Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2018, 26. mars, var haldinn 75. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 13:36. Fundinn sátu, Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Eva Baldursdóttir, Eydís Blöndal, Eva Einarsdóttir, Elísabet Gísladóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir og Sandra Dröfn Gylfadóttir. Fundarritari var Dagbjört Hákonardóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stöðu mála eftir hugmyndasöfnun í Hverfinu mínu.
Unnur Margrét Arnardóttir og Guðbjörg Lára Másdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 13.40 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að tillögu um framtíðarsýn hverfisráða 2021. R18030194.
Samþykkt að vísa til borgarráðs.Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar að nýju drög að kafla um barna- og ungmennalýðræði í lýðræðisstefnu Reykjavíkur, sbr. 2. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 12. mars 2018. R18010207.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. mars 2018, þar sem tilkynnt er að Herdís Anna Þorvaldsdóttir taki sæti í stjórnkerfis- og lýðræðisráði í stað Láru Óskarsdóttur og að Elísabet Gísladóttir taki sæti Herdísar sem varamaður. R14060144.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:50
Skúli Helgason