætir það að Vinnuskólinn standi fyrir því að kenna börnum að gera mótmælaspjöld og leiða þau í kröfugöngu.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Það er í hæsta máta einkennilegt að kjörnir fulltrúar séu að handstýra og hafa óeðlileg afskipti af störfum starfsfólks borgarinnar sem er ráðið vegna sérþekkingar sinnar og út frá faglegum forsendum. Kjörnum fulltrúum ber að virða verkaskiptingu fólks og blanda ekki saman pólitískri stefnumörkun við einstaka starfsmannamál eða afmörkuð verkefni starfsfólks borgarinnar. Meirihlutinn treystir því að borgarstarfsmenn sinni störfum sínum af alúð og heilindum og leggur áherslu á að tryggja sjálfstæði þeirra og að því sé ekki ógnað af ritskoðunartilburðum og óeðlilegum afskiptum kjörinna fulltrúa.
Fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Eitt meginhlutverk kjörinna fulltrúa er eftirlitshlutverkið með starfsemi borgarinnar. Það getur varla talist óeðlilegt að kjörnir fulltúar sem bera ábyrgð á eftirliti með starfsemi borgarinnar vilji upplýsingar og umræður um mál sem eru umdeilanleg og ágreiningur ríkir um. Gagnbókun meirihlutans lýsir nákvæmlega vinnubrögðum þeirra sjálfra og dæmir sig sjálf.
(D) Ýmis mál
-
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, flokkunargámar við verslunarmiðstöðvar
Mál nr. US190234
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að kanna kosti þess að komið verði upp flokkunargámum við helstu verslunarmiðstöðvar í samstarfi við verslunareigundur. Markmiðið er að fólk geti losað sig við allar umbúðir af vörum á staðnum. Slíkt fyrirkomulag gæti ýttt enn frekar undir flokkun og sparað ferðir á grenndarstöðvar sem er umhverfisvænt.
Frestað.
(C) Fyrirspurnir
-
Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, óskað eftir skýringum
Mál nr. US190235
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokksins óska eftir skýringum á því hvers vegna neðangreind tillaga hefur ekki verið tekin til afgreiðslu í ráðinu en hún var lögð fram 8. maí sl.: "Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins þar sem lagt er til að þjónusta borgarinnar með garðaúrgangs íbúa verði tekin til endurskoðunar í þá átt sem áður var og er í nágranasveitarfélögunum eins og til að mynda Garðabæ. Fyrirkomulagið yrði með þeim hætti, að auglýstar eru tilteknar dagsetningar eftir hverfum, þar sem íbúar geta komið garðaúrgangi fyrir t.d. við götur eða botnlanga og á þeim tímasetningum sér borgin til þess að hann sé sóttur og komið beint til förgunar hjá Sorpu.Einnig er lögð fram greinargerð.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofa umhverfisgæða.
-
Fyrirspurn frá fulltrúum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins, afrit af tölvupóstum vinnuskólans
Mál nr. US190236
Óskað er eftir afriti af tölvupóstum sem sendir voru á foreldra daginn áður en börn í Vinnuskólanum voru látin gera mótmælaskilti og sett í kröfugöngu?
Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvað þau börn sem ekki tóku þátt í aktívistaverkefninu gerðu á meðan þau sem tóku þátt voru í Borgartúni að mála á og setja sama mótmælaspjöld. Hvað eru mörg börn í Vinnuskólanum og hvað voru mörg sem tóku þátt í aktívistaverkefninu?Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofa umhverfisgæða