Umhverfis- og heilbrigðisráð
Ár 2019, miðvikudaginn 13. febrúar, var haldinn 15. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 13:05. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Vigdís Hauksdóttir, Ólafur Jónsson, Inga María Hlíðar Thorsteinson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Eygerður Margrétardóttir, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Sigurjóna Guðnadóttir, Marta Grettisdóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Loftlagsáætlun, kynning Mál nr. US180362
Kynning á einkunnagjöf CDP (Carbon Disclosure Program) vegna loftslagsbókhalds Reykjavíkurborgar og ráðleggingar þeirra um leiðir til úrbóta.
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar Kristín Soffía Jónsdóttir og Sabine Leskopf og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun: "Með einkunnagjöf CDP (Carbon Disclosure Program) vegna loftslagsbókhalds skipar Reykjavíkurborg sér með fremstu borga í heiminum. Hæsta einkunn er góð hvatning til að gera gott betra."
Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Sameining Sorpu br. og Kölku, umsögn Mál nr. US190055
Lögð er fram umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 11. febrúar 2019 um tillögur að sameiningu SORPU og Kölku.
Fulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir bókar: Hugmyndir eru uppi hjá Sorpu bs. að útvista úrgangi með brennslu til Reykjanesbæjar eða jafnvel erlendis, með tilheyrandi mengun fyrir andrúmsloftið og öðrum mengunarþáttum. Borgarfulltrúi Miðflokksins gagnrýnir að hvert sveitarfélag sé að fást við þessi úrlausnarefni í stað þess að vinna að vandamálinu á landsvísu og í einni heild. Því er minnt á bókun Miðflokksins frá 5. febrúar s.l. sem hljóðar svo: „Bæjarfulltrúi Miðflokksins geldur varhug við því að Kalka eigi að taka við megninu af sorpi af höfuðborgarsvæðinu. Bæði er það mikið umhverfisálag fyrir Reykjanesbæ og ekki síður umferðarálag á Reykjanesbrautina. Á meðan ástandið á Reykjanesbrautinni er ekki betra en raun ber vitni er varhugavert að auka álagið á brautina enn frekar með sorpflutningum hingað suður eftir. Áður en lengra er haldið verða frekari upplýsingar að liggja fyrir s.s. þær hvort áætlað er að nýr brennsluofn eigi að vera staðsettur í Helguvík. Bæjarbúar eiga heimtingu á að vita hver áform meirihlutans eru í þessum efnum. Áætlað er að 10 manns verði í stjórn sameinaðs félags en einungis 5 aðilar verði í framkvæmdaráði. Verði af þessari sameiningu er það skýr krafa bæjarfulltrúa Miðflokksins að Reykjanesbær eigi fulltrúa í framkvæmdaráðinu þar sem bærinn er fjórða stærsta sveitafélagið sem að þessari sameiningu standa.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Starf Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2018, kynning Mál nr. US180418
kynning - frá starfi vinnuskólans sumarið 2018
Magnús Arnar Sveinbjörnsson skólastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Ásýnd og umgengni við grenndarstöðvar, kynning Mál nr. US190051
Kynning á ásýnd og umgengi við grenndarstöðvar.
-
Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, birtingar heilbrigðiseftirlitsins á niðurstöðum eftirlitsskýrslna Mál nr. US190060
1. Fyrirspurn um opinberar birtingar heilbrigðiseftirlitsins á niðurstöðum eftirlitsskýslna:
a. Er Reykjavíkurborg heimilt að birta opinberlega flokkun fyrirtækja eftir frammistöðu?
b. Ef svo er, verður ekki að gefa fyrirtækjum tækifæri til að gera viðeigandi úrbætur áður en einkunn er birt opinberlega?
c. Eru fyrirtækjaeigendur upplýstir um að niðurstöður og einkunn verði birt opinberlega?
Frestað.Fleira gerðist ekki
Fundi slitið klukkan 14:25
Líf Magneudóttir Sabine Leskopf