No translated content text
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2018, mánudaginn 23. apríl, var haldinn 76. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst klukkan 13:50. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Björn Gíslason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt, Sandra Dröfn Gylfadóttir, Tinna Garðarsdóttir og Theódóra Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á umbótaverkefnum á fjármálaskrifstofu 2018-2019.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 2. lið fundar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 30. október 2017. R18010207.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í SKL telja rétt að fulltrúar í hverfisráð borgarinnar verði kosnir beint af íbúum viðkomandi hverfa með sérstarkri kosningu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. apríl 2018, þar sem tilkynnt er um samþykkt borgarstjórnar á því að vísa aðgerðum 1. og 2. í tillögu um Framtíðarsýn hverfisráða 2021 til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs til meðferðar. Jafnframt var samþykkt að vísa aðgerðum 3-10 til umsagnar fagsviða Reykjavíkurborgar. R18030194.
Frestað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:35