Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 14

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2019, miðvikudaginn 30. janúar, var haldinn 14. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 13:01. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Jónsson, Ólafur Kr. Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Eygerður Margrétardóttir, Þórólfur Jónsson, Sigurjóna Guðnadóttir, Marta Grettisdóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð,          Mál nr. US190026

    Lagt er fram bréf frá fundi borgarstjórnar dags. 21. janúar 2019 þar sem kynnt er frá kosningu frá fundi borgarstjórnar dags. 15. janúar 2019 þar sem var samþykkt að Sabine Leskopf taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Magnúsar Más Guðmundssonar.

        Mál heilbrigðisnefndar, Heilbrigðisnefnd         Mál nr. US190025

    Fylgigögn

  2. Kynning á niðurstöðum mælinga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Umhverfistofnunar með loftgæðum í Reykjavík árið 2018 og áramótin 2018/2019.

    Kynnt. 

    Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13.11 tekur Ólafur Kr. Guðmundsson sæti á fundinum.

    Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar Kristín Soffía Jónsdóttir og Sabine Leskopf og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:

    Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að búa borgarbúum heilnæmt umhverfi sem ógnar ekki heilsu fólks. Í þessu felst m.a. skuldbinding um að umhverfisvernd og umhverfisgæði séu í hæsta gæðaflokki og að fólk geti búið við heilnæmt andrúmsloft sem er laust við skaðlega mengun. Í andrúmslofti okkar eru ýmis skaðleg efni sem geta leitt til ótímabærra dauðsfalla og ógnað heilsu okkar. Margar þeirra stafa af athöfnum manna og iðnaðarstarfsemi. Þung og mikil bílaumferð, notkun nagladekkja, notkun flugelda í kringum hátíðir, útblástur frá iðnaði og framkvæmdum o.s.frv. eru þættir sem stjórnvöld geta stýrt og dregið þannig úr mengun með markvissum hætti. Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata í umhverfis- og heilbrigðisráði hvetja bæði ríki og önnur sveitarfélög að leggjast á árarnar með Reykjavíkurborg og grípa til aðgerða til að draga úr mengun og búa til heilnæmt umhverfi öllum til góða.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Egill þór Jónsson og Ólafur Kr. Guðmundsson bóka: 

    Svifryksmengun í Reykjavík er orðin að heilsuspillandi andamáli og mælist allt of oft yfir viðmiðunarmörkum. Oftar en ekki sér heilbrigðiseftirlitið sig knúið til að vara borgarbúa við of mikilli loftmengun og þeir sem eru viðkvæmir í lungum eða með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt að halda sig innan dyra. Fræðimenn sem hingað hafa komið og metið aðstæður telja að svifryksmengunin í Reykjavík sé meiri heldur en í stórri iðnaðarborg í Bandaríkjunum. Ástandið er orðið grafalvarlegt og farið að bitna á lífsgæðum borgarbúa, auk þess sem talið er að rekja megi allt að 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Við þessu verður að bregðast hratt og örugglega og tryggja að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Við sjálfstæðismenn höfum margítrekað lagt fram tillögur þess efnis að brugðist verði hratt og örugglega við til að bæta loftgæðin í borginni m.a. með því að auka þrif og þvott á helstu stofn- og tengibrautum borgarinnar, á svipaðan hátt og gert var á árum áður og viðgengst erlendis, en því miður hafa þær tillögur ekki fengið hljómgrunn meirihlutaflokkanna og verið felldar.

  3. Kynning á niðurstöðum úr heilbrigðiseftirliti með skólum og leikskólum í Reykjavík árið 2018.

    Kynnt. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Egill þór Jónsson og Ólafur Kr. Guðmundsson leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að víða er viðhaldi ábótavant í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum borgarinnar.  Það er sérstakt áhyggjuefni að viðhaldsþörfin eykst á milli ára. Allt of margir skólar þurfa að búa við rakaskemmdir og leka sem eykur hættuna á að myglusveppur geti myndast í húsnæðinu. Þá er ljóst að öryggi á leikskóla- og skólalóðum er einnig víða ábótavant.Viðhaldi á skólahúsnæði og skólalóðum hefur verið verulega ábótavant árum saman og löngu orðið aðkallandi að brugðist verði við  með því að ráðast í endurbætur hið fyrsta.

    Heilbrigðisfulltrúarnir Berglind Ósk Þórólfsdóttir, Helgi Guðjónsson og Kolbrún Georgsdóttir  taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál nr. 25/2017.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2018 þar sem óskað er umsagnar um landfyllingu og höfn fyrir efnavinnslusvæði Björgunar í Álfsnesi og mat á umhverfisáætlun, tillaga að matsáætlun dags. 14. desember 2018 auk umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. janúar 2019.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram ársskýrsla Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu og 126. fundargerð Framkvæmdastjórnar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi dags. 3. janúar 2018 varðandi  undanþágu fyrir heimsóknir hunda í Vogaskóla.  Einnig er lagður fram tölvupóstur Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur dags. 28. janúar 2019. 

    Beiðni um undanþágu samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagður fram listi dags. 30. janúar 2019 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  9. Lagður fram listi dags. 30. janúar 2019 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    (E) Umhverfismál

  10. Heimilisúrgangur í Reykjavík, Niðurstöður greiningu SORPU á samsetningu heimilisúrgangs í Reykjavík.

             Mál nr. US190024

    Kynntar eru niðurstöður greiningu SORPU á samsetningu heimilisúrgangs í Reykjavík.

    Kynnt. 

    Bjarni Hjarðar yfirverkfræðingur hjá Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  11. SORPA bs., fundargerðir         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir SORPU bs.nr. 402 dags. 9. janúar 2019 og nr. 403 dags. 18. janúar 2019 ásamt fylgiskjölum.

    Umhverfis- og heilbrigðisráð vísar drögum að greinargerð að sameiningu Sorpu og Kölku til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða og fjármálaskrifstofu Reykjavíkur.

    Fulltrúi Sorpu Björn Hafsteinn Halldórsson framkvæmdastjóri og fulltrúar Capacent Snædís Helgadóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 15.10 víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    Fylgigögn

  12. Spilliefni og fjölpóstur, kynning         Mál nr. US190020

    Kynntar eru niðurstöður viðhorfskönnunar varðandi spilliefni. dags. nóvember 2018.

    Kynnt. 

    Umhverfis- og heilbrigðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Umhverfis- og heilbrigðisráð óska eftir kostnaðarmetinni áætlun á því hvernig best er að auðvelda íbúum að afþakka fjölpóst.

    Fylgigögn

  13. Ársskýrsla Meindýravarna 2018, Kynning         Mál nr. US190027

    Kynnt er skýrsla meindýravarna 2018

    Kynnt. 

    Guðmundur Þorbjörn Björnsson rekstrarstjóri meindýravana tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Griðarsvæði fyrir seli, tillaga         Mál nr. US190034

    Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur leggur til að selir fái friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík. Þar með vill ráðið að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borgarinnar. Einnig eru aðilar sem stunda netaveiði í Faxaflóa  hvattir til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að selir lendi óvart í netum. Einnig er lögð fram greinargerð.  

    Frestað.

    -    Kl. 15.55 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi.

    Fylgigögn

  15. Reykjavíkurtjörn, Ensímavirkni hornsíla í Reykjavíkurtjörn.

             Mál nr. US190033

    Kynnt rannsókn á ensímavirkni hornsíla í Reykjavíkurtjörn.

    Kynnt. 

    Snorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lífríki Vatnsmýrar og Tjarnar, kynning         Mál nr. US190028

    Kynning á skýrslu um fuglalíf Tjarnarinnar 2018 

    Kynnt. 

    Snorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, fyrirspurn         Mál nr. US190037

    Fyrirspurnir fyrir heilbrigðisráð:

    Hvaða hlutverki sinnir hundaeftirlit Reykjavíkur?

    Hvað eru margir starfsmenn hjá hundaeftirlitinu og hvaða hlutverkum sinna þeir?

    Í hvað fara gjöldin sem hundaeigendur greiða fyrir skráða hunda í Reykjavík?

    Frestað.

    Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið klukkan 16:30

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir