Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 13

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2019, miðvikudaginn 16. janúar, var haldinn 13. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 13.02. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Egill Þór Jónsson, Ólafur Jónsson, Sabine Leskopf, Alexandra Briem. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Þórólfur Jónsson, Sigurjóna Guðnadóttir, Marta Grettisdóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fundadagatal umhverfis- og heilbrigðisráðs fyrir árið 2019, dags. 16. janúar 2019.

    Fylgigögn

  2. Umhverfis- og heilbrigðisráð, Samþykktir         Mál nr. US190006

    Lagðar fram nýjar samþykktir fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð.

    (E) Umhverfismál

    Fylgigögn

  3. SORPA bs., fundargerðir         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir SORPU bs. nr. 400 frá 21. nóvember 2018 ásamt fylgiskjölum og fundargerð nr. 401 frá 14. desember 2018 ásamt ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  4. Náttúruverndarnefnd, Ósk um fulltrúa         Mál nr. US190008

    Lagt er fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 14. desember 2018 þar sem óskað er eftir fulltrúa frá Reykjavíkurborg í umhverfis- og náttúruverndarnefnd í vatnasvæðanefnd.

    Samþykkt.

    Fulltrúi Reykjavíkurborgar (umhverfis- og heilbrigðisráðs) í umhverfis- og náttúruverndarnefnd í vatnasvæðanefnd er Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnisstjóri og til vara Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri. 

    Fylgigögn

  5. Starfshópur um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, kynning         Mál nr. US180441

    Kynnt er erindisbréf starfshóps dags. 3. desember 2018 um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla og skipuriti verkefnis.

    Fulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar Kristín Soffía Jónsdóttir og Sabine Leskopf, fulltrúi Pírata Alexandra Briem leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata í umhverfis- og heilbrigðisráði fagna vönduðum tillögum starfshópsins um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Nú á tímum er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að draga úr kolefnislosun með öllum tiltækum ráðum og mikilvægt að borgin beiti sér fyrir því eftir fremsta megni. Þessar tillögur eru vel til þess fallnar að nýta aðstöðu borgarinnar til að flýta sem mest fyrir þeirri nauðsynlegu innviðauppbyggingu sem þörf er á til að ýta undir orkuskipti í samgöngum. Líkt og kom skýrt fram í kynningu á verkefninu þá var borgin kortlögð eftir þörfum á hleðslu á borgarlandi; það er í eldri hverfum borgarinnar sem bílastæði eru helst samnýtt á borgarlandi, í nýrri hverfum eru bílastæði í langflestum tilfellum inni á lóðum.

    Fylgigögn

  6. Hleðslustæði á borgarlandi, tilraunaverkefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar         Mál nr. US180440

    Lagðar eru fram tillögur að staðsetningum hleðslustæða á borgarlandi til samþykktar í skipulags- og samgönguráði en til kynningar í umhverfis- og heilbrigðisráði.

    Kynnt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson og fulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með aukinni rafbílanotkun er nauðsynlegt að koma upp rafhleðslustæðum en athygli vekur að ekki er fyrirhugað í þessu tilraunaverkefni að koma fyrir hleðslustæðum í nokkrum af úthverfum borgarinnar s.s. Grafarvogi, Árbæ, Grafarholti, Úlfarsárdal og Kjalarnesi.

    Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar Kristín Soffía Jónsdóttir og Sabine Leskopf, fulltrúi Pírata Alexandra Briem bóka: 

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata í Umhverfis- og heilbrigðisráði fagna vönduðum tillögum starfshópsins um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Nú á tímum er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að draga úr kolefnislosun með öllum tiltækum ráðum og mikilvægt að borgin beiti sér fyrir því eftir fremsta megni. Þessar tillögur eru vel til þess fallnar að nýta aðstöðu borgarinnar til að flýta sem mest fyrir þeirri nauðsynlegu innviðauppbyggingu sem þörf er á til að ýta undir orkuskipti í samgöngum. Líkt og kom skýrt fram í kynningu á verkefninu þá var borgin kortlögð eftir þörfum á hleðslu á borgarlandi; það er í eldri hverfum borgarinnar sem bílastæði eru helst samnýtt á borgarlandi, í nýrri hverfum eru bílastæði í langflestum tilfellum inni á lóðum.

    Fylgigögn

  7. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, stækkun landfyllinga, drög að breytingu         Mál nr. US180367

    Lögð fram til kynningar umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2018 vegna tillögu að breytingu Sundahafnar dags. nóvember 2018.

    Umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2018 kynnt.. 

    Umhverfis- og heilbrigðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Umhverfis- og heilbrigðisráð óskar eftir því að fá heildstæða kynningu á auglýstri Aðalskipulagsbreytingu ásamt umsögnum að auglýsingatíma loknum.

    Fylgigögn

  8. Aðalskipulagsbreyting um iðnaðarsvæði, umsögn         Mál nr. US180447

    Lögð fram til kynningar umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2018 um tillögu að aðalskipulagsbreytingu um iðnaðarsvæði.

    Umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2018 kynnt. 

    Snorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Álfsnesvík - iðnaðarsvæði, umsögn         Mál nr. US180451

    Lögð fram til kynningar umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2018 um breytingu á aðalskipulagi - Álfsnesvík iðnaðarsvæði

    kynning á umsögn 

    Umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2018 kynnt. 

    Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Krísuvík, umsögn         Mál nr. US190010

    Lagt fram til kynningar bréf frá Hafnarfjarðarbæ dags. 12. desember 2018 þar sem lýst er nýju deiliskipulagi við Krísuvíkurberg í Krýsuvík Hafnarfirði. Einnig er lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 10. janúar 2019.

    Umsögn Reykjavíkurborgar dags. 10. janúar 2019 kynnt. 

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)         Mál nr. US130045

    Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í nóvember 2018.

    Fylgigögn

  12. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

    Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í nóvember 2018.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson og fulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir bóka:

    Í lok nóvember 2018 voru kaup Umhverfis- og skipulagssviðs á sérfræðiþjónustu komin í 1.871 milljón. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti á þjónustukaupum yfir milljón. Þessi fjárhæð er að nálgast tvo milljarða á einu ári.

    Fylgigögn

  13. Umhverfis- og skipulagssvið, ellefu mánaðar uppgjör         Mál nr. US190014

    Lagt fram ellefu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til nóvember 2018.

    Fylgigögn

  14. Tillaga Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata:, kolefnisjafna ferðir starfsfólks borgarinnar á vinnutíma.         Mál nr. US180217

    Lögð fram svohljóðandi  tillaga Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata:

    Umhverfis- og heilbrigðisráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að koma með tillögur að því hvernig best er hægt að kolefnisjafna ferðir starfsfólks borgarinnar á vinnutíma jafnt innanlands sem utanlands. Einnig er lagt fram minnisblað Umhverfis- og skipulagssvið dags. 17. desember 2018.

    Fylgigögn

  15. Leiksvæðastefna Reykjavíkur, Tillaga         Mál nr. US180353

    Lögð fram tillaga fulltrúa Vinstri hreyfinaginnar Græns framboðs, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Pírata um endurskoðun leiksvæðastefnu Reykjavíkur. Einnig er skipaður stýrihópur til að endurskoða leiksvæðastefnu Reykjavíkurborgar frá 2012 með heilstæðum hætti. 

        Samþykkt.

    Fulltrúi Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson eru skipaðar í stýrihóp um endurskoðun leiksvæðastefnu Reykjavíkur. 

    Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið klukkan 14:50

Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf Alexandra Briem