Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 22

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2019, miðvikudaginn 17. maí kl. 14:32, var haldinn 22. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur sem jafnframt var aukafundur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Örn Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir

Þetta gerðist:

  1. Evróputilskipun í úrgangsmálum,          Mál nr. US190168

    Kynnt Evróputilskipun í úrgangsmálum.

    -    Kl. 14.40 tekur Egill Þór Jónsson sæti á fundinum.

    Birgitta Stefánsdóttir og Margrét Bragadóttir frá Umhverfisstofnun taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Aðgerðaráætlun í úrgangsmálum,          Mál nr. US190167

    Kynnt vinna við undirbúning að aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.

    Kynnt.

Fundi slitið klukkan 15:32

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf