Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 11

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2018, miðvikudaginn 5. desember kl. 13:00 var haldinn 11. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð, Ráðssal. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Rannveig Ernudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og fulltrúi atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Þórólfur Jónsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundaritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

  1. Mál heilbrigðisnefndar,          Mál nr. US180417
    Lögð fram til samþykktar drög að endurskoðuðum almennum starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi. 
    Samþykkt.

    Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram til samþykktar drög að endurskoðuðum starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir bensínstöðvar.
    Samþykkt.

    Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram til samþykktar drög að starfsleyfi Hringrásar hf., Klettagörðum 9, ásamt drögum að sértækum starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir Hringrás. 
    Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna Líf Magneudóttur, fulltrúa Samfylkingar Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Magnúsi Má Guðmundssyni, fulltrúa Pírata Rannveigu Ernudóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokks Mörtu Guðjónsdóttur og fulltrúa atvinnulífsins Ólafi Jónssyni. Fulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir situr hjá.

    Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Kynning á niðurstöðum heilbrigðiseftirlits í leik- og grunnskólum og á frístundaheimilum, 2017.
    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Lagður fram listi dags. 5. desember 2018 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  6. Lagður fram listi dags. 5. desember 2018 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  7. Lagður fram tölvupóstur Umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 10. október 2018 um: Frumvarp vegna hollustuhátta og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs, stjórnvaldssektir o.fl. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. nóvember 2018.
    Umhverfis- og heilbrigðisráð gerir ekki athugasemdir og tekur undir umsögnina. Fulltrúi atvinnulífsins Ólafur Jónsson situr hjá.

    Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 25. nóvember 2018 þar sem óskað er umsagnar um mat á umhverfisáhrifum vegna aukinnar vatnstöku Veitna í Vatnsendakrikum Heiðmörk ásamt frummatsskýrslu dags. nóvember 2018. Einnig lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. desember 2018.

    Kristín Lóa Ólafsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, Viðhald á gerði við Flétturima         Mál nr. US180397

    Lagt er til að borgin sinni með sæmandi hætti litlu gerði við Flétturima sem er í órækt og til óprýði. Einhvern tíman hefur þetta verið fallegur blettur en þessu hefur hvorki verið haldið við lengi né hreinsað. Þetta er gangstígur milli Flétturima og Berjarima. Meðfylgjandi er tillaga frá Flokki fólksins dags. 25. október 2018.
    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  10. Heilbrgðiseftirlit Reykjavíkur, 9 mánaða uppgjör         Mál nr. US180421

    Lagt er fram 9 mánaða uppgjör heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá janúar 2018 til september 2018.

    Fylgigögn

  11. Umhverfi- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

    Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í september 2018.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  12. Umhverfis-og skipulagssvið, níu mánaða uppgjör         Mál nr. US180386

    Lagt fram níu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til september 2018.

    Kl. 14.10 víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    Fylgigögn

  13. Starf Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2018, kynning         Mál nr. US180418

    kynning frá starfi vinnuskólans sumarið 2018.
    Frestað.

  14. Formaður tilkynnti för sína til Katowice, Póllandi                 Mál nr. US180430
    Tilgangur ferðarinnar er þátttaka í loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna