Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 18

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2019, miðvikudaginn 27. mars, var haldinn 18. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 10:05. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Jónsson, Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, örn Sigurðsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir, Marta Grettisdóttir og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Umhverfis- og heilbrigðisráð 2018 - 2022, fundadagatal 2019         Mál nr. US190017

    Lagt fram fundadagatal umhverfis- og heilbrigðisráðs fyrir árið 2019, dags. 20. mars 2019.
    Frestað.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2019, um tillögu að nýju deiliskipulagi á Hólmsheiði, athafnasvæði og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. mars 2019.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 15. febrúar 2019, vegna beiðni um umsögn um matsskyldu hvað varðar skíðasvæðið í Bláfjöllum og skýrsla; Bláfjöll - skíðasvæði í Kópavogi, fyrirspurn um matsskyldu, umsagnir og athugasemdir, dags. 3. desember 2018, uppfærð 12. febrúar 2019. Óskað var eftir umsögn um framkvæmdina að nýju vegna viðbótargagna. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 7. mars 2019 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. mars 2019.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 27. febrúar 2019, vegna beiðni um umsögn um matskyldu vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes og greinargerð dags. sama dag. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 7. mars 2019 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. mars 2019.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27. febrúar 2019, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (stjórnvaldssektir o.fl.), mál nr. 542. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. mars 2019.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, mál nr. 50. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 6. mars 2019.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram 127. fundargerð framkvæmdarstjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.

    Fylgigögn

  8. Lagður fram listi, dags. 27. mars 2019, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  9. Lagður fram listi, dags. 27. mars 2019, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  10. SORPA bs., Fundargerðir         Mál nr. US130002

    Lögð fram fundargerð SORPU bs. nr. 405, dags. 1. mars 2019, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  11. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit ferðakostnaðar         Mál nr. US190071

    Lagt er fram yfirlit ferðakostnaðar á umhverfis- og skipulagssviði frá október til desember 2018.

    Fylgigögn

  12. Selir, kynning         Mál nr. US190074

    Kynnt staða sela við Ísland. Einnig er lögð er fram skýrsla Haf- og vatnarannsókna, dags. mars 2017, ásamt fjölriti Náttúrufræðistofnunar þar sem fjallað er um selalátur við strendur Íslands dags. apríl 2018.

    Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Hönnunarviðmið um úrgangslausnir við íbúðarhúsnæði í Reykjavík, framlagning         Mál nr. US180413

    Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. mars 2019, "Hönnunarviðmið um úrgangslausnir við íbúðarhúsnæði í Reykjavík".
    Frestað.

    Bergþóra Kristinsdóttir frá Eflu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Samsetning úrgangs sem urðaður er í Álfsnesi, kynning         Mál nr. US190098

    Lögð fram skýrsla ReSource dags. nóvember 2018 vegna rannsókna á samsetningu baggaðs útgangs.

    Bjarni Hjarðar frá Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 12:14 víkur Egill Þór Jónsson af fundi.

    Fylgigögn

  15. Tímalína byggingar Gas- og jarðgerðarstöðvar, kynning         Mál nr. US140012

    Tímalína byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi dags í mars 2019.
    Kynningu frestað.

    Fylgigögn

  16. Viðburðardagskrá Grasagarðsins          Mál nr. US160145

    Viðburðardagskrá Grasagarðsins, afnot af garðinum og móttaka og fræðsla í garðinum 2019.
    Kynningu frestað.

    Fylgigögn

  17. Stefnumótun Grasagarðsins          Mál nr. US190100

    Til umræðu.
    Frestað.

  18. Úlfarsárdalur, endurheimt votlendis- líffræðilegur fjölbreytileiki         Mál nr. US190094

    Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 7. mars 2019, þar sem kynnt er samþykkt borgarráðs til að bjóða megi út framkvæmdir við endurheimt votlendis og mótun lands í Úlfarsárdal. Jafnframt samþykkti borgarráð að vísa erindinu til kynningar í skipulags- og samgönguráði. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir bókar: 

    Stefna meirihlutans er að viðhalda og hreyfa ekki við mýrum og öðru votlendi. Það er jákvætt skref að endurheimta eigi votlendi í Úlfarsárdal en það verður að teljast mikill tvískinnungur hjá meirihlutanum að verið sé að verja miklum fjármunum í endurheimtingu votlendis á sama tíma og Reykjavíkurborg stendur fyrir mikilli röskun í Vatnsmýrinni með verulegum áhrifum á lífríki og verndun votlendissvæða þar. Nú þegar hafa komið fram neikvæð staðbundin áhrif á vatnsbúskapinn í Vatnsmýrinni sem eiga eftir að að verða enn meiri með því mikla byggingarmagni sem fyrirhugað er á flugvallarsvæðinu.

    Fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar: 

    Stefna meirihluta Vg-S-C-P í Reykjavík er að viðhalda og hreyfa ekki við mýrum og öðru votlendi. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að endurheimt votlendis auki kolefnisbindingu. Hér er lagt til að leggja fram 150 milljónir í endurheimt votlendis á þessu svæði. Borgarfulltrúi Miðflokksins fagnar því að hreinsa eigi svæðið af rusli og að girðingar verði fjarlægðar. Það eru sannarlega góð umhverfismál. Talið er að einhver losun hljótist af uppmokstri á mýrarsvæðum og bent er á að Reykjavíkurborg stendur fyrir mikilli röskun í Vatnsmýrinni með ómældum áhrifum á lífríki og verndun votlendissvæða. Nú þegar eru komin fram staðbundin áhrif á Hlíðarendarsvæðinu. Reykjavíkurborg ætti að líta sér nær þegar kemur að þessum málum og stöðva nú þegar röskun Vatnsmýrarinnar. Fyrir liggur að auki, hvað varðar Úlfarsárdalsreitinn, að aðallega er um að ræða gömul tún sem staðfest er að engin kolefnislosun getur stafað af. Því verður að líta svo á að hér sé um að ræða ímyndargjörning. Ímyndargjörning sem kostar borgarbúa tugi milljóna. Á sama tíma þarf að senda börn úr skóla borgarinnar í nám í öðrum sveitafélögum vegna skorts á viðhaldi skólabygginga. Meirihluti Vg-S-C-P virðist ekki skilja hvað orðið forgangsröðun þýðir. Því fer sem fer og íbúar borgarinnar gjalda fyrir.

    Fulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar Kristín Soffía Jónsdóttir og Sabine Leskopf og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: 

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði þakka góða kynningu á framkvæmdum vegna endurheimt votlendis í Úlfarsárdal. Það er mikilvæg aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Rétt er að árétta skýran vilja borgaryfirvalda að viðhalda góðum vatnsbúskap í Vatnsmýrinni. Á síðustu árum hefur verið ráðist í framkvæmdir til að tryggja og viðhalda griðlandi fugla í Vatnsmýrinni. Í deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins er gert ráð fyrir vöktun vatnsstrauma á svæðinu. Með vöktuninni má bregðast við hugsanlega neikvæðum áhrifum á vatnafar með skjótum hætti. Áður en framkvæmdir hófust lágu fyrir rannsóknir á jarðvegi og grunnvatnsstöðu. Leiðarljós deiliskipulagsvinnunnar er metnaðarfullt markmið aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um samfellt votlendi og útivistarsvæði sem tengist Reykjavíkurtjörn og styrkir aðrennsli Tjarnarinnar. Reykjavík er leiðandi sveitarfélag í vatnafarsrannsóknum, blágrænum ofnavatnslausnum og metnaðarfullum áætlunum um endurheimt votlendis.

    -    Kl. 12:58 víkja Líf Magneudóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir af fundi.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsóttir og fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bóka: 

    Í ljósi þess að meirihlutinn lítur svo á að Reykjavík sé leiðandi sveitarfélag í vatnafarsrannsóknum, blágrænum ofnavatnslausnum og metnaðarfullum áætlunum um endurheimt votlendis verður að teljast undarlegt að þegar fram koma staðbundin neikvæð áhrif á vatnsbúskapinn í Vatnsmýrinni að þær staðreyndir skuli ekki vera teknar alvarlega og frekari byggingaráform á flugvallarsvæðinu endurskoðuð.

    Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  19. Tillaga frá fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Tillaga         Mál nr. US190103

    Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samtaka atvinnulífsins:

    Lagt er til að birting eftirlitsskýrslna HER á grundvelli laga nr. 7/1998 verði stöðvuð þar til Umhverfisstofnun hefur samræmt skýrslugjöf og birtingu á landsvísu. Jafnframt er lagt til að hætt verði frammistöðuflokkun fyrirtækja á grundvelli mengunarvarnar og hollustuháttaeftirlits, þar sem ekki er lagaheimild fyrir slíkri flokkun. Lagt er til að birting HER á eftirlitsskýrslum og frammistöðu fyrirtækja úr matvælaeftirliti verði hætt, þar sem hún hefur ekki lagastoð. Heimild til að birta umræddar upplýsingar tekur ekki gildi fyrr en 1. janúar 2021.

    Frestað.

  20. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, umhverfisráð verði sameinað skipulags- og samgönguráði         Mál nr. US190104

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsóttir og Egill Þór Jónsson leggja fram svohljóðandi tillögu: 

    Lagt er til að umhverfisráð verði sameinað að nýju skipulags- og samgönguráði enda er ætlunin að fækka fundum umhverfisráðs niður í einn fund á mánuði og á sama tíma verður fundum skipulags- og samgönguráðs fækkað úr fjórum fundum í þrjá á mánuði. Sömu mál eru ennfremur oft lögð fyrir bæði ráðin og því um tvíverknað að ræða. Með hliðsjón af þessum staðreyndum er ljóst  að ekki var þörf á að stofna nýtt umhverfisráð með miklum tilkostnaði í upphafi kjörtímabilsins. Umhverfismálin koma mikið inn á skipulagsmálin og því eðlilegt og faglegra að þau mál séu unnin samhliða undir sama ráði.

    Frestað.

  21. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, fyrirspurn         Mál nr. US190105

    Lagðar fram svohljóðandi fyrirspurnir frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Mörtu Guðjónsdóttur og Agli Þór Jónssyni og fulltrúa Miðflokksins Baldri Bergþórssyni:

    Fyrirspurnir um leik- og grunnskólahúsnæði, húsnæði frístundamiðstöðva og húsnæði frístundaheimila borgarinnar: 
    Óskað er eftir stöðuskýrslu á næsta fundi ráðsins um ástand á því skólahúsnæði og húsnæðis frístundamiðsvöðva þar sem mygla hefur fundist eða grunur leikur á að um myglu sé að ræða.
    Óskað er eftir kynningu á næsta fundi ráðsins á ástandi húsnæðis frístundaheimilanna í borginni.
    Óskað er eftir kynningu á næsta fundi ráðsins á ástandi leikskólahúsnæðis borgarinnar.

Fundi slitið klukkan 13:11

Sabine Leskopf Marta Guðjónsdóttir