Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2019, miðvikudaginn 6. mars, var haldinn 16. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 13:02. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Inga María Hlíðar Thorsteinson, Baldur Borgþórsson, Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Jón Ragnar Gunnarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Kynning á niðurstöðum mælinga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á strandsjó í Reykjavík árið 2018.
Svava Svanborg Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi skipulagsstofnunar dags. 15. febrúar 2019 og drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum nr. 61/2013, einnig lagðar fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. janúar og 21. febrúar 2019.
Svava Svanborg Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðisflokks í umhverfis- og heilbrigðisráði um hlutverk, störf og gjöld vegna hundaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Lögð fram svohljóðandi bókun umhverfis- og heilbrigðisráðs:
Umhverfis- og heilbrigðisráð þakka fyrir svar um störf hundaeftirlits og munu nýta niðurstöðurnar í vinnu varðandi hugmyndir um að einfalda og uppfæra þjónustu við dýraeigendur. Sú þjónusta verði sameinuð sem dýraþjónusta Reykjavíkur og mun bera ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd á samþykktum borgarinnar um gæludýrahald.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðisflokks í umhverfis- og heilbrigðisráði um opinbera birtingu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á niðurstöðum eftirlitsskýrslna.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagður fram listi dags. 5. mars 2019 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
-
Lagður fram listi dags. 5. mars 2019 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
II. Mál umhverfis- og heilbrigðisráðs
-
Stjórn Reykjanesfólkvangs, Fundargerð Mál nr. US180434
Lögð er fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 6. febrúar 2019.
Fylgigögn
-
SORPA bs., Fundargerðir Mál nr. US130002
Lagðar fram fundargerðir SORPU bs. nr. 404 dags. 11. febrúar 2019 ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Sorpa, endurvinnslustöðvar Mál nr. US150178
Kynnt rýmri opnun Endurvinnslustöðva Sorpu með morgunopnun nær þjónustusvæði Reykjavíkur.
Samþykkt að leggja fram tillögu að morgunopnun endurvinnslustöðvar.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis Mál nr. SN180358
Að lokinni auglýsingu er lögð fram til kynningar tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags í nóvember 2018, uppf. 13. desember 2018, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sundahöfn vegna landfyllingar við Klettagarða ásamt umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í september 2018, uppf. 14. desember 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Veitna ohf. dags. 4. desember 2018, bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. desember 2018, bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. desember 2019 og umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 21. desember 2018 til og með 1. febrúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsögn: Veitur ohf. dags. 1. febrúar 2019 og Umhverfisstofnun dags. 31. janúar 2019. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags 18. febrúar 2019, umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í september 2018 síðast uppf. 14. febrúar 2019 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 18. febrúar 2019.
Kynnt.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Græna netið, Tillaga að fyrstu framkvæmdaáætlun. Niðurstaða starfshóps. Mál nr. US190073
Lögð eru fram gögn vegna verkefnisins "Græna netið" skýrsla starfshópsins dags. 29. júní 2016, drög að skýrslu ALTA um grænar tengingar í Reykjavík dags. maí 2017, drög að fyrstu framkvæmdaáætlun 2019-2024. dags. janúar 2019 og erindisbréf starfshóps dags. 23. ágúst 2018.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Lykilatriði í innleiðingu stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur um hágæða Grænt net, er að farið sé í nauðsynlegar framkvæmdir til að styrkja netið með áherslu á að fjölga og bæta grænar tengingar. Það eru í sjálfu sér ágætis markmið ef ekki er á sama tíma byggt á hverjum einasta græna bletti sem fyrirfinnst í borginni og gengið freklega á náttúruperlur í borgarlandinu með byggingum eins og til stendur að reisa í Elliðaárdalnum. Þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru þar, sýna svo ekki verður um villst, nauðsyn þess að friðlýsa Elliðaárdalinn. Þá hefur sú þéttingarstefna sem unnið hefur verið eftir á undanförnum árum, þar sem mesta þéttingin á sér stað miðsvæðis, komið niður á opnum grænum svæðum og einna verst vestan Snorrabrautar þar sem fá græn svæði eru eftir til útivistar, eins og Hljómskálagarðurinn og strandlengjan frá Skerjafirði að Ægisíðu. Það verður þó að teljast jákvætt að framkvæmdaáætlun Græna netsins mun fela í sér fjölgun á skilgreindum framkvæmdum á þeim opnu svæðum sem þó eru enn til staðar í borginni. Græna verkefnið felur í sér umhverfisfrágang á 17 nýjum göngu- og hjólastígum. Mikilvægt er að litið verði til umhverfisvænni lausna til að ryðja stígana á veturna, svo sem með upphitun svo ekki þurfi að ryðja, sanda og salta þá.
Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans í umhverfis- og heilbrigðisráði fagna þeim stóra áfanga sem framkvæmdaráætlun um Græna netið í Reykjavík er og þakka sömuleiðis öllum þeim sem komu að þessari mikilvægu vinnu. Verkefnin sem liggja fyrir eru mikilvæg skréf á þeirri vegferð að búa til gróðursæla og líffvænlega borg. Öll tengja þau saman græn svæði borgarinnar bæði innan og milli borgarhluta. Verkefni sem þessi tengjast einnig aðgerðum í loftslagsmálum, náttúruvernd og umhverfisgæðum. Það er mikilvæg að vísa framkvæmdaáætluninni inn í vinnu við fjárhagsáætlun og gera ráð fyrir verkefnunum í fjárfestingaáætlun fyrir næsta ár.
Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Selir, kynning Mál nr. US190074
Kynnt er staða sela við Ísland. Lögð er fram skýrsla Haf- og vatnarannsókna dags. mars 2017 ásamt fjölriti Náttúrufræðistofnunar þar sem fjallað er um selalátur við strendur Íslands dags. 2018.
Frestað
Kl. 14.47 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi.
Fylgigögn
-
Björgun á Álfsnesi, tillaga að matsáætlun Mál nr. US190072
Lögð er fram skýrsla frá Skipulagsstofnun varðandi ákvörðun um tillögu að matsáætlun vegna landfyllingar og höfn Björgunar á Álfsnesi dags. 28. febrúar 2019
Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í desember 2018.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit ferðakostnaðar Mál nr. US190071
Lagt er fram yfirlit ferðakostnaðar á umhverfis- og skipulagssviði frá október til desember 2018.
Frestað.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Borgarsjá, kynning Mál nr. US190038
Kynntir notkunarmöguleikar borgarsjár.
Jörgen Heiðar Þormóðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 15.12 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi
Fundi slitið klukkan 15:43
Líf Magneudóttir Sabine Leskopf