Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 21

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2019, föstudaginn 10. maí, var haldinn 21. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 10:06. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Inga María Hlíðar Thorsteinson, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Ámundi V. Brynjólfsson, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Árný Sigurðardóttir, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Skipulags- og samgönguráð, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins.
             Mál nr. US190158

    Lagt fram bréf forsætisnefndar dags. 7. maí 2019 þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir tekur sæti sem áheyrnarfulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Þórs Elís Pálssonar

  2. Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2020-2024, skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs.         Mál nr. US190148

    Kynntar skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs.

    -    Kl. 10:18 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum.
    -    Kl. 10:24 tekur fulltrúi atvinnulífsins Ólafur Jónsson sæti á fundinum.

    Kynnt.

  3. Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2020-2024, Fjárfestingaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs         Mál nr. US190149

    Kynnt drög að fjárfestingaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs.
    Kynnt.

  4. Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2020-2024 Jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun         Mál nr. US190151

    Kynnt jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun
    Kynnt.

    Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Umhverfis- og skipulagssvið, Áætlun um greiningu þjónustuþátta út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun         Mál nr. US190150

    Lögð fram áætlun um greiningu þjónustuþátta út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun.

    -    Kl. 11:37 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.

    Staðfest með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar gegn einu atkvæði fulltrúa Miðflokksins, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðlsu málsins.

    Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 11:53 víkur Gunnlaugur Bragi Björnsson af fundi.

  6. Umhverfis- og skipulagssvið, ársuppgjör 2018         Mál nr. US190139

    Kynnt rekstraryfirlit Umhverfis- og skipulagssviðs 2018, ásamt verkstöðuskýrsla nýframkvæmda 2018.
    Kynnt.

    Fylgigögn

  7. Umhverfis- og skipulagssvið, Viðhorfskönnun 2019         Mál nr. US190102

    Kynntar helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun umhverfis- og skipulagssviðs 2019.
    Kynnt.

    Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Reglur um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar hjá Reykjavikurborg .,          Mál nr. US190155

    Kynntar reglur um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar hjá Reykjavikurborg.

  9. Fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins, varðandi kynjaða fjárhags- og stafsáætlun         Mál nr. US190159
    Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins í 8 liðum, varðandi jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun.

    1. Hvenær var byrjað með jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg? 2. Hvað eru mörg stöðugildi sem sjá um jafnréttisskimun hjá Reykjavíkurborg á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun? 3. Hver metur hvaða verkefni fara í jafnréttisskimun eða fara öll verkefni í skimun? 4. Er til skýrsla sem sýnir árangur verkefnisins, ef svarið er jákvætt þá er óskað eftir að hún verði send borgarfulltrúum? 5. Hefur jafnréttisskimunin einhvern tímann leitt til þess að fjárhags- og starfsáætlun hafi verið breytt? 6. Ef svarið er já - hvaða verkefni voru það og voru þau til hækkunar eða lækkunar á fjárheimildum? 7. Hvað kostar verkefnið á ári? 8. Hvað er áætlað að jafnréttisskimunin komi til með að kosta samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar 2020 - 2024 sundurliðað eftir árum?

Fundi slitið klukkan 12:30

Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf