Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 12

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2018, miðvikudaginn 19. desember, var haldinn 12. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Kerhólum og hófst klukkan 09:07. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Jónsson, Dóra Magnúsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Inga María Hlíðar Thorsteinson, Egill Þór Jónsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Herdís Unnur Valsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Sigurður Halldórsson, Þórhildur Ósk Halldórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Eygerður Margrétardóttir, Þórólfur Jónsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Kynning á niðurstöðum rannsókna matvælaeftirlits á matarsýkingu vegna neyslu á ostrum á veitingastað. 

    Herdís Unnur Valsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Lagður fram listi dags. 19. desember 2018 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    II.    Mál umhverfis- og heilbrigðisráðs

  3. Stjórn Reykjanesfólkvangs, Fundargerð 28. nóvember 2018         Mál nr. US180434

    Lagðar fram fundargerðir Stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 24. október og 28. nóvember 2018.

    -    Kl. 09.32 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  4. Endurgerð grenndarstöðvar á Kjalarnesi, Kynning         Mál nr. US180420

    Lagðar eru fram tillögur um mögulega framtíðarsýn grenndarstöðvar á Kjalarnesi auk útboðsteikningar frá  Hornsteinum arkitektar ehf. dags. 3. desember 2018 vegna kynningar á endurgerð grendarstöðvar á Kjalarnesi. 

    Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar: Umhverfis- og heilbrigðisráð fagnar fyrirhugaðri endurgerð grendarstöðvar á Kjalarnesi þar sem veðuraðstæður á svæðinu kalla á breytingar. Þarft og brýnt er að bæta þjónustu við Kjalnesinga með þessum hætti.

    Sigríður Brynjólfsdóttir hjá Hornsteinum arkitektum og Sigurður Halldórsson frá Pure North taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10.11 víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    Fylgigögn

  5. Grænt bókhald, Kynning         Mál nr. US180453

    Lögð er fram skýrsla um grænt bókhald hjá Reykjavíkurborg dags. september 2018. Mun

    Þórhildur Ósk Halldórsdóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, aðgerðaáætlun ríkisins í plastmálum         Mál nr. US180412

    Lögð fram umsögn skrifstofu umhverfis- og útgangsstjórnunar vegna aðgerðaráætlun ríkisins í plastmálum.
    Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsögnina.

    Fylgigögn

  7. Afrakstur Spillivagnsins 2018,  kynning         Mál nr. US180437

    Kynning frá skrifstofu umhverfisgæða um afrakstur Spillivagnsins 2018.

    Fylgigögn

  8. Starfshópur um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, kynning         Mál nr. US180441

    Kynnt er erindisbréf starfshóps dags. 3. desember 2018 um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla og skipuriti verkefnis.
    Frestað.

    Fylgigögn

  9. Hleðslustæði á borgarlandi, tilraunaverkefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar         Mál nr. US180440

    Lagðar eru fram tillögur að staðsetningum hleðslustæða á borgarlandi til samþykktar í skipulags- og samgönguráði en til kynningar í umhverfis- og heilbrigðisráði.
    Frestað

    Fylgigögn

  10. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

    Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2018.

    Fylgigögn

  11. Umhverfis- og skipulagssvið, tíu mánaða uppgjör         Mál nr. US180443

    Lagt fram tíu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til október 2018.

    Fylgigögn

  12. Umhverfis- og skipulagssvið, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda (USK2018120014)         Mál nr. US180444

    Lögð er fram níu mánaða verkstöðuskýrsla nýframkvæmda janúar til september 2018. 

    Fleira gerðist ekki.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:08

Líf Magneudóttir Magnús Már Guðmundsson

Marta Guðjónsdóttir