Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 70

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2018, 15. janúar, var haldinn 70. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 13:35. Fundinn sátu, Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Herdís Anna Þorvaldsóttir og áheyrnarfulltrúinn Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt, Stefán Eiríksson, Sandra Dröfn Gylfadóttir og Theódóra Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð. Fundarritari: Theódóra Sigurðardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. desember 2017.

    Anna G. Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 13.41 tekur Sigurður Björn Blöndal sæti á fundinum.

    Kl. 14.03 tekur Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á drögum að ársskýrslu umboðsmanns borgarbúa 2016-2017. Jafnframt lögð fram áfangaskýrsla umboðsmanns borgarbúa 2016, dags. 29. júní 2016.

    Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram minnisblað Innri endurskoðunar um áhættustýringu og greiningu á misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg, ásamt beiðni um umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 21.12.2017. Einnig lögð fram drög að umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    Samþykkt.

     

    Hallur Símonarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram drög að samfélagsmiðlastefnu Reykjavíkurborgar.

    Frestað.

     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að úthlutunarreglum hverfissjóðs Reykjavíkurborgar, sbr. tillögu borgarstjóra, dags. 26. september 2017, um stofnun hverfissjóðs, ásamt fylgigögnum.

    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:44

Skúli Helgason