Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2019, föstudaginn 10. maí, var haldinn 21. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 10:06. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Inga María Hlíðar Thorsteinson, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Ámundi V. Brynjólfsson, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Árný Sigurðardóttir, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Skipulags- og samgönguráð, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins.
Mál nr. US190158Lagt fram bréf forsætisnefndar dags. 7. maí 2019 þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir tekur sæti sem áheyrnarfulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Þórs Elís Pálssonar
-
Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2020-2024, skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs. Mál nr. US190148
Kynntar skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs.
- Kl. 10:18 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum.
- Kl. 10:24 tekur fulltrúi atvinnulífsins Ólafur Jónsson sæti á fundinum.Kynnt.
-
Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2020-2024, Fjárfestingaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Mál nr. US190149
Kynnt drög að fjárfestingaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs.
Kynnt. -
Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2020-2024 Jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun Mál nr. US190151
Kynnt jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun
Kynnt.Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Umhverfis- og skipulagssvið, Áætlun um greiningu þjónustuþátta út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun Mál nr. US190150
Lögð fram áætlun um greiningu þjónustuþátta út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun.
- Kl. 11:37 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.
Staðfest með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar gegn einu atkvæði fulltrúa Miðflokksins, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðlsu málsins.
Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 11:53 víkur Gunnlaugur Bragi Björnsson af fundi.
-
Umhverfis- og skipulagssvið, ársuppgjör 2018 Mál nr. US190139
Kynnt rekstraryfirlit Umhverfis- og skipulagssviðs 2018, ásamt verkstöðuskýrsla nýframkvæmda 2018.
Kynnt.Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, Viðhorfskönnun 2019 Mál nr. US190102
Kynntar helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun umhverfis- og skipulagssviðs 2019.
Kynnt.Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Reglur um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar hjá Reykjavikurborg ., Mál nr. US190155
Kynntar reglur um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar hjá Reykjavikurborg.
-
Fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins, varðandi kynjaða fjárhags- og stafsáætlun Mál nr. US190159
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins í 8 liðum, varðandi jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun.1. Hvenær var byrjað með jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg? 2. Hvað eru mörg stöðugildi sem sjá um jafnréttisskimun hjá Reykjavíkurborg á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun? 3. Hver metur hvaða verkefni fara í jafnréttisskimun eða fara öll verkefni í skimun? 4. Er til skýrsla sem sýnir árangur verkefnisins, ef svarið er jákvætt þá er óskað eftir að hún verði send borgarfulltrúum? 5. Hefur jafnréttisskimunin einhvern tímann leitt til þess að fjárhags- og starfsáætlun hafi verið breytt? 6. Ef svarið er já - hvaða verkefni voru það og voru þau til hækkunar eða lækkunar á fjárheimildum? 7. Hvað kostar verkefnið á ári? 8. Hvað er áætlað að jafnréttisskimunin komi til með að kosta samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar 2020 - 2024 sundurliðað eftir árum?
Fundi slitið klukkan 12:30
Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir
Sabine Leskopf