Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 72

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2018, 12. febrúar, var haldinn 72. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 13:34. Fundinn sátu, Halldór Auðar Svansson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Eva Einarsdóttir, Björn Gíslason, Lára Óskarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Helga Björg Ragnarsdóttir og Sandra Dröfn Gylfadóttir. Fundarritari var Dagbjört Hákonardóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram ársskýrsla umboðsmanns borgarbúa 2016-2017, ásamt áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa 2016, dags. 29. júní 2016.

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að vísa ársskýrslu ásamt áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa til borgarráðs.

     

    Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að nýju tillaga um breytta skipan í hverfisráð Reykjavíkurborgar, sbr. 4. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 30. október 2017, ásamt umsögnum hverfisráða. 

    Frestað.

    -    Kl. 13.58 tekur Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga verkefnastjóra Hverfisins míns, dags. 12. febrúar 2018:

    Lagt er til að kosningaaldur fyrir Hverfið mitt verði lækkaður niður í 15 ár í stað 16 ára.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18010097. 

    Samþykkt.

    Unnur Margrét Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga verkefnastjóra Hverfisins míns, dags. 12. febrúar 2018:

    Lagt er til að fagteymi umhverfis- og skipulagssviðs verði undir sérstökum kringumstæðum heimilt að meta tækar, í kosningu um Hverfið mitt 2018, hugmyndir sem varða rekstur að einhverju leyti.

    Samþykkt. 

    Unnur Margrét Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  5. Lögð svohljóðandi tillaga verkefnastjóra Hverfisins míns, dags. 12. febrúar 2018:

    Lagt er til að aukið samráð verði haft við hugmyndahöfunda í verkefninu Hverfið mitt 2018 á meðan hugmyndasöfnun og hugmyndamat í verkefninu stendur yfir. Haft verði samráð við ýmsa hópa og samtök í borginni um innsendingu hugmynda og hvatt til samstarfs um vinnslu hugmynda.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18010097. 

    Samþykkt. 

    Fjármögnunarhluta er vísað til þóknanlegrar meðferðar borgarráðs. 

    Unnur Margrét Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

     

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:03